Klopp líkir leikjaálaginu við loftslagsbreytingar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. ágúst 2022 10:31 Jürgen Klopp segir að leikjaálagið sé vandamál sem allir viti af, en ræði ekki. Mike Hewitt/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur líkt leikjaálaginu í ensku úrvalsdeildinni við loftslagsbreytingar. Hann segir ráðamenn deildarinnar vita af vandamálinu, en að þeir geri ekkert í því. Það er ekki nýtt á nálinni að Klopp láti í sér heyra þegar kemur að leikjaálagi í ensku úrvalsdeildinni. Deildin í ár verður þó með öðru sniði en áður þar sem gera þarf hlé á deildinni þegar heimsmeistaramótið fer fram í nóvember og desember í Katar. Engir leikir verða leiknir í ensku úrvalsdeildinni frá 13. nívember til 25. desember. „Þegar við byrjum að tala um þetta þá verð ég mjög reiður,“ sagði Klopp um leikjaniðurröðun ensku úrvalsdeildarinnar. „Þetta er eins og með loftslagsbreytingarnar. Við vitum öll að við þurfum að breyta einhverju, en fólk segir bara: „Hvað þurfum við að gera?“ Ég er klárlega meðal þeirra, engin spurning.“ "I really get angry, with you as well... everybody knows it's not right... it's like with the climate; we all know we have to change..."📺 Jurgen Klopp on the World Cup - and all football organisations' use of elite players. pic.twitter.com/qp4bTLtR0O— This Is Anfield (@thisisanfield) August 5, 2022 „Vandamálið eru leikmenn sem munu spila á HM. Þetta er bara ekki í lagi. Ef þú kemst í undanúrslit þá ertu búinn að spila fullt af leikjum, en svo byrjar deildin bara viku seinna.“ „Það sem ég hef á móti þessu er að allir vita að þetta er ekki í lagi, en það talar enginn nægilega mikið um þetta til að þessu verði breytt. Eitthvað þarf að breytast.“ „Það þarf að halda fund þar sem allir setjast niður og það eina sem ætti að vera á dagskrá á fundinum er það mikilvægasta við leikinn - leikmennirnir. En það hefur ekki enn gerst“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Það er ekki nýtt á nálinni að Klopp láti í sér heyra þegar kemur að leikjaálagi í ensku úrvalsdeildinni. Deildin í ár verður þó með öðru sniði en áður þar sem gera þarf hlé á deildinni þegar heimsmeistaramótið fer fram í nóvember og desember í Katar. Engir leikir verða leiknir í ensku úrvalsdeildinni frá 13. nívember til 25. desember. „Þegar við byrjum að tala um þetta þá verð ég mjög reiður,“ sagði Klopp um leikjaniðurröðun ensku úrvalsdeildarinnar. „Þetta er eins og með loftslagsbreytingarnar. Við vitum öll að við þurfum að breyta einhverju, en fólk segir bara: „Hvað þurfum við að gera?“ Ég er klárlega meðal þeirra, engin spurning.“ "I really get angry, with you as well... everybody knows it's not right... it's like with the climate; we all know we have to change..."📺 Jurgen Klopp on the World Cup - and all football organisations' use of elite players. pic.twitter.com/qp4bTLtR0O— This Is Anfield (@thisisanfield) August 5, 2022 „Vandamálið eru leikmenn sem munu spila á HM. Þetta er bara ekki í lagi. Ef þú kemst í undanúrslit þá ertu búinn að spila fullt af leikjum, en svo byrjar deildin bara viku seinna.“ „Það sem ég hef á móti þessu er að allir vita að þetta er ekki í lagi, en það talar enginn nægilega mikið um þetta til að þessu verði breytt. Eitthvað þarf að breytast.“ „Það þarf að halda fund þar sem allir setjast niður og það eina sem ætti að vera á dagskrá á fundinum er það mikilvægasta við leikinn - leikmennirnir. En það hefur ekki enn gerst“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira