Handbolti

Bjarki Már skoraði mest í sínum fyrsta mótsleik

Hjörvar Ólafsson skrifar
Bjarki Már Elísson getur verið stoltur af frumraun sinni með Veszprém. 
Bjarki Már Elísson getur verið stoltur af frumraun sinni með Veszprém.  Vísir/Getty

Bjarki Már Elís­son lék í gær sinn fyrsta mótsleik fyrir ungverska liðið Veszprém en hann kom þangað frá þýska félaginu Lemgo fyrr í sumar.

Veszprém vann sannfæranid 35-25 sigur þegar liðið mætti slóvakís­ka liðinu Tatran Presov í átta liða úr­slit­um SEHA-deild­ar­inn­ar.

Bjarki Már byrjar af krafti á nýjum vettvangi en hann var markahæsti leikmaður liðsins með sjö mörk. Vinstri hornamaðurinn þurfti átta skot til þess að skora þessi sjö mörk en sex þeirra komu úr horninu og eitt úr hraðaupphlaupi. 

SEHA-deild­in er keppni þar sem sterkustu lið Ungverjalands, Króatíu, Hvíta-Rússlandi, Norður-Makedóníu, Serbíu, Slóvakíu og Úkraínu leiða saman hesta sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×