Treyja Jordan til sölu á 700 milljónir Atli Arason skrifar 13. ágúst 2022 11:30 Michael Jordan í leik eitt gegn Utah Jazz árið 1998. Getty Images Chicago Bulls keppnistreyja sem Michael Jordan klæddist í úrslitum NBA árið 1998 er á leið á uppboð en markaðsvirði hennar gæti náð allt að 5 milljónum Bandaríkjadala eða tæpum 700 milljónum íslenskra króna. Jordan var í þessari treyju í fyrsta leik úrslitaeinvígisins gegn Utah Jazz, leik sem Bulls tapaði með þremur stigum, 88-85, þrátt fyrir 33 stig frá Jordan. Bulls átti síðar eftir að vinna einvígið og verða meistari en Michael Jordan var valinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar þetta tímabil. Þetta er aðeins í annað skipti sem almenningur fær tækifæri til að bjóða í keppnistreyju sem Jordan klæddist í úrslitum en þetta er fyrsta rauða treyjan sem fer á uppboð. Treyjan er talin vera ein sú verðmætasta sem til er úr safni Jordan. Treyjan er vel þekkt úr The Last Dance heimildaþáttaröðinni um Jordan á Netflix streymisveitunni, sérstaklega í 10. þætti. Það er Sotheby's sem mun sjá um uppboðið á treyjunni. „Úrslitaeinvígis keppnistreyjur frá Jordan eru sjaldgjæfar. Rauði liturinn er sá litur sem fólk hugsar um þegar þau hugsa um Michael Jordan og þetta er eina rauða treyjan úr úrslitaeinvígi sem kemur á uppboð,“ sagði Brahm Wachter, yfirmaður safngripa hjá Sotheby's, við New York Post. Í október 2021 seldust skór sem Jordan notaði á fyrsta tímabili sínu í NBA á 1,47 milljónir Bandaríkjadala sem gerðu þá að dýrstu skóm í heimi. Treyja sem Diego Maradonna klæddist á HM 1986 þegar hann skoraði mark með "hendi guðs" seldist á 9,28 milljónir Bandaríkjadali á dögunum, hæsta upphæð sem greidd hefur verið fyrir keppnistreyju. Áhugasamir geta lagt inn tilboð á uppboðinu í gegnum heimasíðu Sotheby's en uppboðið hefst þann 6. september. Ahead of the 25th anniversary of the '97-98 #NBA season, one of the most significant items from #MichaelJordan’s career and final year with the Chicago Bulls is headed to auction this fall: Jordan’s iconic 1998 NBA Finals Game 1 jerseyBidding opens 6 September pic.twitter.com/y30rQ6UDoa— Sotheby's (@Sothebys) August 10, 2022 NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Jordan var í þessari treyju í fyrsta leik úrslitaeinvígisins gegn Utah Jazz, leik sem Bulls tapaði með þremur stigum, 88-85, þrátt fyrir 33 stig frá Jordan. Bulls átti síðar eftir að vinna einvígið og verða meistari en Michael Jordan var valinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar þetta tímabil. Þetta er aðeins í annað skipti sem almenningur fær tækifæri til að bjóða í keppnistreyju sem Jordan klæddist í úrslitum en þetta er fyrsta rauða treyjan sem fer á uppboð. Treyjan er talin vera ein sú verðmætasta sem til er úr safni Jordan. Treyjan er vel þekkt úr The Last Dance heimildaþáttaröðinni um Jordan á Netflix streymisveitunni, sérstaklega í 10. þætti. Það er Sotheby's sem mun sjá um uppboðið á treyjunni. „Úrslitaeinvígis keppnistreyjur frá Jordan eru sjaldgjæfar. Rauði liturinn er sá litur sem fólk hugsar um þegar þau hugsa um Michael Jordan og þetta er eina rauða treyjan úr úrslitaeinvígi sem kemur á uppboð,“ sagði Brahm Wachter, yfirmaður safngripa hjá Sotheby's, við New York Post. Í október 2021 seldust skór sem Jordan notaði á fyrsta tímabili sínu í NBA á 1,47 milljónir Bandaríkjadala sem gerðu þá að dýrstu skóm í heimi. Treyja sem Diego Maradonna klæddist á HM 1986 þegar hann skoraði mark með "hendi guðs" seldist á 9,28 milljónir Bandaríkjadali á dögunum, hæsta upphæð sem greidd hefur verið fyrir keppnistreyju. Áhugasamir geta lagt inn tilboð á uppboðinu í gegnum heimasíðu Sotheby's en uppboðið hefst þann 6. september. Ahead of the 25th anniversary of the '97-98 #NBA season, one of the most significant items from #MichaelJordan’s career and final year with the Chicago Bulls is headed to auction this fall: Jordan’s iconic 1998 NBA Finals Game 1 jerseyBidding opens 6 September pic.twitter.com/y30rQ6UDoa— Sotheby's (@Sothebys) August 10, 2022
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira