„Ég hugsaði, ég er bara að fara að deyja núna“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. ágúst 2022 19:25 Bragi Jónsson og Bylgja Dís Birkisdóttir ásamt Birki Orra við fellihýsið umrædda. Vísir/Ívar Fannar Aðeins sekúndum mátti muna að heil fjölskylda léti lífið vegna koltvísýringseitrunar í fellihýsi á dögunum. Þau segjast þakklát fyrir að ekki fór verr og að tveggja ára sonur þeirra eigi nú allt lífið fram undan. Fyrir þremur vikum voru þau Bylgja Dís Birkisdóttir og Bragi Jónsson stödd ásamt syni sínum, hinum tveggja ára Birki Orra, í útilegu með vinum á Akureyri og dvöldu þau þá fellihýsi, líkt og þau höfðu oft gert áður. Það varð þó ljóst að þessi ferð yrði ekki eins og aðrar þegar Bylgja vaknaði skyndilega aðfaranótt föstudagsins 15. júlí með hjartsláttartruflanir og mikla öndunarerfiðleika. „Ég hélt fyrst að ég væri bara að fá hjartaáfall eða eitthvað. Ég vissi alla vega að það væri eitthvað alvarlegt að gerast með mig og hugsaði, ég er bara að fara að deyja núna. Þetta var bara tilfinning sem ég hef sem betur fer aldrei fundið áður,“ segir Bylgja. Hún kallaði þá strax á Braga, sem var sofandi í hinum enda fellihýsisins, og reyndi hann að komast að því hvað væri að. Þá var honum aftur á móti ljóst að Bylgja væri að líða út af. „Ég sé bara að ég er í rauninni ekki að fara að gera neitt því hún kom varla upp skiljanlegu orði. Þannig þá ætla ég bara að fara að hringja á sjúkrabíl og skyndilega fæ ég svona tilfinningu að ég sé að fara að detta út líka,“ segir Bragi. Stöð 2/Ívar Fannar Ekki mátti miklu muna Það var þá sem hann áttaði sig á því að það væri eitthvað í loftinu. Hann opnaði renndan glugga í hýsinu, opnaði dyrnar út í flýti og dreif sig út. Þá hafði liðið yfir Bylgju en um leið og ferskt loft kom inn fór þeim báðum strax að líða betur. Birkir Orri hafði þá sofið í gegnum allt. „Ef að ég hefði ekki í rauninni áttað mig á því hvað væri að gerast og ef ég hefði ákveðið að standa af mér svimann eða þannig, þá hefði líklega liðið yfir mig í hýsinu,“ segir Bragi. Hefði það gerst hefðu þau líklegast öll farist en það hafi ekki verið spurning um mínútur heldur aðeins örfáar sekúndur. „Læknirinn á bráðamóttökunni sagði að það hefði ekki mátt miklu muna,“ segir Bylgja. Það var þó ekki gas sem að hafði lekið í fellihýsinu, líkt og marga hefði ef til vill grunað, heldur hafði koltvísýringur komið inn í gegnum miðstöðina sem var í gangi um nóttina, sem líkja má við ef að slanga yrði sett frá púströri inn í lokaðan bíl. Miðstöðin í fellihýsinu hafði líklega bilað.Stöð 2/Ívar Fannar Líklega hafi verið um bilun að ræða en þau vita það þó ekki fyrir víst. Sjálf höfðu þau ekki áður haft miðstöðina í gangi um nóttina og Á sjúkrahúsinu á Akureyri var það endanlega staðfest að um koltvísýringseitrun hafi verið að ræða. Daginn eftir var hún strax orðin betri og voru Bragi og Birkir einnig heilbrigðir en margir sem verða fyrir koltvísýringseitrun taka ekki eftir því og deyja í svefni. „Maður hefur alltaf verið hræddur við svona en hugsar kannski ekki meira út í það. Við erum náttúrulega með gasskynjara í hýsinu, þannig að maður heldur að hann sé bara að fara að dekka allt svona hættulegt,“ segir Bylgja. Hugsar aldrei að þetta komi fyrir mann sjálfan Þau ætla þó ekki að láta þessa uppákomu koma í veg fyrir fleiri ferðir með fellihýsinu, þó þau verði vissulega meira meðvituð um hætturnar. Eftir athugun á sjúkrahúsi gat fjölskyldan farið heim. Mynd/Facebook „Það eru alltaf einhverjar líkur á að eitthvað komi fyrir og það er bara eins og með allt annað, maður þarf bara að hafa varan á sér en maður hefur svo sem ekki verið að spá í þessu hingað til, það sem maður ætti kannski að vera miklu duglegri í að gera,“ segir Bragi. Þau virðast þó bæði hafa sloppið tiltölulega vel, í hið minnsta líkamlega, og kveðst Bylgja þakklát fyrir að hafa vaknað þessa nóttina. Mögulega hafi einhver verið að vaka yfir henni og hnippt í hana akkúrat á réttum tíma. „Þetta var mjög mikið andlegt sjokk, ef að ég hugsa um að við hefðum öll bara geta farið. Og þessi litli kútur á allt lífið sitt fram undan,“ segir hún og vísar til Birkis. „Maður hugsar ekkert að þetta komi fyrir sig en maður veit aldrei.“ Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Slysavarnir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Fyrir þremur vikum voru þau Bylgja Dís Birkisdóttir og Bragi Jónsson stödd ásamt syni sínum, hinum tveggja ára Birki Orra, í útilegu með vinum á Akureyri og dvöldu þau þá fellihýsi, líkt og þau höfðu oft gert áður. Það varð þó ljóst að þessi ferð yrði ekki eins og aðrar þegar Bylgja vaknaði skyndilega aðfaranótt föstudagsins 15. júlí með hjartsláttartruflanir og mikla öndunarerfiðleika. „Ég hélt fyrst að ég væri bara að fá hjartaáfall eða eitthvað. Ég vissi alla vega að það væri eitthvað alvarlegt að gerast með mig og hugsaði, ég er bara að fara að deyja núna. Þetta var bara tilfinning sem ég hef sem betur fer aldrei fundið áður,“ segir Bylgja. Hún kallaði þá strax á Braga, sem var sofandi í hinum enda fellihýsisins, og reyndi hann að komast að því hvað væri að. Þá var honum aftur á móti ljóst að Bylgja væri að líða út af. „Ég sé bara að ég er í rauninni ekki að fara að gera neitt því hún kom varla upp skiljanlegu orði. Þannig þá ætla ég bara að fara að hringja á sjúkrabíl og skyndilega fæ ég svona tilfinningu að ég sé að fara að detta út líka,“ segir Bragi. Stöð 2/Ívar Fannar Ekki mátti miklu muna Það var þá sem hann áttaði sig á því að það væri eitthvað í loftinu. Hann opnaði renndan glugga í hýsinu, opnaði dyrnar út í flýti og dreif sig út. Þá hafði liðið yfir Bylgju en um leið og ferskt loft kom inn fór þeim báðum strax að líða betur. Birkir Orri hafði þá sofið í gegnum allt. „Ef að ég hefði ekki í rauninni áttað mig á því hvað væri að gerast og ef ég hefði ákveðið að standa af mér svimann eða þannig, þá hefði líklega liðið yfir mig í hýsinu,“ segir Bragi. Hefði það gerst hefðu þau líklegast öll farist en það hafi ekki verið spurning um mínútur heldur aðeins örfáar sekúndur. „Læknirinn á bráðamóttökunni sagði að það hefði ekki mátt miklu muna,“ segir Bylgja. Það var þó ekki gas sem að hafði lekið í fellihýsinu, líkt og marga hefði ef til vill grunað, heldur hafði koltvísýringur komið inn í gegnum miðstöðina sem var í gangi um nóttina, sem líkja má við ef að slanga yrði sett frá púströri inn í lokaðan bíl. Miðstöðin í fellihýsinu hafði líklega bilað.Stöð 2/Ívar Fannar Líklega hafi verið um bilun að ræða en þau vita það þó ekki fyrir víst. Sjálf höfðu þau ekki áður haft miðstöðina í gangi um nóttina og Á sjúkrahúsinu á Akureyri var það endanlega staðfest að um koltvísýringseitrun hafi verið að ræða. Daginn eftir var hún strax orðin betri og voru Bragi og Birkir einnig heilbrigðir en margir sem verða fyrir koltvísýringseitrun taka ekki eftir því og deyja í svefni. „Maður hefur alltaf verið hræddur við svona en hugsar kannski ekki meira út í það. Við erum náttúrulega með gasskynjara í hýsinu, þannig að maður heldur að hann sé bara að fara að dekka allt svona hættulegt,“ segir Bylgja. Hugsar aldrei að þetta komi fyrir mann sjálfan Þau ætla þó ekki að láta þessa uppákomu koma í veg fyrir fleiri ferðir með fellihýsinu, þó þau verði vissulega meira meðvituð um hætturnar. Eftir athugun á sjúkrahúsi gat fjölskyldan farið heim. Mynd/Facebook „Það eru alltaf einhverjar líkur á að eitthvað komi fyrir og það er bara eins og með allt annað, maður þarf bara að hafa varan á sér en maður hefur svo sem ekki verið að spá í þessu hingað til, það sem maður ætti kannski að vera miklu duglegri í að gera,“ segir Bragi. Þau virðast þó bæði hafa sloppið tiltölulega vel, í hið minnsta líkamlega, og kveðst Bylgja þakklát fyrir að hafa vaknað þessa nóttina. Mögulega hafi einhver verið að vaka yfir henni og hnippt í hana akkúrat á réttum tíma. „Þetta var mjög mikið andlegt sjokk, ef að ég hugsa um að við hefðum öll bara geta farið. Og þessi litli kútur á allt lífið sitt fram undan,“ segir hún og vísar til Birkis. „Maður hugsar ekkert að þetta komi fyrir sig en maður veit aldrei.“
Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Slysavarnir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira