Bröndby fær hjálp lögreglu eftir lætin og skemmdarverkin á Parken Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2022 12:31 Peb Biel og Hákon Arnar Haraldsson fagna einu þriggja marka Biel í 4-1 sigri FCK á Bröndby um helgina. Lars Ronbog/Getty Images Nágrannaliðin og erkifjendurnir FC Kaupmannahöfn og Bröndby mættust í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Líkt og svo oft áður sauð upp úr er Íslendinglið FCK tók á móti sínum fornu fjendum í Bröndby og vann öruggan 4-1 sigur. Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK og þá kom Ísak Bergmann Jóhannesson inn af bekknum. Stuðningsmenn gestaliðsins tóku ekkert sérstaklega vel í tap sinna manna og gerðu sitt besta til að rífa sætin á Parken úr stúkunni og henda þeim inn á völlinn. Ole Palmå, framkvæmdastjóri Bröndby, segir félagið nú vinna með lögreglunni í Kaupmannahöfn í von um að finna skemmdarvargana. „Þó við höfum verið mjög skýr í skilaboðum okkar til stuðningsmanna liðsins um að við vildum að þeir myndu styðja við bakið á liðinu þá eru alltaf nokkrir einstaklingar sem þurfa að skemma fyrir heildinni,“ sagði Palmå í viðtali á Bold.dk. Þá bað hann stuðningsmenn félagsins um að standa með því í baráttunni gegn ofbeldi og skemmdarverkum. Brondby lufter de gule trøje i fag #sldk #football pic.twitter.com/rf4kxK5tlq— Miki Mistrati (@MrMistrati) August 7, 2022 Ef marka má starfsmenn miðilsins TV3 þá var um meira en aðeins nokkur skemmd epli að ræða. Í spjalli um leikinn kemur fram að starfsmennirnir hafi einfaldlega ekki verið vissir um eigið öryggi er þeir horfðu á stuðningsmenn Bröndby láta öllum illum látum. Þá var minnst á myndband sem fer nú sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum en þar má sjá stuðningsmann Bröndby þvinga ungan stuðningsmann FC Kaupmannahafnar úr treyju liðsins er þeir voru staddir í lest á leið frá leiknum. @kennethemilp #tv3sport pic.twitter.com/wwjSpt0P0N— Søren Frederiksen (@sor_frederiksen) August 9, 2022 Það er spurning hvernig danska knattspyrnusambandið bregst við þessu en á síðustu leiktíð var stuðningsmönnum útiliðsins bannað að mæta er liðin mættust. Hvort slíkt bann sé á leiðinni eða þá algert áhorfendabann kemur að öllum líkindum í ljós á næstu dögum eða vikum. Liðin mætast næst í Bröndby þann 16. október. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Sjá meira
Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK og þá kom Ísak Bergmann Jóhannesson inn af bekknum. Stuðningsmenn gestaliðsins tóku ekkert sérstaklega vel í tap sinna manna og gerðu sitt besta til að rífa sætin á Parken úr stúkunni og henda þeim inn á völlinn. Ole Palmå, framkvæmdastjóri Bröndby, segir félagið nú vinna með lögreglunni í Kaupmannahöfn í von um að finna skemmdarvargana. „Þó við höfum verið mjög skýr í skilaboðum okkar til stuðningsmanna liðsins um að við vildum að þeir myndu styðja við bakið á liðinu þá eru alltaf nokkrir einstaklingar sem þurfa að skemma fyrir heildinni,“ sagði Palmå í viðtali á Bold.dk. Þá bað hann stuðningsmenn félagsins um að standa með því í baráttunni gegn ofbeldi og skemmdarverkum. Brondby lufter de gule trøje i fag #sldk #football pic.twitter.com/rf4kxK5tlq— Miki Mistrati (@MrMistrati) August 7, 2022 Ef marka má starfsmenn miðilsins TV3 þá var um meira en aðeins nokkur skemmd epli að ræða. Í spjalli um leikinn kemur fram að starfsmennirnir hafi einfaldlega ekki verið vissir um eigið öryggi er þeir horfðu á stuðningsmenn Bröndby láta öllum illum látum. Þá var minnst á myndband sem fer nú sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum en þar má sjá stuðningsmann Bröndby þvinga ungan stuðningsmann FC Kaupmannahafnar úr treyju liðsins er þeir voru staddir í lest á leið frá leiknum. @kennethemilp #tv3sport pic.twitter.com/wwjSpt0P0N— Søren Frederiksen (@sor_frederiksen) August 9, 2022 Það er spurning hvernig danska knattspyrnusambandið bregst við þessu en á síðustu leiktíð var stuðningsmönnum útiliðsins bannað að mæta er liðin mættust. Hvort slíkt bann sé á leiðinni eða þá algert áhorfendabann kemur að öllum líkindum í ljós á næstu dögum eða vikum. Liðin mætast næst í Bröndby þann 16. október.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Sjá meira