Ólafía nálgast Perlu | Spennandi lokadagur fram undan Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2022 19:46 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Mynd/seth@golf.is Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti stórgóðan hring á þriðja degi Íslandsmótsins í golfi í Vestmannaeyjum í dag. Lengi vel var útlit fyrir að hún tæki forystu en hún er aðeins höggi á eftir hinni 15 ára gömlu Perlu Sól Sigurbrandsdóttur sem hefur leitt mótið frá fyrsta degi. Perla Sól hefur leitt frá því að fyrsta hring lauk á fimmtudagskvöldið. Hún var með þriggja högga forystu fyrir daginn en hún fór fyrstu tvo hringina á pari. Hún gerði höggi betur í dag er hún lék hringinn á höggi undir pari og er það því hennar skor eftir þrjá hringi. Perla Sól fékk þrjá fugla og tvo skolla á hringnum en lék aðrar holur á pari. Ólafía Þórunn er einu höggi á eftir Perlu, á pari, eftir hring dagsins. Ólafía fékk fimm fugla á fyrstu 13 holum dagsins en skollar á 16. og 17. braut þýða að hringurinn var á þremur undir parinu. Íslandsmeistari áranna 2018 til 2020, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, fór hring dagsins á tveimur yfir pari og er hún þriðja á níu yfir pari vallar í heildina. Ljóst er því að Perla Sól og Ólafía Þórunn munu bítast um Íslandsmeistaratitilinn á lokadeginum á morgun. Hulda Clara Gestsdóttir, Íslandsmeistari síðasta árs, lék kvenna best á vellinum í dag. Hún fór hringinn á fimm höggum undir pari, sem er nýtt vallarmet af bláum teigum. Strembnir fyrstu tveir dagar á mótinu þýða að hún er í sjöunda sæti á 13 yfir pari eftir þrjá hringi. Íslandsmótið í golfi Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Perla Sól hefur leitt frá því að fyrsta hring lauk á fimmtudagskvöldið. Hún var með þriggja högga forystu fyrir daginn en hún fór fyrstu tvo hringina á pari. Hún gerði höggi betur í dag er hún lék hringinn á höggi undir pari og er það því hennar skor eftir þrjá hringi. Perla Sól fékk þrjá fugla og tvo skolla á hringnum en lék aðrar holur á pari. Ólafía Þórunn er einu höggi á eftir Perlu, á pari, eftir hring dagsins. Ólafía fékk fimm fugla á fyrstu 13 holum dagsins en skollar á 16. og 17. braut þýða að hringurinn var á þremur undir parinu. Íslandsmeistari áranna 2018 til 2020, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, fór hring dagsins á tveimur yfir pari og er hún þriðja á níu yfir pari vallar í heildina. Ljóst er því að Perla Sól og Ólafía Þórunn munu bítast um Íslandsmeistaratitilinn á lokadeginum á morgun. Hulda Clara Gestsdóttir, Íslandsmeistari síðasta árs, lék kvenna best á vellinum í dag. Hún fór hringinn á fimm höggum undir pari, sem er nýtt vallarmet af bláum teigum. Strembnir fyrstu tveir dagar á mótinu þýða að hún er í sjöunda sæti á 13 yfir pari eftir þrjá hringi.
Íslandsmótið í golfi Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira