Heldur á vit ævintýranna á Ítalíu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2022 12:30 Linda Jóhannsdóttir er eigandi Pastel paper en stendur fyrir myndlistarsýningunni Ástarljóð sem opnar í dag. Aldís Pálsdóttir Listakonan Linda Jóhannsdóttir hefur komið víða að í hinum skapandi heimi og er á leið til Flórens í framhaldsnám í listum. Hún stendur fyrir sýningunni Ástarljóð sem opnar í dag klukkan 17:00 í Gallerí Sólveig Hólm. Linda hefur aðallega unnið list sína á pappír og er eigandi og hönnuður merkisins Pastelpaper en á þessari sýningu sýnir hún í fyrsta skipti stór abstrakt verk á stiga. Innri þörf til að skapa „Innblásturinn kemur alls staðar frá. Ég elska að labba um í gömlum hverfum bæði hérna heima og erlendis og skoða litasamsetningar á húsum og umhverfum, form og áferðir. Svo er klárlega ákveðin innri þörf til að skapa sem ýtir manni áfram. Það er eiginlega ekki hægt að sleppa því, þessi sýning til dæmis tróð sér að vissu leyti fram þegar ég ætlaði að vera gera annað, en þörfin fyrir það að mála var sterkari,“ segir Linda í samtali við blaðamann. View this post on Instagram A post shared by Linda Jóhannsdóttir (@linda_johannsdottir) Sýningin markar tímamót í lífi Lindu. „Hún er ákveðið uppgjör, hvert verk er partur í ástarljóði sem verður að sýningu. Sýningin er ákveðið bless í bili og góður punktur áður en við höldum á vit ævintýranna á Ítalíu og lærum eitthvað nýtt.“ View this post on Instagram A post shared by PASTELPAPER (@pastelpaper_insta) Spjall í heita pottinum leiddi til ákvörðunarinnar Linda ákvað að leita að skóla úti þar sem hana hefur alla ævi langað að búa á Ítalíu ásamt því að langa í framhaldsnám í listum. „Ég fann skóla og eftir langt spjall í heita pottinum í sumarbústaðnum með manninum mínum ákvað ég að sækja um og sjá svo til hvort ég kæmist inn.“ Hún komst inn og gott betur þar sem hún fékk 50% námsstyrk frá skólanum. Hún segir inntökuferlið hafa snúist um möppu, ferilskrá og viðtöl. „Það var því ekki aftur snúið og flytjum við fjölskyldan til Ítalíu í lok mánaðarins. Sýning er því til að kveðja í bili, er sölusýning og mun salan á verkum fara upp í skólagjöldin mín.“ Mun hún deila ævintýrunum á Instagram reikningi sínum sem hún segir helgaðan listinni. View this post on Instagram A post shared by Linda Jóhannsdóttir (@linda_johannsdottir) „Opnunin er í dag frá klukkan 17:00 til 20:00 í Gallerí Sólveig Hólm, Faxafeni 10 og eru allir velkomnir en það verða léttar veitingar og gleði,“ segir Linda að lokum. Sýningin er opin fram á næsta sunnudag. Myndlist Menning Ítalía Íslendingar erlendis Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Innri þörf til að skapa „Innblásturinn kemur alls staðar frá. Ég elska að labba um í gömlum hverfum bæði hérna heima og erlendis og skoða litasamsetningar á húsum og umhverfum, form og áferðir. Svo er klárlega ákveðin innri þörf til að skapa sem ýtir manni áfram. Það er eiginlega ekki hægt að sleppa því, þessi sýning til dæmis tróð sér að vissu leyti fram þegar ég ætlaði að vera gera annað, en þörfin fyrir það að mála var sterkari,“ segir Linda í samtali við blaðamann. View this post on Instagram A post shared by Linda Jóhannsdóttir (@linda_johannsdottir) Sýningin markar tímamót í lífi Lindu. „Hún er ákveðið uppgjör, hvert verk er partur í ástarljóði sem verður að sýningu. Sýningin er ákveðið bless í bili og góður punktur áður en við höldum á vit ævintýranna á Ítalíu og lærum eitthvað nýtt.“ View this post on Instagram A post shared by PASTELPAPER (@pastelpaper_insta) Spjall í heita pottinum leiddi til ákvörðunarinnar Linda ákvað að leita að skóla úti þar sem hana hefur alla ævi langað að búa á Ítalíu ásamt því að langa í framhaldsnám í listum. „Ég fann skóla og eftir langt spjall í heita pottinum í sumarbústaðnum með manninum mínum ákvað ég að sækja um og sjá svo til hvort ég kæmist inn.“ Hún komst inn og gott betur þar sem hún fékk 50% námsstyrk frá skólanum. Hún segir inntökuferlið hafa snúist um möppu, ferilskrá og viðtöl. „Það var því ekki aftur snúið og flytjum við fjölskyldan til Ítalíu í lok mánaðarins. Sýning er því til að kveðja í bili, er sölusýning og mun salan á verkum fara upp í skólagjöldin mín.“ Mun hún deila ævintýrunum á Instagram reikningi sínum sem hún segir helgaðan listinni. View this post on Instagram A post shared by Linda Jóhannsdóttir (@linda_johannsdottir) „Opnunin er í dag frá klukkan 17:00 til 20:00 í Gallerí Sólveig Hólm, Faxafeni 10 og eru allir velkomnir en það verða léttar veitingar og gleði,“ segir Linda að lokum. Sýningin er opin fram á næsta sunnudag.
Myndlist Menning Ítalía Íslendingar erlendis Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira