Beittu armlás og tóku dróna svissnesks tökuliðs ófrjálsri hendi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. ágúst 2022 16:32 Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri Hvals. Vísir/Egill Lögreglan á Vesturlandi hefur endurheimt dróna svissnesks tökuliðs sem níu starfsmenn Hvals tóku ófrjálsri hendi þegar tökuliðið var að mynda hvalstöðina í Hvalfirði. Tökuliðið hefur nú gefið skýrslu hjá lögreglu en Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, hefur einnig kært atvikið. Frá þessu var greint á vef Morgunblaðsins í gær. Þar lýsti Kristján Loftsson því yfir að starfsmenn Hvals hafi tekið drónann, sem er frá Swiss National Broadcasting Corporation, eftir að dróninn hafði flogið í um 20 metra hæð yfir hvalstöðinni. „Samkvæmt lögum er það allt of nálægt, drónar eiga að vera í 150 metra fjarlægð frá athafnasvæðum nema leyfi liggi fyrir til að fara inn á svæðið,“ er haft eftir Kristjáni. Honum fannst því ekkert athugavert við gripdeild starfsmanna sinna. Kristján segist einnig hafa neitað því að veita mönnunum viðtal. „Þeir segjast svo koma hérna 6. ágúst og ég svaraði honum tveimur dögum síðar og sagðist ekki geta hitt hann á þessum tíma. Ef einhver sendir þér skeyti 2. ágúst, á þriðjudegi, og vill hitta þig á laugardegi er bara ekkert á vísan að róa með það og ég sagði honum það bara,“ sagði Kristján. Gripdeild ekki heimil Í samtali við fréttastofu staðfestir Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi, að málið hafi komið inn á borð lögreglu. Báðir aðilar hafi leitað til lögreglunnar en svissneski dróninn hefur nú verið endurheimtur af embættinu. Hann áréttar jafnframt að enginn geti „lagt hald“ á síma eða dróna, þó um möguleg persónuverndarbrot eða brot á reglugerðum um fjarstýrð loftför (dróna) sé að ræða. Aðeins sé hægt að kæra atvikið og hafa samband við lögreglu. Frá verkun Hvals. Starfsmenn hafa þurft að eiga við ýmis tökulið víða að úr heiminum sem vilja fylgjast með hvalveiðum.Egill Aðalsteinsson Ógnandi tilburðir Í viðtali Morgunblaðsins vísar Kristján Loftsson til Philippe Blancs, fréttamanns svissneska miðilsins sem veitti Morgunblaðinu viðtal í gær. Philippe segir teymið algjörlega hlutlaust og hafi ekki ætlað að draga upp dökka mynd af hvalveiðunum. Kristján hafi hins vegar logið til um það, hvenær veiðarnar væru. „Þegar við fórum þarna upp eftir sáum við að starfsemin var í fullum gangi, skip kemur þarna inn með hval,“ er haft eftir Philippe. „Þá koma þarna upp eftir til okkar níu starfsmenn Hvals og eru lítt við alþýðuskap, hafa í frammi ógnandi tilburði og hóta okkur. Einn þeirra beitti mig armlás svo ég fékk mig hvergi hrært,“ er haft eftir Philippe að auki. Eins og sagði er málið nú í rannsókn lögreglu. Hvalveiðar Hvalfjarðarsveit Fjölmiðlar Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Frá þessu var greint á vef Morgunblaðsins í gær. Þar lýsti Kristján Loftsson því yfir að starfsmenn Hvals hafi tekið drónann, sem er frá Swiss National Broadcasting Corporation, eftir að dróninn hafði flogið í um 20 metra hæð yfir hvalstöðinni. „Samkvæmt lögum er það allt of nálægt, drónar eiga að vera í 150 metra fjarlægð frá athafnasvæðum nema leyfi liggi fyrir til að fara inn á svæðið,“ er haft eftir Kristjáni. Honum fannst því ekkert athugavert við gripdeild starfsmanna sinna. Kristján segist einnig hafa neitað því að veita mönnunum viðtal. „Þeir segjast svo koma hérna 6. ágúst og ég svaraði honum tveimur dögum síðar og sagðist ekki geta hitt hann á þessum tíma. Ef einhver sendir þér skeyti 2. ágúst, á þriðjudegi, og vill hitta þig á laugardegi er bara ekkert á vísan að róa með það og ég sagði honum það bara,“ sagði Kristján. Gripdeild ekki heimil Í samtali við fréttastofu staðfestir Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi, að málið hafi komið inn á borð lögreglu. Báðir aðilar hafi leitað til lögreglunnar en svissneski dróninn hefur nú verið endurheimtur af embættinu. Hann áréttar jafnframt að enginn geti „lagt hald“ á síma eða dróna, þó um möguleg persónuverndarbrot eða brot á reglugerðum um fjarstýrð loftför (dróna) sé að ræða. Aðeins sé hægt að kæra atvikið og hafa samband við lögreglu. Frá verkun Hvals. Starfsmenn hafa þurft að eiga við ýmis tökulið víða að úr heiminum sem vilja fylgjast með hvalveiðum.Egill Aðalsteinsson Ógnandi tilburðir Í viðtali Morgunblaðsins vísar Kristján Loftsson til Philippe Blancs, fréttamanns svissneska miðilsins sem veitti Morgunblaðinu viðtal í gær. Philippe segir teymið algjörlega hlutlaust og hafi ekki ætlað að draga upp dökka mynd af hvalveiðunum. Kristján hafi hins vegar logið til um það, hvenær veiðarnar væru. „Þegar við fórum þarna upp eftir sáum við að starfsemin var í fullum gangi, skip kemur þarna inn með hval,“ er haft eftir Philippe. „Þá koma þarna upp eftir til okkar níu starfsmenn Hvals og eru lítt við alþýðuskap, hafa í frammi ógnandi tilburði og hóta okkur. Einn þeirra beitti mig armlás svo ég fékk mig hvergi hrært,“ er haft eftir Philippe að auki. Eins og sagði er málið nú í rannsókn lögreglu.
Hvalveiðar Hvalfjarðarsveit Fjölmiðlar Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira