Fiðla seld fyrir tvo milljarða króna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. ágúst 2022 17:01 Stradivarius-fiðla í eigu spænsku konungsfjölskyldunnar. Wikimedia Commons Fiðla sem smíðuð var fyrir rúmum 300 árum, var seld í sumar á uppboði fyrir andvirði tveggja milljarða íslenskra króna. Ekki er vitað hver kaupandinn var. Eins og nærri má geta, var það Stradivarius-fiðla sem fór fyrir þessa stjarnfræðilega háu upphæð, en þær fiðlur hafa löngum verið drottningarnar í heimi fiðlanna. Fiðlan á sér merka sögu Fiðlan sú arna, gengur undir heitinu Da Vinci, hún var eitt sinn í eigu rússneska fiðlusnillingsins Toscha Seidel, hann lék t.a.m. á hana í kvikmyndinni Galdrakarlinn í Oz. Seidel keypti hana árið 1924 á 25.000 dali sem jafngilda um 400.000 dölum á núvirði, andvirði rúmlega 50 milljóna íslenskra króna. Seidel kenndi meðal annars Albert Einstein á þessa fiðlu. Fiðlan var í japanskri einkaeign þar til hún var seld á uppboðinu í sumar, hins vegar er ekki gefið upp hver hinn nýi eigandi fiðlunnar er. Leitt er líkum að því að fiðlan hafi verið keypt sem fjárfesting fremur en hljóðfæri til að spila á, og að hún verði geymd í öryggishólfi næstu ár eða áratugi þar sem enginn hefur gleði af henni. Fyrir áratug var önnur Stradivarius-fiðla, svokölluð Lady Blunt, seld fyrir enn hærri upphæð og enginn veit heldur hver keypti hana. Segir ekkert hljóðfæri svo verðmætt Cristina Bordas, tónlistarprófessor við Complutense-háskólann í Madrid, segir í samtali við El País, að þessar upphæðir stappi nærri brjálæði. Ekkert hljóðfæri sé svona mikils virði, fiðlurnar séu orðnar viðfang spákaupmennsku, líkt og gull og líkt við sjáum gerast með mörg af frægustu málverkum heims. Enginn veit með vissu hvers vegna Stradivarius-fiðlurnar eru enn þann dag í dag taldar bestu fiðlur sögunnar. Auðvitað hefur ítalski fiðlusmiðurinn Antonio Stradivari verið listasmiður en það þarf fleira til. Á það hefur verið bent að í upphafi 18. aldar ríkti hin svokallaða Litla ísöld í Evrópu. Það hafði m.a. þau áhrif að tré uxu hægar, árhringir þeirra voru minni og viðurinn sem notaður var í fiðlusmíðina varð óvenju harðger. Líklegt að verðið fari enn hækkandi Talið er að ítalski fiðlusmiðurinn Antonio Stradivari, sem var uppi frá 1644 til 1737, hafi smíðað um 1.000 hljóðfæri, fiðlur, hörpur, lágfiðlur og knéfiðlur um ævina og að 600 þeirra séu enn til. Það er því viðbúið að verðið fari hækkandi á næstu árum og áratugum, eftir því sem framboðið minnkar. Japan Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Eins og nærri má geta, var það Stradivarius-fiðla sem fór fyrir þessa stjarnfræðilega háu upphæð, en þær fiðlur hafa löngum verið drottningarnar í heimi fiðlanna. Fiðlan á sér merka sögu Fiðlan sú arna, gengur undir heitinu Da Vinci, hún var eitt sinn í eigu rússneska fiðlusnillingsins Toscha Seidel, hann lék t.a.m. á hana í kvikmyndinni Galdrakarlinn í Oz. Seidel keypti hana árið 1924 á 25.000 dali sem jafngilda um 400.000 dölum á núvirði, andvirði rúmlega 50 milljóna íslenskra króna. Seidel kenndi meðal annars Albert Einstein á þessa fiðlu. Fiðlan var í japanskri einkaeign þar til hún var seld á uppboðinu í sumar, hins vegar er ekki gefið upp hver hinn nýi eigandi fiðlunnar er. Leitt er líkum að því að fiðlan hafi verið keypt sem fjárfesting fremur en hljóðfæri til að spila á, og að hún verði geymd í öryggishólfi næstu ár eða áratugi þar sem enginn hefur gleði af henni. Fyrir áratug var önnur Stradivarius-fiðla, svokölluð Lady Blunt, seld fyrir enn hærri upphæð og enginn veit heldur hver keypti hana. Segir ekkert hljóðfæri svo verðmætt Cristina Bordas, tónlistarprófessor við Complutense-háskólann í Madrid, segir í samtali við El País, að þessar upphæðir stappi nærri brjálæði. Ekkert hljóðfæri sé svona mikils virði, fiðlurnar séu orðnar viðfang spákaupmennsku, líkt og gull og líkt við sjáum gerast með mörg af frægustu málverkum heims. Enginn veit með vissu hvers vegna Stradivarius-fiðlurnar eru enn þann dag í dag taldar bestu fiðlur sögunnar. Auðvitað hefur ítalski fiðlusmiðurinn Antonio Stradivari verið listasmiður en það þarf fleira til. Á það hefur verið bent að í upphafi 18. aldar ríkti hin svokallaða Litla ísöld í Evrópu. Það hafði m.a. þau áhrif að tré uxu hægar, árhringir þeirra voru minni og viðurinn sem notaður var í fiðlusmíðina varð óvenju harðger. Líklegt að verðið fari enn hækkandi Talið er að ítalski fiðlusmiðurinn Antonio Stradivari, sem var uppi frá 1644 til 1737, hafi smíðað um 1.000 hljóðfæri, fiðlur, hörpur, lágfiðlur og knéfiðlur um ævina og að 600 þeirra séu enn til. Það er því viðbúið að verðið fari hækkandi á næstu árum og áratugum, eftir því sem framboðið minnkar.
Japan Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira