Selma Sól var í byrjunarliði Rosenborg í leiknum og lék í 78. mínútur. Mörkin tvo skoruðu þær Cesilie Andreassen á 45. mínútu og Mathilde Harviken á 76. mínútu. Rosenborg er í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar, þremur stigu á eftir toppliði Brann.
Í Svíþjóð vann Piteå 1-0 sigur á AIK. Hlín Eiríksdóttir var í byrjunarliði Piteå og spilaði í 84 mínútur áður en henni var skipt af velli. Hanna Andersson skoraði sigurmark Piteå á 91. mínútu leiksins.
Berglind Rós Ágústsdóttir var sömuleiðis í byrjunarliði Örebro sem vann öruggan 4-0 sigur á Brommpojkarna í sænsku úrvalsdeildinni. Berglind Rós spilaði 65 mínútur í leiknum.
Örebro er í 10. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 21 stig á meðan að Piteå er með tveimur stigum meira í 8. sæti.