Knattspyrnukona úr Aftureldingu komst á samning í fjölbragðaglímu WWE Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2022 09:01 Jade Gentile fagnar því að hafa fengið samning hjá WWE. Skjámynd/@WWERecruit Bandaríska knattspyrnukonan Jade Gentile skiptir úr Bestu deildar liði Aftureldingu yfir í fjölbragðaglímu hjá WWE samtökunum. WWE eða World Wrestling Entertainment kallaði saman fimmtíu íþróttamenn til Nashville í Tennessee þar sem þau fengu tækifæri til að vinna hug og hjörtu stjórnanda WWW og komast á samning. View this post on Instagram A post shared by Jade Gentile (@jade_gentile) Meðal þeirra sem reyndu fyrir sér en fengu ekki samning var NBA stjarnan Dwight Howard. Howard er fyrrum leikmaður Orlando Magic og Los Angeles Lakers en hann hefur enn ekki fundið sér lið fyrir næstu leiktíð. Jade ákvað líka að reyna fyrir sér og fékk frábærar fréttir í vikunni. Jade var nefnilega af ein af þeim fjórtán sem var boðinn samningur og fær nú tækifæri til að verða fjölbragðaglímustjarna hjá WWE. Hér fyrir neðan má sjá þegar þessi fjórtán fengu að vita af því að þau kæmust á samning. 14 people had their lives changed forever as they were offered a @WWE contract following the #SummerSlam Tryouts in Nashville. pic.twitter.com/HL7fcYg0O1— WWE Recruit (@WWERecruit) August 10, 2022 Paul 'Triple H' Levesque tilkynnti þarna hverjum og einum að þau fengju samning og það er óhætt að segja að tilfinningarnar hafi flætt fram hjá þeim flestum. WWE setur þetta upp sem gullið tækifæri fyrir hvert þeirra að verða að stórstjörnu en fjölbragðaglíman er mjög vinsæl í Bandaríkjunum. Standi Jade sig vel og komst í þennan stjörnuhóp ætti hún að geta haft mikið upp úr því að keppa á vegum WWE. Jade Gentile endaði tíma sinn hjá Aftureldingu með því að skora eftirminnilegt sigurmark á Selfossi rétt fyrir EM-frí þegar hún skoraði með laglegu skoti utan af kanti. Þetta var eina mark hennar í Bestu deildinni í sumar. View this post on Instagram A post shared by Jade Gentile (@jade_gentile) Jade hafði hjálpað Mosfellingum að vinna sér sæti í Bestu deildinni með því að skora 4 mörk í 18 leikjum í Lengjudeild kvenna í fyrrasumar. Jade, sem er 24 ára gömul, lék með West Virginia University í bandaríska háskólafótboltanum en útskrifaðist 2020. WWE er náttúrulega meiri sýning en keppni en bardagarnir eru búnir til fyrir fram og áhersla lögð á sýndarmennsku og mikil tilþrif sem halda athygli áhorfandans. Hér fyrir neðan má sjá tvö stutt brot úr keppni kvenna í WWE. View this post on Instagram A post shared by WWE (@wwe) View this post on Instagram A post shared by WWE (@wwe) Besta deild kvenna Afturelding Fjölbragðaglíma Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
WWE eða World Wrestling Entertainment kallaði saman fimmtíu íþróttamenn til Nashville í Tennessee þar sem þau fengu tækifæri til að vinna hug og hjörtu stjórnanda WWW og komast á samning. View this post on Instagram A post shared by Jade Gentile (@jade_gentile) Meðal þeirra sem reyndu fyrir sér en fengu ekki samning var NBA stjarnan Dwight Howard. Howard er fyrrum leikmaður Orlando Magic og Los Angeles Lakers en hann hefur enn ekki fundið sér lið fyrir næstu leiktíð. Jade ákvað líka að reyna fyrir sér og fékk frábærar fréttir í vikunni. Jade var nefnilega af ein af þeim fjórtán sem var boðinn samningur og fær nú tækifæri til að verða fjölbragðaglímustjarna hjá WWE. Hér fyrir neðan má sjá þegar þessi fjórtán fengu að vita af því að þau kæmust á samning. 14 people had their lives changed forever as they were offered a @WWE contract following the #SummerSlam Tryouts in Nashville. pic.twitter.com/HL7fcYg0O1— WWE Recruit (@WWERecruit) August 10, 2022 Paul 'Triple H' Levesque tilkynnti þarna hverjum og einum að þau fengju samning og það er óhætt að segja að tilfinningarnar hafi flætt fram hjá þeim flestum. WWE setur þetta upp sem gullið tækifæri fyrir hvert þeirra að verða að stórstjörnu en fjölbragðaglíman er mjög vinsæl í Bandaríkjunum. Standi Jade sig vel og komst í þennan stjörnuhóp ætti hún að geta haft mikið upp úr því að keppa á vegum WWE. Jade Gentile endaði tíma sinn hjá Aftureldingu með því að skora eftirminnilegt sigurmark á Selfossi rétt fyrir EM-frí þegar hún skoraði með laglegu skoti utan af kanti. Þetta var eina mark hennar í Bestu deildinni í sumar. View this post on Instagram A post shared by Jade Gentile (@jade_gentile) Jade hafði hjálpað Mosfellingum að vinna sér sæti í Bestu deildinni með því að skora 4 mörk í 18 leikjum í Lengjudeild kvenna í fyrrasumar. Jade, sem er 24 ára gömul, lék með West Virginia University í bandaríska háskólafótboltanum en útskrifaðist 2020. WWE er náttúrulega meiri sýning en keppni en bardagarnir eru búnir til fyrir fram og áhersla lögð á sýndarmennsku og mikil tilþrif sem halda athygli áhorfandans. Hér fyrir neðan má sjá tvö stutt brot úr keppni kvenna í WWE. View this post on Instagram A post shared by WWE (@wwe) View this post on Instagram A post shared by WWE (@wwe)
Besta deild kvenna Afturelding Fjölbragðaglíma Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira