Umboðsmaður vill skýringar á barnabanni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. ágúst 2022 13:57 Eldgosið er bannað börnum yngri en tólf ára. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum vegna ákvörðunar hans um að takmarka aðgengi barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum. Þetta kemur fram á vef Umboðsmanns Alþingis þar sem vakin er athygli á bréfi sem embættið sendi til lögreglustjórans á Suðurnesjum. Lögreglustjórinn tók þá ákvörðun í vikunni að foreldrum með börn yngri en tólf ára yrði snúið frá leið A upp að gosstöðvunum, gosstöðvarnar eru því bannaðar börnum yngri en tólf ára. Hefur verið vísað til þess að gönguleiðin sé erfið, auk þess em að börn hafi minna þol gagnvart loftmengun á svæðinu. Í bréfinu óskar umboðsmaður eftir því að fá svör við og nánari skýringar á eftirfarandi atriðum: Óskað er upplýsinga um hvort og þá hvenær þessi ákvörðun lögreglustjóra hafi tekið gildi og hvort henni hafi verið markaður sérstakur gildistími. Þess er óskað að lögreglustjóri skýri nánar á hvaða lagagrundvelli umrædd ákvörðun er reist og veiti jafnframt upplýsingar um það hvaða gögn, upplýsingar eða röksemdir hafi legið til grundvallar því mati lögreglustjóra að takmarka aðgengi barna yngri en 12 ára að svæðinu. Hvort og þá með hvaða hætti lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi kynnt almenningi ákvörðun sína eða hyggist gera slíkt. Hefur lögreglustjóri einnar viku frest til að svara spurningum umboðsmanns. Skiptar skoðanir Nokkur gagnrýni hefur komið fram á ákvörðun lögreglustjóra, ekki síst á samfélagsmiðlum. Einhverjir benda á að treysta eigi foreldrum til þess að búa sig og börnin sín vel, í stað þess að leggja blátt bann við ferðum barna að gosinu. Aðrir benda á að mörgum börnum sé betur treystandi en fullorðnu fólki til að leggja í gönguna að gosinu á meðan sumir leggja hreinlega til að mótmæla ákvörðuninni með barnagöngu að gosinu. Yfirmaður hjá Landsbjörg segir ákvörðunina létta störf björgunaraðila á svæðinu. Landsbjörg styðji ákvörðunina heilshugar. „Það má alveg rökræða það hvort að aldursmörkin eigi að vera tólf ára eða tveggja ára. Það er bara ljóst að einhvers staðar þarf að draga línuna,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, í samtali við fréttastofu í vikunni. Réttindi barna Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Lögreglan Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Umboðsmanns Alþingis þar sem vakin er athygli á bréfi sem embættið sendi til lögreglustjórans á Suðurnesjum. Lögreglustjórinn tók þá ákvörðun í vikunni að foreldrum með börn yngri en tólf ára yrði snúið frá leið A upp að gosstöðvunum, gosstöðvarnar eru því bannaðar börnum yngri en tólf ára. Hefur verið vísað til þess að gönguleiðin sé erfið, auk þess em að börn hafi minna þol gagnvart loftmengun á svæðinu. Í bréfinu óskar umboðsmaður eftir því að fá svör við og nánari skýringar á eftirfarandi atriðum: Óskað er upplýsinga um hvort og þá hvenær þessi ákvörðun lögreglustjóra hafi tekið gildi og hvort henni hafi verið markaður sérstakur gildistími. Þess er óskað að lögreglustjóri skýri nánar á hvaða lagagrundvelli umrædd ákvörðun er reist og veiti jafnframt upplýsingar um það hvaða gögn, upplýsingar eða röksemdir hafi legið til grundvallar því mati lögreglustjóra að takmarka aðgengi barna yngri en 12 ára að svæðinu. Hvort og þá með hvaða hætti lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi kynnt almenningi ákvörðun sína eða hyggist gera slíkt. Hefur lögreglustjóri einnar viku frest til að svara spurningum umboðsmanns. Skiptar skoðanir Nokkur gagnrýni hefur komið fram á ákvörðun lögreglustjóra, ekki síst á samfélagsmiðlum. Einhverjir benda á að treysta eigi foreldrum til þess að búa sig og börnin sín vel, í stað þess að leggja blátt bann við ferðum barna að gosinu. Aðrir benda á að mörgum börnum sé betur treystandi en fullorðnu fólki til að leggja í gönguna að gosinu á meðan sumir leggja hreinlega til að mótmæla ákvörðuninni með barnagöngu að gosinu. Yfirmaður hjá Landsbjörg segir ákvörðunina létta störf björgunaraðila á svæðinu. Landsbjörg styðji ákvörðunina heilshugar. „Það má alveg rökræða það hvort að aldursmörkin eigi að vera tólf ára eða tveggja ára. Það er bara ljóst að einhvers staðar þarf að draga línuna,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, í samtali við fréttastofu í vikunni.
Réttindi barna Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Lögreglan Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira