Uri Geller segir skoska einkaeyju sína vera sjálfstæða smáþjóð Bjarki Sigurðsson skrifar 7. ágúst 2022 11:17 Uri Geller er ansi umdeildur í Bretlandi. EPA/Atef Safadi Hinn umdeildi töframaður, sjónvarpsmaður og sjáandi, Uri Geller, heldur því fram að eyja við strendur Skotlands sem er í hans eigu sé nú orðin að smáþjóð (e. micronation). Hann keypti eyjuna árið 2009 en smáþjóðin mun á næstunni fá sinn eigin þjóðsöng, fána og stjórnarskrá. Eyjan ber heitið Lamb og er um fimm ferkílómetrar að stærð. Geller keypti hana fyrir þrjátíu þúsund pund, rúma fjóra og hálfa milljón króna, á uppboði árið 2009. Í viðtali sagðist hann alltaf hafa viljað eignast eyju en hann taldi á þeim tíma að fjársjóður væri grafinn á eyjunni. Eyjan er hins vegar friðuð og ekki er leyfilegt að grafa á henni á meðan hún er hluti af Skotlandi. Fjársjóðurinn er því enn ófundinn. Geller heldur því fram að hann geti beygt skeiðar með huganum.EPA/Bruno Bebert Corbis Til eru fjölmargar smáþjóðir um allan heim, til dæmis Sjáland undan ströndum Bretlands sem er sjóvirki með þyrlupalli, Rósaeyja í Adríahafi sem var manngerð eyja sem var sprengd ári eftir að hún var byggð og keisaradæmið Atlantium í Ástralíu. Nú hefur Lambeyja bæst í hóp smáþjóða. Það sem aðgreinir smáþjóðir frá öðrum ríkjum er að þær skortir alla viðurkenningu annarra ríkja eða helstu alþjóðastofnanna. Rétt er að taka fram að í íslenskri tungu þýðir orðið einnig þjóð sem er smá, samanber Smáþjóðaleikarnir, en þær þjóðir sem taka þátt í leikunum eru þó viðurkenndar af flestum ríkjum heims. Hver sem er mun geta sótt um ríkisborgararétt hjá Lambeyju, þó gegn gjaldi. Samkvæmt BBC munu allar tekjur renna til ísraelsku hjálparsamtakanna Save a Child‘s Heart sem aðstoða börn með hjartasjúkdóma um allan heim. Geller sjálfur er fæddur og uppalinn í Ísrael en hann hefur ekki búið þar síðan árið 1971. Lambeyja er um tvo kílómetra austur af Fidraeyju sem er sögusvið bókarinnar Fjársjóðseyjan eftir Robert Stevenson. Fidraeyja er líkt og Lambeyja friðuð og því ekki vitað hvort Stevenson hafi haft rétt fyrir sér um hvort fjársjóð megi finna á eyjunni eða ekki. Það er þó ekki einungis fjársjóður sem gæti leynst á Lambeyju þar sem Geller heldur því fram að bein fórnarlamba Norður-Berwick nornaréttarhaldanna frá tíunda áratug sextándu aldar séu grafin á eyjunni. Sérfræðingar telja þó að beinin séu grafin nálægt þeim stað sem meintu nornirnar voru brenndar. Geller ákvað að gera eyjuna að smáþjóð eftir að honum var neitað um að verða barón. Í gegnum tíðina hafa eigendur eyjunnar verið barónar en samkvæmt BBC var þeirri hefð hætt þegar Geller keypti eyjuna. „Ég gat ekki orðið barón svo ég ákvað að gera betur og stofna mitt eigið ríki. Það sem gerir þetta mun meira sérstakt eru allar þessar sterku, þýðingarmiklu andlegu tengingar. Þetta er enginn venjulegur staður,“ segir Geller. Engin bryggja er á eyjunni og ekki hægt að geyma bát sinn þar nema uppi á landi. Því hefur eyjan oft verið kölluð sjálfsvígseyja þar sem erfitt er að komast af henni. Eyjan komst í fréttirnar fyrr í sumar þegar það þurfti 35 leiðangra þangað til þess að drepa eina rottu sem hafði komið sér fyrir þar. Geller vildi ekkert með hana hafa en það gekk illa að finna hana. Skotland Bretland Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Sjá meira
Eyjan ber heitið Lamb og er um fimm ferkílómetrar að stærð. Geller keypti hana fyrir þrjátíu þúsund pund, rúma fjóra og hálfa milljón króna, á uppboði árið 2009. Í viðtali sagðist hann alltaf hafa viljað eignast eyju en hann taldi á þeim tíma að fjársjóður væri grafinn á eyjunni. Eyjan er hins vegar friðuð og ekki er leyfilegt að grafa á henni á meðan hún er hluti af Skotlandi. Fjársjóðurinn er því enn ófundinn. Geller heldur því fram að hann geti beygt skeiðar með huganum.EPA/Bruno Bebert Corbis Til eru fjölmargar smáþjóðir um allan heim, til dæmis Sjáland undan ströndum Bretlands sem er sjóvirki með þyrlupalli, Rósaeyja í Adríahafi sem var manngerð eyja sem var sprengd ári eftir að hún var byggð og keisaradæmið Atlantium í Ástralíu. Nú hefur Lambeyja bæst í hóp smáþjóða. Það sem aðgreinir smáþjóðir frá öðrum ríkjum er að þær skortir alla viðurkenningu annarra ríkja eða helstu alþjóðastofnanna. Rétt er að taka fram að í íslenskri tungu þýðir orðið einnig þjóð sem er smá, samanber Smáþjóðaleikarnir, en þær þjóðir sem taka þátt í leikunum eru þó viðurkenndar af flestum ríkjum heims. Hver sem er mun geta sótt um ríkisborgararétt hjá Lambeyju, þó gegn gjaldi. Samkvæmt BBC munu allar tekjur renna til ísraelsku hjálparsamtakanna Save a Child‘s Heart sem aðstoða börn með hjartasjúkdóma um allan heim. Geller sjálfur er fæddur og uppalinn í Ísrael en hann hefur ekki búið þar síðan árið 1971. Lambeyja er um tvo kílómetra austur af Fidraeyju sem er sögusvið bókarinnar Fjársjóðseyjan eftir Robert Stevenson. Fidraeyja er líkt og Lambeyja friðuð og því ekki vitað hvort Stevenson hafi haft rétt fyrir sér um hvort fjársjóð megi finna á eyjunni eða ekki. Það er þó ekki einungis fjársjóður sem gæti leynst á Lambeyju þar sem Geller heldur því fram að bein fórnarlamba Norður-Berwick nornaréttarhaldanna frá tíunda áratug sextándu aldar séu grafin á eyjunni. Sérfræðingar telja þó að beinin séu grafin nálægt þeim stað sem meintu nornirnar voru brenndar. Geller ákvað að gera eyjuna að smáþjóð eftir að honum var neitað um að verða barón. Í gegnum tíðina hafa eigendur eyjunnar verið barónar en samkvæmt BBC var þeirri hefð hætt þegar Geller keypti eyjuna. „Ég gat ekki orðið barón svo ég ákvað að gera betur og stofna mitt eigið ríki. Það sem gerir þetta mun meira sérstakt eru allar þessar sterku, þýðingarmiklu andlegu tengingar. Þetta er enginn venjulegur staður,“ segir Geller. Engin bryggja er á eyjunni og ekki hægt að geyma bát sinn þar nema uppi á landi. Því hefur eyjan oft verið kölluð sjálfsvígseyja þar sem erfitt er að komast af henni. Eyjan komst í fréttirnar fyrr í sumar þegar það þurfti 35 leiðangra þangað til þess að drepa eina rottu sem hafði komið sér fyrir þar. Geller vildi ekkert með hana hafa en það gekk illa að finna hana.
Skotland Bretland Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Sjá meira