Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2022 22:14 Friðrik Jónsson er formaður BHM. Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. Segja má að átök innan verkalýðshreyfingarinnar hafi náð hámarki þegar Drífa Snædal sagði af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands á dögunum. Ástæðuna sagði hún vera að hún treysti sér ekki til að vinna áfram innan sambandsins, vegna blokkamyndunar og óbærilegra átaka sem dregið hefðu úr vinnugleði og baráttuanda. Formaður Bandalags háskólamanna, sem eru þó ekki undir hatti ASÍ, segir mikilvægt að taktur komist í starfsemi sambandsins fyrir kjaraviðræður í haust. „Maður horfir á þetta yfir götuna og óneitanlega hefur maður áhyggjur af því þegar innri átök eru jafn áberandi og taka jafn mikið pláss. Bara það að við séum að ræða það hér sýnir að þetta er full plássfrekt,“ segir Friðrik Jónsson, formaður BHM. Miklu máli skipti hvað gerist innan sambandsins, enda stærstu samtök fólks á launamarkaði. „Við sjáum það mjög vel í lífskjarasamingunum núna síðast, það sem var ákveðið þar hafði áhrif á okkur öll hin.“ Mögulega óhefðbundnar lausnir Kjaraviðræður á almennum markaði muni til að mynda hafa áhrif á áframhaldið hjá BHM, en samningar BHM gilda út mars á næsta ári. Samningar á almennum markaði renna út í lok október. Miklu máli skipti að samningar náist í haust. „Takist það ekki, þá verðum við að horfa til mögulega annarra lausna og annarra leiða.“ Þær lausnir gætu þurft að vera óhefðbundnar. „Ef við erum komin fram í nóvember og fram að jólum og þeim er ekki að takast að leysa verkefnið, þá verður að stíga inn í það með einhverjum hætti. Til dæmis verður opinberi markaðurinn kannski bara að taka ákveðna forystu. Það gæti verið ein leið.“ Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39 Undarlegt ár að baki hjá verkalýðshreyfingunni Fyrrverandi ríkissáttasemjari segir það mjög óvenjulegt að forseti Alþýðusambandsins segi af sér vegna deilna inna verkalýðshreyfingarinnar. Átökin hafi verið óvenju opinber síðasta árið. Sviptingarnar gætu haft nokkur áhrif á gerð kjarasamninga í haust. 11. ágúst 2022 12:29 Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Segja má að átök innan verkalýðshreyfingarinnar hafi náð hámarki þegar Drífa Snædal sagði af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands á dögunum. Ástæðuna sagði hún vera að hún treysti sér ekki til að vinna áfram innan sambandsins, vegna blokkamyndunar og óbærilegra átaka sem dregið hefðu úr vinnugleði og baráttuanda. Formaður Bandalags háskólamanna, sem eru þó ekki undir hatti ASÍ, segir mikilvægt að taktur komist í starfsemi sambandsins fyrir kjaraviðræður í haust. „Maður horfir á þetta yfir götuna og óneitanlega hefur maður áhyggjur af því þegar innri átök eru jafn áberandi og taka jafn mikið pláss. Bara það að við séum að ræða það hér sýnir að þetta er full plássfrekt,“ segir Friðrik Jónsson, formaður BHM. Miklu máli skipti hvað gerist innan sambandsins, enda stærstu samtök fólks á launamarkaði. „Við sjáum það mjög vel í lífskjarasamingunum núna síðast, það sem var ákveðið þar hafði áhrif á okkur öll hin.“ Mögulega óhefðbundnar lausnir Kjaraviðræður á almennum markaði muni til að mynda hafa áhrif á áframhaldið hjá BHM, en samningar BHM gilda út mars á næsta ári. Samningar á almennum markaði renna út í lok október. Miklu máli skipti að samningar náist í haust. „Takist það ekki, þá verðum við að horfa til mögulega annarra lausna og annarra leiða.“ Þær lausnir gætu þurft að vera óhefðbundnar. „Ef við erum komin fram í nóvember og fram að jólum og þeim er ekki að takast að leysa verkefnið, þá verður að stíga inn í það með einhverjum hætti. Til dæmis verður opinberi markaðurinn kannski bara að taka ákveðna forystu. Það gæti verið ein leið.“
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39 Undarlegt ár að baki hjá verkalýðshreyfingunni Fyrrverandi ríkissáttasemjari segir það mjög óvenjulegt að forseti Alþýðusambandsins segi af sér vegna deilna inna verkalýðshreyfingarinnar. Átökin hafi verið óvenju opinber síðasta árið. Sviptingarnar gætu haft nokkur áhrif á gerð kjarasamninga í haust. 11. ágúst 2022 12:29 Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39
Undarlegt ár að baki hjá verkalýðshreyfingunni Fyrrverandi ríkissáttasemjari segir það mjög óvenjulegt að forseti Alþýðusambandsins segi af sér vegna deilna inna verkalýðshreyfingarinnar. Átökin hafi verið óvenju opinber síðasta árið. Sviptingarnar gætu haft nokkur áhrif á gerð kjarasamninga í haust. 11. ágúst 2022 12:29
Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23