Fiðla seld fyrir tvo milljarða króna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. ágúst 2022 17:01 Stradivarius-fiðla í eigu spænsku konungsfjölskyldunnar. Wikimedia Commons Fiðla sem smíðuð var fyrir rúmum 300 árum, var seld í sumar á uppboði fyrir andvirði tveggja milljarða íslenskra króna. Ekki er vitað hver kaupandinn var. Eins og nærri má geta, var það Stradivarius-fiðla sem fór fyrir þessa stjarnfræðilega háu upphæð, en þær fiðlur hafa löngum verið drottningarnar í heimi fiðlanna. Fiðlan á sér merka sögu Fiðlan sú arna, gengur undir heitinu Da Vinci, hún var eitt sinn í eigu rússneska fiðlusnillingsins Toscha Seidel, hann lék t.a.m. á hana í kvikmyndinni Galdrakarlinn í Oz. Seidel keypti hana árið 1924 á 25.000 dali sem jafngilda um 400.000 dölum á núvirði, andvirði rúmlega 50 milljóna íslenskra króna. Seidel kenndi meðal annars Albert Einstein á þessa fiðlu. Fiðlan var í japanskri einkaeign þar til hún var seld á uppboðinu í sumar, hins vegar er ekki gefið upp hver hinn nýi eigandi fiðlunnar er. Leitt er líkum að því að fiðlan hafi verið keypt sem fjárfesting fremur en hljóðfæri til að spila á, og að hún verði geymd í öryggishólfi næstu ár eða áratugi þar sem enginn hefur gleði af henni. Fyrir áratug var önnur Stradivarius-fiðla, svokölluð Lady Blunt, seld fyrir enn hærri upphæð og enginn veit heldur hver keypti hana. Segir ekkert hljóðfæri svo verðmætt Cristina Bordas, tónlistarprófessor við Complutense-háskólann í Madrid, segir í samtali við El País, að þessar upphæðir stappi nærri brjálæði. Ekkert hljóðfæri sé svona mikils virði, fiðlurnar séu orðnar viðfang spákaupmennsku, líkt og gull og líkt við sjáum gerast með mörg af frægustu málverkum heims. Enginn veit með vissu hvers vegna Stradivarius-fiðlurnar eru enn þann dag í dag taldar bestu fiðlur sögunnar. Auðvitað hefur ítalski fiðlusmiðurinn Antonio Stradivari verið listasmiður en það þarf fleira til. Á það hefur verið bent að í upphafi 18. aldar ríkti hin svokallaða Litla ísöld í Evrópu. Það hafði m.a. þau áhrif að tré uxu hægar, árhringir þeirra voru minni og viðurinn sem notaður var í fiðlusmíðina varð óvenju harðger. Líklegt að verðið fari enn hækkandi Talið er að ítalski fiðlusmiðurinn Antonio Stradivari, sem var uppi frá 1644 til 1737, hafi smíðað um 1.000 hljóðfæri, fiðlur, hörpur, lágfiðlur og knéfiðlur um ævina og að 600 þeirra séu enn til. Það er því viðbúið að verðið fari hækkandi á næstu árum og áratugum, eftir því sem framboðið minnkar. Japan Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Eins og nærri má geta, var það Stradivarius-fiðla sem fór fyrir þessa stjarnfræðilega háu upphæð, en þær fiðlur hafa löngum verið drottningarnar í heimi fiðlanna. Fiðlan á sér merka sögu Fiðlan sú arna, gengur undir heitinu Da Vinci, hún var eitt sinn í eigu rússneska fiðlusnillingsins Toscha Seidel, hann lék t.a.m. á hana í kvikmyndinni Galdrakarlinn í Oz. Seidel keypti hana árið 1924 á 25.000 dali sem jafngilda um 400.000 dölum á núvirði, andvirði rúmlega 50 milljóna íslenskra króna. Seidel kenndi meðal annars Albert Einstein á þessa fiðlu. Fiðlan var í japanskri einkaeign þar til hún var seld á uppboðinu í sumar, hins vegar er ekki gefið upp hver hinn nýi eigandi fiðlunnar er. Leitt er líkum að því að fiðlan hafi verið keypt sem fjárfesting fremur en hljóðfæri til að spila á, og að hún verði geymd í öryggishólfi næstu ár eða áratugi þar sem enginn hefur gleði af henni. Fyrir áratug var önnur Stradivarius-fiðla, svokölluð Lady Blunt, seld fyrir enn hærri upphæð og enginn veit heldur hver keypti hana. Segir ekkert hljóðfæri svo verðmætt Cristina Bordas, tónlistarprófessor við Complutense-háskólann í Madrid, segir í samtali við El País, að þessar upphæðir stappi nærri brjálæði. Ekkert hljóðfæri sé svona mikils virði, fiðlurnar séu orðnar viðfang spákaupmennsku, líkt og gull og líkt við sjáum gerast með mörg af frægustu málverkum heims. Enginn veit með vissu hvers vegna Stradivarius-fiðlurnar eru enn þann dag í dag taldar bestu fiðlur sögunnar. Auðvitað hefur ítalski fiðlusmiðurinn Antonio Stradivari verið listasmiður en það þarf fleira til. Á það hefur verið bent að í upphafi 18. aldar ríkti hin svokallaða Litla ísöld í Evrópu. Það hafði m.a. þau áhrif að tré uxu hægar, árhringir þeirra voru minni og viðurinn sem notaður var í fiðlusmíðina varð óvenju harðger. Líklegt að verðið fari enn hækkandi Talið er að ítalski fiðlusmiðurinn Antonio Stradivari, sem var uppi frá 1644 til 1737, hafi smíðað um 1.000 hljóðfæri, fiðlur, hörpur, lágfiðlur og knéfiðlur um ævina og að 600 þeirra séu enn til. Það er því viðbúið að verðið fari hækkandi á næstu árum og áratugum, eftir því sem framboðið minnkar.
Japan Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira