Lítið hægt að gera ef „menn hverfa í hraunið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2022 19:16 Fólkið fór út á hraunið og gekk ansi nærri flæðandi kvikunni. Vísir/Ísak Það er nánast ógjörningur fyrir viðbragðsaðila við gosstöðvarnar í Meradölum að koma fólki til bjargar, ef það lendir í sjálfheldu úti á sjálfu hrauninu. Myndband sem sýnir ferðamenn hætta sér ískyggilega nálægt gígunum hefur vakið athygli. Drónamyndirnar sem sjá má í spilaranum hér að neðan voru fangaðar af myndbandasmiðnum Ísak Atla Finnbogasyni í gær. Hann var að streyma myndefni úr dróna sem sveif yfir gosstöðvunum í Meradölum, þegar hann kom auga á tvo ferðamenn sem stóðu úti á nýju hrauni, ekki langt frá gígnum í Meradölum. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Ísak að hann hefði ákveðið að nota drónann til að gera fólkinu ljóst að það væri í hættu, enda nokkur háskaleikur að standa ofan á svo til nýstorknuðu hrauni, sem gæti verið það eina sem skilur frá eldheitri kvikunni sem rennur undir niðri. Tilraunir Ísaks virðast hafa borið árangur, enda lét fólkið sig hverfa fljótlega eftir að það kom auga á flygildið. Lítið hægt að gera ef fólk hverfur í hraunið Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að erfitt væri að bjarga fólki sem lendir í vanda úti á sjálfu hrauninu. Heilt yfir hafi starf á svæðinu við gosstöðvarnar gengið vel. „Þetta hefur svo sem gengið ágætlega, en það er alltaf einn og einn sem vill stíga út á hraunið. Það er auðvitað okkur ekki að skapi og þeir sem gera það, þeir eru auðvitað á eigin vegum. Nú ef menn hverfa í hraunið, þá er svo sem lítið sem við getum gert,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri. Heimilt er að sekta fólk sem ekki fer að fyrirmælum lögreglu. Þannig má sjá fyrir sér að ef fólki hefur verið sagt að fara ekki út á hraunið, en gerir það samt, væri hægt að sekta það. Það er þó ekki ákjósanlegur kostur að sögn Úlfars. Úlfar er lögreglustjórinn á Suðurnesjum.Vísir/Baldur „Við höfum reynt að vinna þetta með þeim hætti að við forðumst það að sekta fólk. Við höfum ekki gert það hingað til og okkur hefur bara gengið vel. Fólk lætur segjast, það fer að fyrirmælum.“ Þá sé ekki hlaupið að því að eltast við fólk sem hættir sér svo nálægt gígunum. „Það er voðalega erfitt fyrir okkur að hafa hendur í hári þessara einstaklinga. Við reynum auðvitað að koma þeim niður, en við sendum ekki viðbragðsaðila inn á hættusvæði. Það gerum við ekki, við tryggjum auðvitað alltaf fyrst okkar fólk áður en við hugum að því að bjarga öðrum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nyrsta gosopið lokað og metfjöldi á gosstöðvum 6.496 manns fóru og báru eldgosið í Meradölum augum í gær, samkvæmt talningu Ferðamálastofu, en það er mesti fjöldinn á einum degi frá því teljarinnar var settur upp í mars í fyrra. Nyrsta gosopið í Meradölum lokaðist í gær. 14. ágúst 2022 09:05 Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Sjá meira
Drónamyndirnar sem sjá má í spilaranum hér að neðan voru fangaðar af myndbandasmiðnum Ísak Atla Finnbogasyni í gær. Hann var að streyma myndefni úr dróna sem sveif yfir gosstöðvunum í Meradölum, þegar hann kom auga á tvo ferðamenn sem stóðu úti á nýju hrauni, ekki langt frá gígnum í Meradölum. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Ísak að hann hefði ákveðið að nota drónann til að gera fólkinu ljóst að það væri í hættu, enda nokkur háskaleikur að standa ofan á svo til nýstorknuðu hrauni, sem gæti verið það eina sem skilur frá eldheitri kvikunni sem rennur undir niðri. Tilraunir Ísaks virðast hafa borið árangur, enda lét fólkið sig hverfa fljótlega eftir að það kom auga á flygildið. Lítið hægt að gera ef fólk hverfur í hraunið Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að erfitt væri að bjarga fólki sem lendir í vanda úti á sjálfu hrauninu. Heilt yfir hafi starf á svæðinu við gosstöðvarnar gengið vel. „Þetta hefur svo sem gengið ágætlega, en það er alltaf einn og einn sem vill stíga út á hraunið. Það er auðvitað okkur ekki að skapi og þeir sem gera það, þeir eru auðvitað á eigin vegum. Nú ef menn hverfa í hraunið, þá er svo sem lítið sem við getum gert,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri. Heimilt er að sekta fólk sem ekki fer að fyrirmælum lögreglu. Þannig má sjá fyrir sér að ef fólki hefur verið sagt að fara ekki út á hraunið, en gerir það samt, væri hægt að sekta það. Það er þó ekki ákjósanlegur kostur að sögn Úlfars. Úlfar er lögreglustjórinn á Suðurnesjum.Vísir/Baldur „Við höfum reynt að vinna þetta með þeim hætti að við forðumst það að sekta fólk. Við höfum ekki gert það hingað til og okkur hefur bara gengið vel. Fólk lætur segjast, það fer að fyrirmælum.“ Þá sé ekki hlaupið að því að eltast við fólk sem hættir sér svo nálægt gígunum. „Það er voðalega erfitt fyrir okkur að hafa hendur í hári þessara einstaklinga. Við reynum auðvitað að koma þeim niður, en við sendum ekki viðbragðsaðila inn á hættusvæði. Það gerum við ekki, við tryggjum auðvitað alltaf fyrst okkar fólk áður en við hugum að því að bjarga öðrum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nyrsta gosopið lokað og metfjöldi á gosstöðvum 6.496 manns fóru og báru eldgosið í Meradölum augum í gær, samkvæmt talningu Ferðamálastofu, en það er mesti fjöldinn á einum degi frá því teljarinnar var settur upp í mars í fyrra. Nyrsta gosopið í Meradölum lokaðist í gær. 14. ágúst 2022 09:05 Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Sjá meira
Nyrsta gosopið lokað og metfjöldi á gosstöðvum 6.496 manns fóru og báru eldgosið í Meradölum augum í gær, samkvæmt talningu Ferðamálastofu, en það er mesti fjöldinn á einum degi frá því teljarinnar var settur upp í mars í fyrra. Nyrsta gosopið í Meradölum lokaðist í gær. 14. ágúst 2022 09:05
Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40