Einn látinn og að minnsta kosti fjörutíu særðir eftir að tónleikasvið hrundi á Spáni Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2022 00:13 Veðurstofa Spánar hefur varað við sterkum og heitum vindhviðum sem ná allt að tuttugu metrum á sekúndu. EPA/Natxo Fernandes Einn lést og að minnsta kosti 40 særðust eftir að tónleikasvið hrundi vegna sterkra vindhviða á Medusa-tónlistarhátíðinni í Cullera-borg í Valensía-héraði á Spáni á laugardag. Að sögn lögreglu hrundi hluti stóra sviðs tónlistarhátíðarinnar auk annarra mannvirkja við innganginn að hátíðinni vegna sterkra vindhviða klukkan 4:18 um morguninn. Við hrunið hafi 22 ára maður orðið fyrir hluta sviðsins og látist við höggið. Að auki séu að minnsta kosti 40 særðir, þar af þrír sem séu alvarlega særðir, að sögn yfirvalda. Kröftugar og heitar vindhviður í austurhluta Spánar Að sögn skipuleggjenda Medusa-tónlistarhátíðarinnar voru um 50 þúsund manns á tónleikasvæðinu þegar atvikið átti sér stað og tók um 40 mínútur að tæma svæðið. Morguninn eftir greindu forsvarsmenn hátíðarinnar frá því að þeir hyggðust fresta hátíðinni vegna veðurs til að tryggja öryggi tónleikagesta, starfsmanna og tónlistarmanna en á hádegi, nokkrum tímum síðar, aflýstu þeir henni endanlega. Veðurstofa Valensía-héraðs greindi frá því að í austurhluta landsins hafi „heitar vindhviður“ náð meira en tuttugu metrum á sekúndu og falið í sér snarpar hitastigshækkanir. Í myndbandi frá Twitter hér fyrir neðan má sjá hve kröftugur vindurinn var á tónleikasvæðinu. Severe winds have caused the main stage to collapse at an EDM festival in Spain killing one and injuring at least 40.This is why weather delays are always to be taken seriously. Thoughts with the families involved. @medusa_festivalpic.twitter.com/Sh6d8PzJVo— Festive Owl (@TheFestiveOwl) August 13, 2022 Spánn Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Að sögn lögreglu hrundi hluti stóra sviðs tónlistarhátíðarinnar auk annarra mannvirkja við innganginn að hátíðinni vegna sterkra vindhviða klukkan 4:18 um morguninn. Við hrunið hafi 22 ára maður orðið fyrir hluta sviðsins og látist við höggið. Að auki séu að minnsta kosti 40 særðir, þar af þrír sem séu alvarlega særðir, að sögn yfirvalda. Kröftugar og heitar vindhviður í austurhluta Spánar Að sögn skipuleggjenda Medusa-tónlistarhátíðarinnar voru um 50 þúsund manns á tónleikasvæðinu þegar atvikið átti sér stað og tók um 40 mínútur að tæma svæðið. Morguninn eftir greindu forsvarsmenn hátíðarinnar frá því að þeir hyggðust fresta hátíðinni vegna veðurs til að tryggja öryggi tónleikagesta, starfsmanna og tónlistarmanna en á hádegi, nokkrum tímum síðar, aflýstu þeir henni endanlega. Veðurstofa Valensía-héraðs greindi frá því að í austurhluta landsins hafi „heitar vindhviður“ náð meira en tuttugu metrum á sekúndu og falið í sér snarpar hitastigshækkanir. Í myndbandi frá Twitter hér fyrir neðan má sjá hve kröftugur vindurinn var á tónleikasvæðinu. Severe winds have caused the main stage to collapse at an EDM festival in Spain killing one and injuring at least 40.This is why weather delays are always to be taken seriously. Thoughts with the families involved. @medusa_festivalpic.twitter.com/Sh6d8PzJVo— Festive Owl (@TheFestiveOwl) August 13, 2022
Spánn Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira