Sóla um leikana: Eins og ég hafi valdið vinum mínum og fjölskyldu vonbrigðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2022 08:30 Sólveig Sigurðardóttir er hörð við sig sjálfa eftir heimsleikana um síðustu helgi en ætlar sér um leið að koma sterk til baka á næsta tímabili. Instagram/@solasigurdardottir Sólveig Sigurðardóttir fer ekkert í felur með það að hún valdið sjálfri sér vonbrigðum með frammistöðunni á heimsleikunum í CrossFit um síðustu helgi. Hún gerði frábærlega með því að tryggja sér sæti á sínum fyrstu heimsleikum en náði þar ekki alveg markmiðum sínum. Sólveig endaði í 34. sæti af 39 keppendum sem kláruðu síðustu grein fyrir niðurskurðinn. Sólveig fékk því ekki að keppa á lokadeginum. Þetta var í fyrsta sinn sem Sólveig komst inn á heimsleikana sem einstaklingur og leikarnir voru því mikil reynsla fyrir hana. „Ég hef velt því lengi fyrir mér hvað ég ætti að skrifa um síðustu helgi. Ég hafði ekki í rauninni áttað mig á því hvað ég á að segja eða hvort ég ætti yfir höfuð að skrifa eitthvað. Ég hef því ekki sagt neitt hingað til,“ skrifaði Sólveig Sigurðardóttir. „Það eru nokkur atriði sem ég hef lært að lifa með og tvö af þeim eru hreinskilni og varnarleysi. Ég vil ekki fela neitt af því að það er það sem ég býst við að öðrum og veit að það er það sem fólk á skilið frá mér,“ skrifaði Sólveig. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) „Flestir segja að það sé frábært að komast inn á heimsleikana og ég ætti að vera ánægð með því að vera ein af þeim fjörutíu bestu í heimi. Þannig líður mér þó ekki núna,“ skrifaði Sólveig. „Mér finnst eins og ég hafi ekki náð mínum markmiðum. Það er staðreynd málsins. Það er erfitt að finna orðin þegar þú stendur þig ekki,“ skrifaði Sólveig en hélt áfram: „Vandræðaleg, pirruð og jafnvel svolítið döpur,“ skrifaði Sólveig. „Mér finnst eins og ég hafi valdið vinum mínum og fjölskyldu vonbrigðum sem komu alla leið hingað til að styðja við bakið á mér. Mér finnst að ég hafi valdið þeim vonbrigðum sem voru að fylgjast með ferðalagi mínu,“ skrifaði Sólveig. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er sviðsmynd sem ég hef búið til í huga mínum og að þetta sé ekki í rauninni ekki svona. Ég hef bara þurft tíma til að ná vopnum mínum,“ skrifaði Sólveig. „Eftir að hafa losað mig við alltaf þetta neikvæða núna og tekið mér tíma í að jafna mig þá ætla ég að koma sterk til baka og ég mun sjá ykkur öll á heimsleikunum á næsta ári,“ skrifaði Sólveig. CrossFit Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
Sólveig endaði í 34. sæti af 39 keppendum sem kláruðu síðustu grein fyrir niðurskurðinn. Sólveig fékk því ekki að keppa á lokadeginum. Þetta var í fyrsta sinn sem Sólveig komst inn á heimsleikana sem einstaklingur og leikarnir voru því mikil reynsla fyrir hana. „Ég hef velt því lengi fyrir mér hvað ég ætti að skrifa um síðustu helgi. Ég hafði ekki í rauninni áttað mig á því hvað ég á að segja eða hvort ég ætti yfir höfuð að skrifa eitthvað. Ég hef því ekki sagt neitt hingað til,“ skrifaði Sólveig Sigurðardóttir. „Það eru nokkur atriði sem ég hef lært að lifa með og tvö af þeim eru hreinskilni og varnarleysi. Ég vil ekki fela neitt af því að það er það sem ég býst við að öðrum og veit að það er það sem fólk á skilið frá mér,“ skrifaði Sólveig. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) „Flestir segja að það sé frábært að komast inn á heimsleikana og ég ætti að vera ánægð með því að vera ein af þeim fjörutíu bestu í heimi. Þannig líður mér þó ekki núna,“ skrifaði Sólveig. „Mér finnst eins og ég hafi ekki náð mínum markmiðum. Það er staðreynd málsins. Það er erfitt að finna orðin þegar þú stendur þig ekki,“ skrifaði Sólveig en hélt áfram: „Vandræðaleg, pirruð og jafnvel svolítið döpur,“ skrifaði Sólveig. „Mér finnst eins og ég hafi valdið vinum mínum og fjölskyldu vonbrigðum sem komu alla leið hingað til að styðja við bakið á mér. Mér finnst að ég hafi valdið þeim vonbrigðum sem voru að fylgjast með ferðalagi mínu,“ skrifaði Sólveig. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er sviðsmynd sem ég hef búið til í huga mínum og að þetta sé ekki í rauninni ekki svona. Ég hef bara þurft tíma til að ná vopnum mínum,“ skrifaði Sólveig. „Eftir að hafa losað mig við alltaf þetta neikvæða núna og tekið mér tíma í að jafna mig þá ætla ég að koma sterk til baka og ég mun sjá ykkur öll á heimsleikunum á næsta ári,“ skrifaði Sólveig.
CrossFit Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira