Lífeyrissjóðir landsmanna dregist saman um tæplega 400 milljarða króna Árni Sæberg skrifar 8. ágúst 2022 14:04 Þórey S. Þórðardóttir er framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða. Landssamband lífeyrissjóða Á fyrri helmingi árs hafa eignir íslenskra lífeyrissjóða dregist saman um 361 milljarð króna. Í árslok 2021 voru eignir íslenskra lífeyrissjóða 6.747 milljarðar króna en að loknum fyrstu sex mánuðum þessa árs standa eignirnar í 6.386 milljörðum króna. Þetta segir í tilkynningu á vef Landssamtaka lífeyrissjóða. Ávöxtun lífeyrissjóðanna hefur verið mjög góð undanfarin ár líkt og sjá má í grafinu hér að neðan: Lífeyrismál.is Um er að ræða 5,4 prósent lækkun á fyrri helmingi ársins sem má að mestu rekja til erlendra eigna lífeyrissjóðanna. Innlendar eignir hafa svo gott sem staðið í stað en erlendar hafa lækkað um rúmlega fjórtán prósent. „Lækkun erlendra eigna má rekja til viðsnúnings á erlendum eignamörkuðum og til styrkingar krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða var við árslok 2021 komið upp í tæp 36% en hefur lækkað og var rúm 32% í lok júní 2022,“ segir í tilkynningu. Þar segir jafnframt að lækkun á sjóðum lífeyrissjóðanna hafi ekki áhrif á lantímamarkmið þeirra sem séu að ávaxta eignir sjóðfélaga og greiða lífeyri eftir starfslok. Útlán aukist það sem af er ári Útlán lífeyrissjóða til kaupa á húsnæði hafa farið vaxandi á fyrri hluta árs 2022 en undanfarin tvö ár hafa landsmenn í auknum mæli tekið húsnæðislán hjá bönkum. Ný útlán lífeyrissjóða námu rúmlega tuttugu milljörðum króna umfram uppgreiðslur á fyrstu sex mánuðum ársins. Verðtryggð lán hafa dregist saman um sextán milljarða króna á árinu en óverðtryggð aukist um 36 milljarða króna. „Því er ljóst að áfram er mikil ásókn í óverðtryggð lán umfram verðtryggð lán,“ segir í tilkynningu. Hlutdeild lífeyrissjóða á íbúðalánamarkaði er 22 prósent á móti bönkum og Íbúðalánasjóði. Heildarútlán lífeyrissjóða voru 515 ma.kr í lok júní 2022. Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Fasteignamat hækkar um 6,1 prósent Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Í árslok 2021 voru eignir íslenskra lífeyrissjóða 6.747 milljarðar króna en að loknum fyrstu sex mánuðum þessa árs standa eignirnar í 6.386 milljörðum króna. Þetta segir í tilkynningu á vef Landssamtaka lífeyrissjóða. Ávöxtun lífeyrissjóðanna hefur verið mjög góð undanfarin ár líkt og sjá má í grafinu hér að neðan: Lífeyrismál.is Um er að ræða 5,4 prósent lækkun á fyrri helmingi ársins sem má að mestu rekja til erlendra eigna lífeyrissjóðanna. Innlendar eignir hafa svo gott sem staðið í stað en erlendar hafa lækkað um rúmlega fjórtán prósent. „Lækkun erlendra eigna má rekja til viðsnúnings á erlendum eignamörkuðum og til styrkingar krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða var við árslok 2021 komið upp í tæp 36% en hefur lækkað og var rúm 32% í lok júní 2022,“ segir í tilkynningu. Þar segir jafnframt að lækkun á sjóðum lífeyrissjóðanna hafi ekki áhrif á lantímamarkmið þeirra sem séu að ávaxta eignir sjóðfélaga og greiða lífeyri eftir starfslok. Útlán aukist það sem af er ári Útlán lífeyrissjóða til kaupa á húsnæði hafa farið vaxandi á fyrri hluta árs 2022 en undanfarin tvö ár hafa landsmenn í auknum mæli tekið húsnæðislán hjá bönkum. Ný útlán lífeyrissjóða námu rúmlega tuttugu milljörðum króna umfram uppgreiðslur á fyrstu sex mánuðum ársins. Verðtryggð lán hafa dregist saman um sextán milljarða króna á árinu en óverðtryggð aukist um 36 milljarða króna. „Því er ljóst að áfram er mikil ásókn í óverðtryggð lán umfram verðtryggð lán,“ segir í tilkynningu. Hlutdeild lífeyrissjóða á íbúðalánamarkaði er 22 prósent á móti bönkum og Íbúðalánasjóði. Heildarútlán lífeyrissjóða voru 515 ma.kr í lok júní 2022.
Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Fasteignamat hækkar um 6,1 prósent Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira