„Villandi framsetning og illa unnið“ Snorri Másson skrifar 9. ágúst 2022 22:59 Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir Alþýðusambandið ekki fallast á niðurstöður greinargerða sem unnar voru fyrir þjóðhagsráð, þar sem því var haldið fram að svigrúm til launahækkana væri lítið í haust. Vísir/Einar Forseti Alþýðusambandsins segir sannarlega svigrúm til launahækkana í haust en sérfræðingar og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru á öðru máli. Á almennum markaði losna kjarasamningar í nóvember og umræðan í aðdraganda viðræðna er tekin að þyngjast. Forsætisráðuneytið kynnti nýverið tvær greinargerðir sem unnar voru fyrir þjóðhagsráð, þar sem sérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að takmarkað svigrúm væri til launahækkana. Þetta segja þeir í ljósi stöðunnar í efnahagsmálum. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, segir þessar greinargerðir dæmi um villandi framsetningu og „illa unnar.“ Deilt um niðurstöður sérfræðinganna Í þjóðhagsráði sitja fulltrúar verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda. Þar sitja forseti ASÍ, formaður BSRB, BHM og KÍ auk formanns Samtaka atvinnulífsins. Þar að auki sitja fulltrúar ráðuneyta og sveitarfélaga í ráðinu. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði við RÚV í morgun að greinargerðir sérfræðinganna væru raunar einskis virði fyrir henni, enda hafi fulltrúi launafólks ekki komið að þeim. ASÍ (sem Efling er hluti af) er þó í þjóðhagsráði, en Sólveig Anna hefur ekki fengið aðgang að fundargerðum ráðsins. Það andar köldu á milli Sólveigar Önnu, formanns Eflingar, og Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi í október.Vísir/Vilhelm Drífa bendir á að þjóðhagsráð hafi ekki samið greinargerðirnar heldur fengið þær frá sérfræðingum. „Ég held að þessi ummæli [Sólveigar] séu byggð á ákveðnum misskilningi, að þetta sé einhver skýrsla sem þjóðhagsráð hefur lagt blessun sína yfir. Það er ekki þannig. Við höfum gert athugasemdir við þetta. Við erum ekki sammála þessum niðurstöðum. Okkur finnst þetta villandi framsetning og illa unnið,“ segir Drífa. Drífa segir sannarlega svigrúm til launahækkana og bendir því til stuðnings á að launahlutfall allra atvinnugreina nema ferðaþjónustunnar hafi lækkað. „Það segir okkur með skýrum hætti að hlutdeild vinnandi fólks í framleiðninni hefur farið minnkandi. Það er verkefni okkar að sækja það." Staðan snúin í efnahagslífinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að tveir sérfræðingar, Katrín Ólafsdóttir og Arnór Sighvatsson, hafi verið fengnir til að draga upp stöðuna í efnahagsmálum fyrir þjóðhagsráð. „Ég held að enginn geti neitað því að sú staða er snúin nú eftir heimsfaraldur þar sem við höfum staðið frammi fyrir gríðarlegum efnahagslegum áskorunum. En ekki síður nú þegar stríð geisar í Evrópu sem hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á allt okkar efnahagslega umhverfi,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ítrekar að það sé aðila vinnumarkaðarins að semja: „En það er alveg ljóst að svigrúmið er minna heldur en það hefur oft áður verið,“ segir Guðmundur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir: „Það sem ég er að upplifa er ósamstæður vinnumarkaður þar sem við erum með sundrað kerfi. Það talar hver fyrir sig og það næst engin sameiginleg niðurstaða um það hvert heildarsvigrúmið er. Ef við ætlum að fara þá leið að allir fái launahækkanir og ætli síðan að áskilja sér kaupmáttaraukningu ofan á það, þá liggur auðvitað fyrir að við værum að tala um svona 10-11% launahækkanir sem auðvitað gengur ekki,“ segir Bjarni. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ASÍ Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Forsætisráðuneytið kynnti nýverið tvær greinargerðir sem unnar voru fyrir þjóðhagsráð, þar sem sérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að takmarkað svigrúm væri til launahækkana. Þetta segja þeir í ljósi stöðunnar í efnahagsmálum. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, segir þessar greinargerðir dæmi um villandi framsetningu og „illa unnar.“ Deilt um niðurstöður sérfræðinganna Í þjóðhagsráði sitja fulltrúar verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda. Þar sitja forseti ASÍ, formaður BSRB, BHM og KÍ auk formanns Samtaka atvinnulífsins. Þar að auki sitja fulltrúar ráðuneyta og sveitarfélaga í ráðinu. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði við RÚV í morgun að greinargerðir sérfræðinganna væru raunar einskis virði fyrir henni, enda hafi fulltrúi launafólks ekki komið að þeim. ASÍ (sem Efling er hluti af) er þó í þjóðhagsráði, en Sólveig Anna hefur ekki fengið aðgang að fundargerðum ráðsins. Það andar köldu á milli Sólveigar Önnu, formanns Eflingar, og Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi í október.Vísir/Vilhelm Drífa bendir á að þjóðhagsráð hafi ekki samið greinargerðirnar heldur fengið þær frá sérfræðingum. „Ég held að þessi ummæli [Sólveigar] séu byggð á ákveðnum misskilningi, að þetta sé einhver skýrsla sem þjóðhagsráð hefur lagt blessun sína yfir. Það er ekki þannig. Við höfum gert athugasemdir við þetta. Við erum ekki sammála þessum niðurstöðum. Okkur finnst þetta villandi framsetning og illa unnið,“ segir Drífa. Drífa segir sannarlega svigrúm til launahækkana og bendir því til stuðnings á að launahlutfall allra atvinnugreina nema ferðaþjónustunnar hafi lækkað. „Það segir okkur með skýrum hætti að hlutdeild vinnandi fólks í framleiðninni hefur farið minnkandi. Það er verkefni okkar að sækja það." Staðan snúin í efnahagslífinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að tveir sérfræðingar, Katrín Ólafsdóttir og Arnór Sighvatsson, hafi verið fengnir til að draga upp stöðuna í efnahagsmálum fyrir þjóðhagsráð. „Ég held að enginn geti neitað því að sú staða er snúin nú eftir heimsfaraldur þar sem við höfum staðið frammi fyrir gríðarlegum efnahagslegum áskorunum. En ekki síður nú þegar stríð geisar í Evrópu sem hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á allt okkar efnahagslega umhverfi,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ítrekar að það sé aðila vinnumarkaðarins að semja: „En það er alveg ljóst að svigrúmið er minna heldur en það hefur oft áður verið,“ segir Guðmundur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir: „Það sem ég er að upplifa er ósamstæður vinnumarkaður þar sem við erum með sundrað kerfi. Það talar hver fyrir sig og það næst engin sameiginleg niðurstaða um það hvert heildarsvigrúmið er. Ef við ætlum að fara þá leið að allir fái launahækkanir og ætli síðan að áskilja sér kaupmáttaraukningu ofan á það, þá liggur auðvitað fyrir að við værum að tala um svona 10-11% launahækkanir sem auðvitað gengur ekki,“ segir Bjarni.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ASÍ Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira