Boðar bráðaaðgerðir í iðnnámi Snorri Másson skrifar 9. ágúst 2022 11:55 Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra heitir því að stjórnvöld muni gera það sem hægt er til að tryggja að sem flestir fái aðgang að verknámi sem það vilja. Komið hefur fram að mun færri komast að en vilja í slíkt nám, en ráðherra segir hugsanlegt að ekki verði hægt að bregðast við öllum sem vilja komast að. Greint var frá því í fréttum í gær að um fimmtungur þeirra sem sækja um verknám á framhaldsskólastigi á Íslandi fái ekki skólavist. Í Tækniskólanum var um þriðjungi umsækjenda hafnað í vor. Þessi tölfræði er sögð stinga í stúf við það markmið stjórnvalda að fjölga verknámsnemum en ráðherra skólamála segir málið nú til skoðunar hjá starfshópi. „Við erum að bíða eftir því að fá nákvæma sundurliðun á þessum hópi. Í hvaða greinar er þetta? Hver er ástæða þess að viðkomandi kemst ekki í nám? Er það fjármagn, húsnæðisskortur eða skortur á kennurum? Við reiknum með að fá þau gögn núna í næstu viku og í framhaldinu ætlum við okkur í aðgerðir til að bregðast við; bráðaaðgerðir og að vinna áfram að langtímaaðgerðum,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra í samtali við fréttastofu. Hann segir það ánægjulegt að þeim fjölgi sem vilja fara í verknám en að í annan stað sé það áskorun sem hann hyggist taka á við að tryggja öllum pláss. „Ég heiti því að við munum gera það sem við getum til að sem flestir geri það en það kann vel að vera að áskoranirnar sem búa að baki geri það að verkum að við getum ekki brugðist við öllum en við ætlum að gera það sem við getum til að grípa sem flesta,“ segir Ásmundur. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það áskorun að tryggja sem flestum nám á þessu sviði en segir gleðilegt að átak í verknámi beri ávöxt. „Það er greinilega núna búið að skila þeim árangri að eftirspurnin er orðin mjög mikil, eða fjöldi þeirra sem vilja fara í þetta nám er mjög mikill,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira
Greint var frá því í fréttum í gær að um fimmtungur þeirra sem sækja um verknám á framhaldsskólastigi á Íslandi fái ekki skólavist. Í Tækniskólanum var um þriðjungi umsækjenda hafnað í vor. Þessi tölfræði er sögð stinga í stúf við það markmið stjórnvalda að fjölga verknámsnemum en ráðherra skólamála segir málið nú til skoðunar hjá starfshópi. „Við erum að bíða eftir því að fá nákvæma sundurliðun á þessum hópi. Í hvaða greinar er þetta? Hver er ástæða þess að viðkomandi kemst ekki í nám? Er það fjármagn, húsnæðisskortur eða skortur á kennurum? Við reiknum með að fá þau gögn núna í næstu viku og í framhaldinu ætlum við okkur í aðgerðir til að bregðast við; bráðaaðgerðir og að vinna áfram að langtímaaðgerðum,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra í samtali við fréttastofu. Hann segir það ánægjulegt að þeim fjölgi sem vilja fara í verknám en að í annan stað sé það áskorun sem hann hyggist taka á við að tryggja öllum pláss. „Ég heiti því að við munum gera það sem við getum til að sem flestir geri það en það kann vel að vera að áskoranirnar sem búa að baki geri það að verkum að við getum ekki brugðist við öllum en við ætlum að gera það sem við getum til að grípa sem flesta,“ segir Ásmundur. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það áskorun að tryggja sem flestum nám á þessu sviði en segir gleðilegt að átak í verknámi beri ávöxt. „Það er greinilega núna búið að skila þeim árangri að eftirspurnin er orðin mjög mikil, eða fjöldi þeirra sem vilja fara í þetta nám er mjög mikill,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira