Ryan Giggs sagður vera með ljóta og illkvittna hlið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2022 07:30 Það vantaði ekki myndavélar og fjölmiðlamenn þegar Ryan Giggs mætti í Manchester Minshull Street Crown réttarsalinn. AP/Danny Lawson Mál gegn Ryan Giggs, einum dáðasta leikmanni í sögu Manchester United, hófst í gær í Manchester Minshull Street Crown dómstólnum og var þessi fyrrum leikmaður og landsliðsþjálfari Wales mættur til að heyra framsögu saksóknara. Breska ríkisútvarpið hefur sagt frá því sem kom fram í réttinum en þar var Giggs sagður vera með ljóta og illkvittna hlið og að hann væri allt annar maður en menn þekkja til hans frá fótboltaferlinum. 'Sinister side' to Ryan Giggs, trial hears, as he is accused of attacking and controlling ex-girlfriend.Live updates https://t.co/dJ5Jj538YC— Sky News (@SkyNews) August 8, 2022 Hinn 48 ára gamli Giggs er ákærður fyrir að beita fyrrum kærustu sína líkamlegu og andlegu ofbeldi sem og að ráðast á yngri systur hennar. Saksóknarinn Peter Wright sagði frá því að samband Giggs við Kate Greville hafi einkennst af ofbeldi og óvissu. Hann sagði að í einkalífinu hafi Giggs stundað valdbeitingu bæði líkamlega og andlega. Wright sagði að þetta væri saga um nauðungarstjórn og þvinganir gegn konu sem hélt að hún væri elskuð og virt. Ryan Giggs leaves court after the first day of his trial, he is accused of attacking and controlling his ex-girlfriend and assaulting her sister. Giggs has entered a plea of not guilty against three charges. pic.twitter.com/tBZFYukInQ— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 8, 2022 Þegar Kate vildi enda sambandið þá hafi það kallað á ofbeldi þar sem Giggs hafi skallað hana í andlitið og gefið síðan systur hennar olnbogaskot í kjálkann. Hann sagði að fröken Greville hafi komist að því að Giggs hefði einu sinni sem oftar haldið fram hjá henni og hún hafi sagt systur sinni frá því að hún ætlaði að enda samband þeirra. Giggs missti algjörlega stjórn á sér við þessar fréttir. Day one of Ryan Giggs' trial, the 13-time Premier League winner was accused of a "litany of abuse, both physical & psychological, of a woman he professed to love".The defence argued "there's a line Giggs would not cross" & "the allegations are simply not true". @DTathletic— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 8, 2022 Emma Greville fékk olnbogaskotið frá Giggs þegar hún reyndi að toga hann af systur sinni. Við þetta missti Giggs algjörlega stjórn á sér, skallaði Kate í andlitið. Emma hringdi þá í lögregluna sem handtók Ryan. Giggs var sagður sýna henni elskulegheit og sára iðrun á milli þess að hann beitti hana ofbeldi. Hann hélt því líka fram að hún hafi misskilið hann og að hann væri í raun fórnarlambið. Giggs heldur fram sakleysi í málinu. Bæði Sir Alex Ferguson og fyrrum liðfélagi Giggs, Gary Neville, verða kallaðir til sem vitni í málinu. Enski boltinn Mál Ryan Giggs Bretland Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur sagt frá því sem kom fram í réttinum en þar var Giggs sagður vera með ljóta og illkvittna hlið og að hann væri allt annar maður en menn þekkja til hans frá fótboltaferlinum. 'Sinister side' to Ryan Giggs, trial hears, as he is accused of attacking and controlling ex-girlfriend.Live updates https://t.co/dJ5Jj538YC— Sky News (@SkyNews) August 8, 2022 Hinn 48 ára gamli Giggs er ákærður fyrir að beita fyrrum kærustu sína líkamlegu og andlegu ofbeldi sem og að ráðast á yngri systur hennar. Saksóknarinn Peter Wright sagði frá því að samband Giggs við Kate Greville hafi einkennst af ofbeldi og óvissu. Hann sagði að í einkalífinu hafi Giggs stundað valdbeitingu bæði líkamlega og andlega. Wright sagði að þetta væri saga um nauðungarstjórn og þvinganir gegn konu sem hélt að hún væri elskuð og virt. Ryan Giggs leaves court after the first day of his trial, he is accused of attacking and controlling his ex-girlfriend and assaulting her sister. Giggs has entered a plea of not guilty against three charges. pic.twitter.com/tBZFYukInQ— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 8, 2022 Þegar Kate vildi enda sambandið þá hafi það kallað á ofbeldi þar sem Giggs hafi skallað hana í andlitið og gefið síðan systur hennar olnbogaskot í kjálkann. Hann sagði að fröken Greville hafi komist að því að Giggs hefði einu sinni sem oftar haldið fram hjá henni og hún hafi sagt systur sinni frá því að hún ætlaði að enda samband þeirra. Giggs missti algjörlega stjórn á sér við þessar fréttir. Day one of Ryan Giggs' trial, the 13-time Premier League winner was accused of a "litany of abuse, both physical & psychological, of a woman he professed to love".The defence argued "there's a line Giggs would not cross" & "the allegations are simply not true". @DTathletic— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 8, 2022 Emma Greville fékk olnbogaskotið frá Giggs þegar hún reyndi að toga hann af systur sinni. Við þetta missti Giggs algjörlega stjórn á sér, skallaði Kate í andlitið. Emma hringdi þá í lögregluna sem handtók Ryan. Giggs var sagður sýna henni elskulegheit og sára iðrun á milli þess að hann beitti hana ofbeldi. Hann hélt því líka fram að hún hafi misskilið hann og að hann væri í raun fórnarlambið. Giggs heldur fram sakleysi í málinu. Bæði Sir Alex Ferguson og fyrrum liðfélagi Giggs, Gary Neville, verða kallaðir til sem vitni í málinu.
Enski boltinn Mál Ryan Giggs Bretland Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira