Sport

Rökkvi annar í lokagreininni og endar sjötti

Valur Páll Eiríksson skrifar
Rökkvi Hrafn Guðnason
Rökkvi Hrafn Guðnason Skjáskot

Rökkvi Hrafn Guðnason endaði heimsleikana í Crossfit á góðum nótum í lokagrein dagsins í keppni 16-17 ára. Hann varð annar en lýkur keppni í sjötta sæti.

Tíu keppendur voru í aldursflokki Rökkva en hann fór vel af stað þegar hann fagnaði sigri í upphafsgreininni. Honum gekk svo misvel að fóta sig og var gjarnan annað hvort við topp eða botn í hverri grein fyrir sig.

Hann vann tvær greinar á leikunum en varð níundi í þremur, sjöundi í einni og áttundi í annarri. Þá varð hann annar í áttundu og síðustu greininni sem fór fram í kvöld.

Með árangrinum í lokagreininni vann Rökkvi sig upp úr sjöunda sæti í það sjötta. Hann lauk keppni með 420 stig.

Bandaríkjamaðurinn Ty Jenkins fagnaði sigri en hann fékk alls 650 stig. Landar hans Caleb McClure, með 580 stig, og Elijah Subiono, með 570, komu þar á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×