Mótið sem fram fór á Norður-Írlandi var hluti af Evrópumótaröðinni, þeirri sterkustu í álfunni.
Haraldur Franklín lék hringina fjóra á einu höggi undir pari og það skilaði honum í 26. sæti. Bjarki Pétursson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson komust ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu.
„Virkilega gaman að spila á mótin og við kylfusveinninn skemmtum okkur konunglega.
Pútterinn var ískaldur allt mótið en helling jákvætt. Áfram gakk," sagði Haraldur Franklín á facebook um frammistöðu sína á mótinu.