„Villandi framsetning og illa unnið“ Snorri Másson skrifar 9. ágúst 2022 22:59 Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir Alþýðusambandið ekki fallast á niðurstöður greinargerða sem unnar voru fyrir þjóðhagsráð, þar sem því var haldið fram að svigrúm til launahækkana væri lítið í haust. Vísir/Einar Forseti Alþýðusambandsins segir sannarlega svigrúm til launahækkana í haust en sérfræðingar og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru á öðru máli. Á almennum markaði losna kjarasamningar í nóvember og umræðan í aðdraganda viðræðna er tekin að þyngjast. Forsætisráðuneytið kynnti nýverið tvær greinargerðir sem unnar voru fyrir þjóðhagsráð, þar sem sérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að takmarkað svigrúm væri til launahækkana. Þetta segja þeir í ljósi stöðunnar í efnahagsmálum. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, segir þessar greinargerðir dæmi um villandi framsetningu og „illa unnar.“ Deilt um niðurstöður sérfræðinganna Í þjóðhagsráði sitja fulltrúar verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda. Þar sitja forseti ASÍ, formaður BSRB, BHM og KÍ auk formanns Samtaka atvinnulífsins. Þar að auki sitja fulltrúar ráðuneyta og sveitarfélaga í ráðinu. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði við RÚV í morgun að greinargerðir sérfræðinganna væru raunar einskis virði fyrir henni, enda hafi fulltrúi launafólks ekki komið að þeim. ASÍ (sem Efling er hluti af) er þó í þjóðhagsráði, en Sólveig Anna hefur ekki fengið aðgang að fundargerðum ráðsins. Það andar köldu á milli Sólveigar Önnu, formanns Eflingar, og Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi í október.Vísir/Vilhelm Drífa bendir á að þjóðhagsráð hafi ekki samið greinargerðirnar heldur fengið þær frá sérfræðingum. „Ég held að þessi ummæli [Sólveigar] séu byggð á ákveðnum misskilningi, að þetta sé einhver skýrsla sem þjóðhagsráð hefur lagt blessun sína yfir. Það er ekki þannig. Við höfum gert athugasemdir við þetta. Við erum ekki sammála þessum niðurstöðum. Okkur finnst þetta villandi framsetning og illa unnið,“ segir Drífa. Drífa segir sannarlega svigrúm til launahækkana og bendir því til stuðnings á að launahlutfall allra atvinnugreina nema ferðaþjónustunnar hafi lækkað. „Það segir okkur með skýrum hætti að hlutdeild vinnandi fólks í framleiðninni hefur farið minnkandi. Það er verkefni okkar að sækja það." Staðan snúin í efnahagslífinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að tveir sérfræðingar, Katrín Ólafsdóttir og Arnór Sighvatsson, hafi verið fengnir til að draga upp stöðuna í efnahagsmálum fyrir þjóðhagsráð. „Ég held að enginn geti neitað því að sú staða er snúin nú eftir heimsfaraldur þar sem við höfum staðið frammi fyrir gríðarlegum efnahagslegum áskorunum. En ekki síður nú þegar stríð geisar í Evrópu sem hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á allt okkar efnahagslega umhverfi,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ítrekar að það sé aðila vinnumarkaðarins að semja: „En það er alveg ljóst að svigrúmið er minna heldur en það hefur oft áður verið,“ segir Guðmundur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir: „Það sem ég er að upplifa er ósamstæður vinnumarkaður þar sem við erum með sundrað kerfi. Það talar hver fyrir sig og það næst engin sameiginleg niðurstaða um það hvert heildarsvigrúmið er. Ef við ætlum að fara þá leið að allir fái launahækkanir og ætli síðan að áskilja sér kaupmáttaraukningu ofan á það, þá liggur auðvitað fyrir að við værum að tala um svona 10-11% launahækkanir sem auðvitað gengur ekki,“ segir Bjarni. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ASÍ Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Forsætisráðuneytið kynnti nýverið tvær greinargerðir sem unnar voru fyrir þjóðhagsráð, þar sem sérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að takmarkað svigrúm væri til launahækkana. Þetta segja þeir í ljósi stöðunnar í efnahagsmálum. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, segir þessar greinargerðir dæmi um villandi framsetningu og „illa unnar.“ Deilt um niðurstöður sérfræðinganna Í þjóðhagsráði sitja fulltrúar verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda. Þar sitja forseti ASÍ, formaður BSRB, BHM og KÍ auk formanns Samtaka atvinnulífsins. Þar að auki sitja fulltrúar ráðuneyta og sveitarfélaga í ráðinu. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði við RÚV í morgun að greinargerðir sérfræðinganna væru raunar einskis virði fyrir henni, enda hafi fulltrúi launafólks ekki komið að þeim. ASÍ (sem Efling er hluti af) er þó í þjóðhagsráði, en Sólveig Anna hefur ekki fengið aðgang að fundargerðum ráðsins. Það andar köldu á milli Sólveigar Önnu, formanns Eflingar, og Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi í október.Vísir/Vilhelm Drífa bendir á að þjóðhagsráð hafi ekki samið greinargerðirnar heldur fengið þær frá sérfræðingum. „Ég held að þessi ummæli [Sólveigar] séu byggð á ákveðnum misskilningi, að þetta sé einhver skýrsla sem þjóðhagsráð hefur lagt blessun sína yfir. Það er ekki þannig. Við höfum gert athugasemdir við þetta. Við erum ekki sammála þessum niðurstöðum. Okkur finnst þetta villandi framsetning og illa unnið,“ segir Drífa. Drífa segir sannarlega svigrúm til launahækkana og bendir því til stuðnings á að launahlutfall allra atvinnugreina nema ferðaþjónustunnar hafi lækkað. „Það segir okkur með skýrum hætti að hlutdeild vinnandi fólks í framleiðninni hefur farið minnkandi. Það er verkefni okkar að sækja það." Staðan snúin í efnahagslífinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að tveir sérfræðingar, Katrín Ólafsdóttir og Arnór Sighvatsson, hafi verið fengnir til að draga upp stöðuna í efnahagsmálum fyrir þjóðhagsráð. „Ég held að enginn geti neitað því að sú staða er snúin nú eftir heimsfaraldur þar sem við höfum staðið frammi fyrir gríðarlegum efnahagslegum áskorunum. En ekki síður nú þegar stríð geisar í Evrópu sem hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á allt okkar efnahagslega umhverfi,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ítrekar að það sé aðila vinnumarkaðarins að semja: „En það er alveg ljóst að svigrúmið er minna heldur en það hefur oft áður verið,“ segir Guðmundur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir: „Það sem ég er að upplifa er ósamstæður vinnumarkaður þar sem við erum með sundrað kerfi. Það talar hver fyrir sig og það næst engin sameiginleg niðurstaða um það hvert heildarsvigrúmið er. Ef við ætlum að fara þá leið að allir fái launahækkanir og ætli síðan að áskilja sér kaupmáttaraukningu ofan á það, þá liggur auðvitað fyrir að við værum að tala um svona 10-11% launahækkanir sem auðvitað gengur ekki,“ segir Bjarni.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ASÍ Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira