Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Atli Arason skrifar 14. ágúst 2022 21:30 Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, niðurlútur í leiknum gegn Brentford í gær. Getty Images Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. Sky Sports greindi fyrst frá því í dag í sjónvarpsfréttatíma sínum að samningi Ronaldo gæti verið rift vegna framkomu hans. Sky Sports birti svo tíst á Twitter með myndbroti úr fréttatímanum og í kjölfarið skrifuðu flestir stærstu miðlar heims um hugsanlega riftingu á samningi Ronaldo hjá Manchester United. Vísir greindi einnig frá málinu fyrr í dag. Nú hefur United hins vegar neitað sögusögnunum og Sky Sports hefur eytt upprunalegri færslu sinni. Manchester United aren’t happy with Cristiano Ronaldo 😬#MUFC pic.twitter.com/HBzrMhjz2r— 101 Great Goals (@101greatgoals) August 14, 2022 Breski blaðamaðurinn Samuel Luckhurst sem sérhæfir sig í málefnum Manchester United hjá Manchester Evening News greindi frá því fyrir skömmu að enginn hjá Manchester United staðfesti þessar fullyrðingar Sky Sports um Ronaldo, að þessar sögur væru í raun uppspuni og falsfréttir. #mufc insist report they are considering terminating Cristiano Ronaldo’s contract is false. Their position on Ronaldo hasn’t changed.— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) August 14, 2022 Ronaldo hafði sjálfur beðið um að fá að yfirgefa United fyrr í sumar en í 4-0 tapinu gegn Brentford í gær virtist hann augljóslega orðinn eitthvað pirraður á ástandinu. Ronaldo fór ekki með öðrum leikmönnum liðsins að klappa fyrir þeim stuðningsmönnum United sem höfðu ferðast til London til að fylgjast með leiknum, eins og hefð er fyrir, heldur strunsaði Ronaldo beint inn í klefa. Ronaldo going off the pitch and he was fuming and rightfully so.He deserves so much better than this club and let's hope he leaves.pic.twitter.com/Wryn15wPWm— The CR7 Timeline. (@TimelineCR7) August 13, 2022 Næsti leikur Manchester United er gegn Liverpool mánudaginn 22. ágúst. Það verður fróðlegt að sjá hvaða hlutverk Ronaldo fær í þeim erkifjendaslag. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Man Utd hótar að rifta samningi Ronaldo Cristiano Ronaldo gæti verið á förum frá Manchester United á næstu dögum en samningi hans gæti verið rift vegna hegðunarvandamála. 14. ágúst 2022 16:00 Martröð Erik ten Hag heldur áfram Manchester United beið afhroð þegar liðið sótti Brentford heim á Gtech Community-leikvangnum í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla í dag. 13. ágúst 2022 18:26 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Sjá meira
Sky Sports greindi fyrst frá því í dag í sjónvarpsfréttatíma sínum að samningi Ronaldo gæti verið rift vegna framkomu hans. Sky Sports birti svo tíst á Twitter með myndbroti úr fréttatímanum og í kjölfarið skrifuðu flestir stærstu miðlar heims um hugsanlega riftingu á samningi Ronaldo hjá Manchester United. Vísir greindi einnig frá málinu fyrr í dag. Nú hefur United hins vegar neitað sögusögnunum og Sky Sports hefur eytt upprunalegri færslu sinni. Manchester United aren’t happy with Cristiano Ronaldo 😬#MUFC pic.twitter.com/HBzrMhjz2r— 101 Great Goals (@101greatgoals) August 14, 2022 Breski blaðamaðurinn Samuel Luckhurst sem sérhæfir sig í málefnum Manchester United hjá Manchester Evening News greindi frá því fyrir skömmu að enginn hjá Manchester United staðfesti þessar fullyrðingar Sky Sports um Ronaldo, að þessar sögur væru í raun uppspuni og falsfréttir. #mufc insist report they are considering terminating Cristiano Ronaldo’s contract is false. Their position on Ronaldo hasn’t changed.— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) August 14, 2022 Ronaldo hafði sjálfur beðið um að fá að yfirgefa United fyrr í sumar en í 4-0 tapinu gegn Brentford í gær virtist hann augljóslega orðinn eitthvað pirraður á ástandinu. Ronaldo fór ekki með öðrum leikmönnum liðsins að klappa fyrir þeim stuðningsmönnum United sem höfðu ferðast til London til að fylgjast með leiknum, eins og hefð er fyrir, heldur strunsaði Ronaldo beint inn í klefa. Ronaldo going off the pitch and he was fuming and rightfully so.He deserves so much better than this club and let's hope he leaves.pic.twitter.com/Wryn15wPWm— The CR7 Timeline. (@TimelineCR7) August 13, 2022 Næsti leikur Manchester United er gegn Liverpool mánudaginn 22. ágúst. Það verður fróðlegt að sjá hvaða hlutverk Ronaldo fær í þeim erkifjendaslag.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Man Utd hótar að rifta samningi Ronaldo Cristiano Ronaldo gæti verið á förum frá Manchester United á næstu dögum en samningi hans gæti verið rift vegna hegðunarvandamála. 14. ágúst 2022 16:00 Martröð Erik ten Hag heldur áfram Manchester United beið afhroð þegar liðið sótti Brentford heim á Gtech Community-leikvangnum í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla í dag. 13. ágúst 2022 18:26 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Sjá meira
Man Utd hótar að rifta samningi Ronaldo Cristiano Ronaldo gæti verið á förum frá Manchester United á næstu dögum en samningi hans gæti verið rift vegna hegðunarvandamála. 14. ágúst 2022 16:00
Martröð Erik ten Hag heldur áfram Manchester United beið afhroð þegar liðið sótti Brentford heim á Gtech Community-leikvangnum í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla í dag. 13. ágúst 2022 18:26