Eiður Smári: „Það er pressa á okkur öllum“ Atli Arason skrifar 7. ágúst 2022 20:01 Eiður Smári djúpt hugsi á hliðarlínunni í kvöld. Hulda Margrét Eftir 0-3 tap gegn KA á heimavelli eru FH-ingar að stimpla sig inn í fallbaráttu Bestu-deildarinnar, staða sem Hafnfirðingar eru ekki vanir að sjá. Í sjö leikjum undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen hefur FH einungis safnað 0,43 stigum á leik. Ólafur Jóhannesson stýrði FH á fyrri hluta tímabilsins og var með 0,88 stig á hvern leik áður en honum var vikið úr starfi. Eftir leikslok gegn KA var Eiður Smári spurður að því hvort hann væri farinn að finna fyrir pressu sem þjálfari FH. „Er pressa á mér,“ spurði Eiður til baka áður en hann bætti við, „nei, það er pressa á okkur öllum hvort sem það er á liðinu eða þjálfaranum, um leið og við stígum inn á þennan völl. Auðvitað er pressa en við verðum bara að taka á henni og snúa henni við,“ sagði Eiður. Eiði finnst sínir menn vera of fljótir að gefast upp þegar á móti blæs en liðið byrjaði leikinn í kvöld ágætlega að hans mati. „Ég verð að koma aftur inn á það sem ég er búinn að vera að segja síðustu vikur, við byrjum leikinn aftur bara fínt. Við sköpum okkur eitt eða tvö góð færi en um leið og þetta gengur ekki upp og við fáum skell með því að fá mark á okkur þá erum við því miður sem lið ekki nógu stórir í okkur til eiga við það. Eftir fyrsta markið var skellurinn kannski ekki það mikill og við héldum áfram að gera það sem við gerum en þegar við fáum á okkur vítið þá var leikurinn bara búinn,“ sagði Eiður Smári og á þar við seinna mark KA sem Nökkvi Þeyr skoraði úr vítaspyrnu. Það var allt annað að sjá til FH-inga undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi síðari. Liðið var andlaust eftir seinna mark KA en í upphafi síðari hálfleiks var kraftur í liðinu og FH-ingar voru framan af mun líklegri til að skora þriðja mark leiksins en tókst þó ekki að koma knettinum í netið. Eiður var því eðlilega spurður af því hvað þjálfarateymið gerði til að kveikja í liðinu í leikhléinu. „Ég reyni að tala endalaust og gerði það enda er ég orðinn vel hás. Það sem ég gerði í hálfleik var bara að stappa í stálið hjá þeim því leikurinn er aldrei búinn fyrr en það er flautað af. Við sýndum ágætis kafla í seinni hálfleik og komum út með smá baráttuanda en það var bara ekki nóg. Þegar maður gerir ekki grunnvinnuna sína sem einstaklingur eða sem lið þá koma gæðin ekki í ljós,“ svaraði Eiður. Að lokinni 16. umferð gæti FH verið í fallsæti, eftir því hvernig leikur Leiknis og Keflavík fer annað kvöld. Eftir miklar væntingar í upphafi móts segir Eiður að FH-ingar verða að átta sig hvaða stöðu þeir eru komnir í og snúa saman bökum til að koma sér upp úr volæðinu. „Við þurfum að átta okkur á því í hvaða stöðu við erum og vera raunsæir með það. Við þurfum að sætta okkur við að við erum í þessari stöðu núna en líka átta okkur á því að þetta er í okkar höndum að koma okkur úr þessari stöðu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH. Besta deild karla FH Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: FH 0-3 KA | KA eykur kvalir Hafnfirðinga FH-ingar eru búnir að skrá sig inn í fallbaráttu Bestu-deildarinnar eftir 0-3 tap gegn KA á heimavelli í kvöld. FH bíður enn þá eftir fyrsta sigur undir stjórn Eiðs Smára en liðið hefur nú leikið sjö leiki undir stjórn Eiðs án sigurs. 7. ágúst 2022 21:00 Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Sjá meira
Ólafur Jóhannesson stýrði FH á fyrri hluta tímabilsins og var með 0,88 stig á hvern leik áður en honum var vikið úr starfi. Eftir leikslok gegn KA var Eiður Smári spurður að því hvort hann væri farinn að finna fyrir pressu sem þjálfari FH. „Er pressa á mér,“ spurði Eiður til baka áður en hann bætti við, „nei, það er pressa á okkur öllum hvort sem það er á liðinu eða þjálfaranum, um leið og við stígum inn á þennan völl. Auðvitað er pressa en við verðum bara að taka á henni og snúa henni við,“ sagði Eiður. Eiði finnst sínir menn vera of fljótir að gefast upp þegar á móti blæs en liðið byrjaði leikinn í kvöld ágætlega að hans mati. „Ég verð að koma aftur inn á það sem ég er búinn að vera að segja síðustu vikur, við byrjum leikinn aftur bara fínt. Við sköpum okkur eitt eða tvö góð færi en um leið og þetta gengur ekki upp og við fáum skell með því að fá mark á okkur þá erum við því miður sem lið ekki nógu stórir í okkur til eiga við það. Eftir fyrsta markið var skellurinn kannski ekki það mikill og við héldum áfram að gera það sem við gerum en þegar við fáum á okkur vítið þá var leikurinn bara búinn,“ sagði Eiður Smári og á þar við seinna mark KA sem Nökkvi Þeyr skoraði úr vítaspyrnu. Það var allt annað að sjá til FH-inga undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi síðari. Liðið var andlaust eftir seinna mark KA en í upphafi síðari hálfleiks var kraftur í liðinu og FH-ingar voru framan af mun líklegri til að skora þriðja mark leiksins en tókst þó ekki að koma knettinum í netið. Eiður var því eðlilega spurður af því hvað þjálfarateymið gerði til að kveikja í liðinu í leikhléinu. „Ég reyni að tala endalaust og gerði það enda er ég orðinn vel hás. Það sem ég gerði í hálfleik var bara að stappa í stálið hjá þeim því leikurinn er aldrei búinn fyrr en það er flautað af. Við sýndum ágætis kafla í seinni hálfleik og komum út með smá baráttuanda en það var bara ekki nóg. Þegar maður gerir ekki grunnvinnuna sína sem einstaklingur eða sem lið þá koma gæðin ekki í ljós,“ svaraði Eiður. Að lokinni 16. umferð gæti FH verið í fallsæti, eftir því hvernig leikur Leiknis og Keflavík fer annað kvöld. Eftir miklar væntingar í upphafi móts segir Eiður að FH-ingar verða að átta sig hvaða stöðu þeir eru komnir í og snúa saman bökum til að koma sér upp úr volæðinu. „Við þurfum að átta okkur á því í hvaða stöðu við erum og vera raunsæir með það. Við þurfum að sætta okkur við að við erum í þessari stöðu núna en líka átta okkur á því að þetta er í okkar höndum að koma okkur úr þessari stöðu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH.
Besta deild karla FH Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: FH 0-3 KA | KA eykur kvalir Hafnfirðinga FH-ingar eru búnir að skrá sig inn í fallbaráttu Bestu-deildarinnar eftir 0-3 tap gegn KA á heimavelli í kvöld. FH bíður enn þá eftir fyrsta sigur undir stjórn Eiðs Smára en liðið hefur nú leikið sjö leiki undir stjórn Eiðs án sigurs. 7. ágúst 2022 21:00 Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Sjá meira
Leik lokið: FH 0-3 KA | KA eykur kvalir Hafnfirðinga FH-ingar eru búnir að skrá sig inn í fallbaráttu Bestu-deildarinnar eftir 0-3 tap gegn KA á heimavelli í kvöld. FH bíður enn þá eftir fyrsta sigur undir stjórn Eiðs Smára en liðið hefur nú leikið sjö leiki undir stjórn Eiðs án sigurs. 7. ágúst 2022 21:00