Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. ágúst 2022 12:39 Halldór Benjamín ásamt fráfarandi forseta ASÍ, Drífu Snædal við undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara. Halldór segir engum til hagsbóta að stjórn ASÍ sé í upplausn en segir lítið svigrúm til launahækkana. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. Síðan lífskjarasamningarnir voru undirritaðir hefur náðst góður árangur, í ljósi erfiðra aðstæðna. Þetta sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins á Sprengisandi í morgun. Hann segir einnig kaupmátt og þrótt atvinnulífsins meiri en spár gerðu ráð fyrir. Nýjustu vendingar innan verkalýðshreyfingarinnar segir hann ekki hafa komið á óvart, en í kjölfar mikilla átaka sagði Drífa Snædal af sér sem forseti Alþýðusambandsins. Orðræðuna innan verkalýðshreyfingarinnar segir hann ansi hvassa. Best að hafa sterkan mótaðila „Við erum einhvern veginn komin inn á efsta stig lýsingarorða og hæsta tón áður en fyrsti fundur um endurnýjun kjarasamninga fer fram. Það finnst mér vera nýnæmi, þetta er að færast fyrr en við höfum séð áður. Ég hefði talið líklegra til að leiða þessa flóknu samninga í jörð að byrja á lágstemmdari nótum en að bæta í þegar vetrinum líður fram.“ Hann bendir á að ASÍ hafi mikilvægu hlutverki að gegna við undirritun kjarasamninga. „Við þurfum að anda með nefinu og sjá hvernig rykið sest. Sjá hvernig eða hvort þau nái að lægja öldurnar innan Alþýðusambandsins vegna þess að þvert á það sem margir halda þá er það ekki hagur samtaka atvinnulífsins að allt sé í háalofti innan ASÍ. Þvert á móti er það best fyrir okkur að það sé sterkur og trúverðugur mótaðili í Alþýðusambandinu og þess vegna er ég mjög hugsi yfir þessari þróun sem birtist okkur á þessum síðustu dögum,“ segir Halldór. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum að neðan. Ekki feitt tilboð Kristján Kristjánsson, þáttastjórnandi Sprengisands, bendir á að Samtökin hafi lýst því yfir að besta niðurstaða kjarasamninga, frá sjónarhóli SA, séu hófstilltar launahækkanir þar sem fjögurra prósentu hækkun sé svigrúmið. Launbreytingar á tímabilinu yrðu einkum í formi launaskriðstrygginga um sameinaða launataxta. „Þetta er nú ekki feitt tilboð í augum þeirra sem fara fyrir róttækari armi?,“ spyr Kristján. Halldór Benjamín svaraði því til að hann myndi ekki kalla þetta tilboð. Hann segir að þegar horft sé á hagfræðilega hluta kjarasamninga þurfi að vera stærðir sem hægt sé að draga ályktanir af. „Við höfum áður verið í þessari stöðu. Það að gera kjarasamning í tíu prósenta verðbólgu er afskaplega erfitt, bæði fyrir atvinnurekendur og verkalýðsfélögin. Það eru fáir sigurvegarar í slíku umhverfi.“ sagði Halldór. Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Auglýsingaherferðir og stórar hugmyndir fyrir kjaraviðræður Bæði atvinnurekendur og leiðtogar stéttarfélaga eru svartsýnir fyrir komandi kjaraviðræður í haust. Á meðan smá stéttarfélög íhuga að ganga ekki sameinuð að samningaborðinu hefur Félag atvinnurekenda stungið upp á því að forstjórar stórfyrirtækja lækki laun sín. 12. ágúst 2022 19:01 Óttast að ofbeldismenning taki yfir verkalýðshreyfinguna Stjórn Bárunnar, stéttarfélags, hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hún fordæmir allar tegundir ofbeldis og tilburði til eineltis. Báran segir ömurlegt að fylgjast með forystumönnum innan verkalýðshreyfingarinnar fagna afsögn Drífu Snædal. 12. ágúst 2022 10:14 Formenn innan SGS harma aðstæður sem urðu til afsagnar Drífu Ellefu formenn aðildarsambanda innan Starfsgreinasamband Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir þakka Drífu Snædal, sem sagði af sér embætti formanns Alþýðusambands Íslands í gær, fyrir farsælt og gefandi samstarf. 