Durant orðinn örvæntingarfullur og setur Brooklyn afarkosti: Þjálfarinn eða ég Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. ágúst 2022 15:01 Kevin Durant vill losna við Steve Nash sem þjálfara Brooklyn Nets. getty/Jonathan Bachman Kevin Durant vill ólmur komast frá Brooklyn Nets og hefur gripið til ansi örvæntingafullrar leiðar til að sú ósk hans rætist. Samkvæmt frétt The Athletic fundaði Durant við eiganda Brooklyn, Joe Tsai, um helgina. Þar setti hann honum afarkosti og sagði að hann yrði að velja milli sín og þjálfara og framkvæmdastjóra Brooklyn, Steve Nash og Sean Marks. Durant hefur ekki lengur trú á þeim Nash og Marks og tjáði Tsai það og að ef hann ætlaði að vera áfram hjá Brooklyn yrðu þeir að fara. Vondu fréttirnar fyrir Durant eru að Tsai steig fram á Twitter og lýst yfir stuðningi við þá Nash og Marks. Our front office and coaching staff have my support. We will make decisions in the best interest of the Brooklyn Nets.— Joe Tsai (@joetsai1999) August 8, 2022 Durant gekk í raðir Brooklyn frá Golden State Warriors 2019. Hann skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við félagið að verðmæti tæplega tvö hundrað milljón Bandaríkjadala í fyrra. Á ýmsu hefur gengið hjá Brooklyn síðustu ár og árangurinn er ekki í samræmi við stjörnufansinn. Á síðasta tímabili fór James Harden í fýlu og var skipt til Philadelphia 76ers fyrir Ben Simmons og Kyrie Irving missti af 29 leikjum þar sem hann vildi ekki láta bólusetja sig. Boston Celtics vann Brooklyn, 4-0, í 1. umferð úrslitakeppninnar. Durant, sem skoraði 29,9 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili, hefur meðal annars verið orðaður við Boston, Toronto Raptors, Phoenix Suns og Miami Heat. NBA Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM Sjá meira
Samkvæmt frétt The Athletic fundaði Durant við eiganda Brooklyn, Joe Tsai, um helgina. Þar setti hann honum afarkosti og sagði að hann yrði að velja milli sín og þjálfara og framkvæmdastjóra Brooklyn, Steve Nash og Sean Marks. Durant hefur ekki lengur trú á þeim Nash og Marks og tjáði Tsai það og að ef hann ætlaði að vera áfram hjá Brooklyn yrðu þeir að fara. Vondu fréttirnar fyrir Durant eru að Tsai steig fram á Twitter og lýst yfir stuðningi við þá Nash og Marks. Our front office and coaching staff have my support. We will make decisions in the best interest of the Brooklyn Nets.— Joe Tsai (@joetsai1999) August 8, 2022 Durant gekk í raðir Brooklyn frá Golden State Warriors 2019. Hann skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við félagið að verðmæti tæplega tvö hundrað milljón Bandaríkjadala í fyrra. Á ýmsu hefur gengið hjá Brooklyn síðustu ár og árangurinn er ekki í samræmi við stjörnufansinn. Á síðasta tímabili fór James Harden í fýlu og var skipt til Philadelphia 76ers fyrir Ben Simmons og Kyrie Irving missti af 29 leikjum þar sem hann vildi ekki láta bólusetja sig. Boston Celtics vann Brooklyn, 4-0, í 1. umferð úrslitakeppninnar. Durant, sem skoraði 29,9 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili, hefur meðal annars verið orðaður við Boston, Toronto Raptors, Phoenix Suns og Miami Heat.
NBA Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM Sjá meira