11. ágúst 2022 16:26 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Síðan lífskjarasamningarnir voru undirritaðir hefur náðst góður árangur, í ljósi erfiðra aðstæðna. Þetta sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins á Sprengisandi í morgun. Hann segir einnig kaupmátt og þrótt atvinnulífsins meiri en spár gerðu ráð fyrir. Nýjustu vendingar innan verkalýðshreyfingarinnar segir hann ekki hafa komið á óvart, en í kjölfar mikilla átaka sagði Drífa Snædal af sér sem forseti Alþýðusambandsins. Orðræðuna innan verkalýðshreyfingarinnar segir hann ansi hvassa. Best að hafa sterkan mótaðila „Við erum einhvern veginn komin inn á efsta stig lýsingarorða og hæsta tón áður en fyrsti fundur um endurnýjun kjarasamninga fer fram. Það finnst mér vera nýnæmi, þetta er að færast fyrr en við höfum séð áður. Ég hefði talið líklegra til að leiða þessa flóknu samninga í jörð að byrja á lágstemmdari nótum en að bæta í þegar vetrinum líður fram.“ Hann bendir á að ASÍ hafi mikilvægu hlutverki að gegna við undirritun kjarasamninga. „Við þurfum að anda með nefinu og sjá hvernig rykið sest. Sjá hvernig eða hvort þau nái að lægja öldurnar innan Alþýðusambandsins vegna þess að þvert á það sem margir halda þá er það ekki hagur samtaka atvinnulífsins að allt sé í háalofti innan ASÍ. Þvert á móti er það best fyrir okkur að það sé sterkur og trúverðugur mótaðili í Alþýðusambandinu og þess vegna er ég mjög hugsi yfir þessari þróun sem birtist okkur á þessum síðustu dögum,“ segir Halldór. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum að neðan. Ekki feitt tilboð Kristján Kristjánsson, þáttastjórnandi Sprengisands, bendir á að Samtökin hafi lýst því yfir að besta niðurstaða kjarasamninga, frá sjónarhóli SA, séu hófstilltar launahækkanir þar sem fjögurra prósentu hækkun sé svigrúmið. Launbreytingar á tímabilinu yrðu einkum í formi launaskriðstrygginga um sameinaða launataxta. „Þetta er nú ekki feitt tilboð í augum þeirra sem fara fyrir róttækari armi?,“ spyr Kristján. Halldór Benjamín svaraði því til að hann myndi ekki kalla þetta tilboð. Hann segir að þegar horft sé á hagfræðilega hluta kjarasamninga þurfi að vera stærðir sem hægt sé að draga ályktanir af. „Við höfum áður verið í þessari stöðu. Það að gera kjarasamning í tíu prósenta verðbólgu er afskaplega erfitt, bæði fyrir atvinnurekendur og verkalýðsfélögin. Það eru fáir sigurvegarar í slíku umhverfi.“ sagði Halldór.
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Auglýsingaherferðir og stórar hugmyndir fyrir kjaraviðræður Bæði atvinnurekendur og leiðtogar stéttarfélaga eru svartsýnir fyrir komandi kjaraviðræður í haust. Á meðan smá stéttarfélög íhuga að ganga ekki sameinuð að samningaborðinu hefur Félag atvinnurekenda stungið upp á því að forstjórar stórfyrirtækja lækki laun sín. 12. ágúst 2022 19:01 Óttast að ofbeldismenning taki yfir verkalýðshreyfinguna Stjórn Bárunnar, stéttarfélags, hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hún fordæmir allar tegundir ofbeldis og tilburði til eineltis. Báran segir ömurlegt að fylgjast með forystumönnum innan verkalýðshreyfingarinnar fagna afsögn Drífu Snædal. 12. ágúst 2022 10:14 Formenn innan SGS harma aðstæður sem urðu til afsagnar Drífu Ellefu formenn aðildarsambanda innan Starfsgreinasamband Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir þakka Drífu Snædal, sem sagði af sér embætti formanns Alþýðusambands Íslands í gær, fyrir farsælt og gefandi samstarf. 11. ágúst 2022 16:26 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Auglýsingaherferðir og stórar hugmyndir fyrir kjaraviðræður Bæði atvinnurekendur og leiðtogar stéttarfélaga eru svartsýnir fyrir komandi kjaraviðræður í haust. Á meðan smá stéttarfélög íhuga að ganga ekki sameinuð að samningaborðinu hefur Félag atvinnurekenda stungið upp á því að forstjórar stórfyrirtækja lækki laun sín. 12. ágúst 2022 19:01
Óttast að ofbeldismenning taki yfir verkalýðshreyfinguna Stjórn Bárunnar, stéttarfélags, hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hún fordæmir allar tegundir ofbeldis og tilburði til eineltis. Báran segir ömurlegt að fylgjast með forystumönnum innan verkalýðshreyfingarinnar fagna afsögn Drífu Snædal. 12. ágúst 2022 10:14
Formenn innan SGS harma aðstæður sem urðu til afsagnar Drífu Ellefu formenn aðildarsambanda innan Starfsgreinasamband Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir þakka Drífu Snædal, sem sagði af sér embætti formanns Alþýðusambands Íslands í gær, fyrir farsælt og gefandi samstarf. 11. ágúst 2022 16:26