Óskar þess að ró færist yfir verkalýðshreyfinguna fyrir gerð kjarasamninga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 08:48 Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að ríkið haldi sig til hlés þar til á lokametrum kjaraviðræðna í haust. Hann segist óska eftir því að ró færist yfir ASÍ áður en gengið verði að samningsborðinu. Þetta segir Halldór Benjamín í viðtali við Morgunblaðið í morgun. Þar segir hann að hann sé þeirrar skoðunar að ríkið eigi aðeins að koma að gerð kjarasamninga á lokametrunum með fáum og markvissum aðgerðum. Þær eigi að vera til þess gerðar að loka kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. „Það getur ekki verið þannig að viðræður aðila á almennum vinnumarkaði geti ekki hafist vegna þess að ríkið sé að boða einhverjar aðgerðir og/eða vinnuhópa meðan kjarasamningaviðræður eiga að fara fram,“ segir Halldór í samtali við Morgunblaðið. Mikil átök hafa verið innan verkalýðshreyfingarinnar undanfarin misseri og segja má að þau hafi náð hámarki þegar Drífa Snædal sagði af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands í síðustu viku. Hún sagði við það tilefni ástæðu starfsloka sinna að hún treysti sér ekki til að vinna áfram innan sambandsins vegna blokkamyndunar og óbærilegra átaka sem dregið hefðu úr vinnugleði og baráttuanda. Halldór Benjamín segir í Morgunblaðinu í morgun að átökin styrki hvorki stöðu ASÍ í komandi kjaraviðræðum né viðsemjenda þeirra. „Það sem ég óska eftir er vinnufriður og að Alþýðusambandið geti náð saman um þau meginverkefni sem lúta að gerð kjarasamnings. Nú fer Alþýðusambandið ekki með samningsumboð fyrir sín aðildarfélög í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins að þessu sinni. Hins vegar eru þau mikilvæg,“ segir Halldór og nefnir þar sérstaklega aðkomu ASÍ að þríhliða samtali við stjórnvöld sem hann telji að muni fara fram við lok samningsgerðar. Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. 14. ágúst 2022 22:14 Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39 Auglýsingaherferðir og stórar hugmyndir fyrir kjaraviðræður Bæði atvinnurekendur og leiðtogar stéttarfélaga eru svartsýnir fyrir komandi kjaraviðræður í haust. Á meðan smá stéttarfélög íhuga að ganga ekki sameinuð að samningaborðinu hefur Félag atvinnurekenda stungið upp á því að forstjórar stórfyrirtækja lækki laun sín. 12. ágúst 2022 19:01 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Þetta segir Halldór Benjamín í viðtali við Morgunblaðið í morgun. Þar segir hann að hann sé þeirrar skoðunar að ríkið eigi aðeins að koma að gerð kjarasamninga á lokametrunum með fáum og markvissum aðgerðum. Þær eigi að vera til þess gerðar að loka kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. „Það getur ekki verið þannig að viðræður aðila á almennum vinnumarkaði geti ekki hafist vegna þess að ríkið sé að boða einhverjar aðgerðir og/eða vinnuhópa meðan kjarasamningaviðræður eiga að fara fram,“ segir Halldór í samtali við Morgunblaðið. Mikil átök hafa verið innan verkalýðshreyfingarinnar undanfarin misseri og segja má að þau hafi náð hámarki þegar Drífa Snædal sagði af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands í síðustu viku. Hún sagði við það tilefni ástæðu starfsloka sinna að hún treysti sér ekki til að vinna áfram innan sambandsins vegna blokkamyndunar og óbærilegra átaka sem dregið hefðu úr vinnugleði og baráttuanda. Halldór Benjamín segir í Morgunblaðinu í morgun að átökin styrki hvorki stöðu ASÍ í komandi kjaraviðræðum né viðsemjenda þeirra. „Það sem ég óska eftir er vinnufriður og að Alþýðusambandið geti náð saman um þau meginverkefni sem lúta að gerð kjarasamnings. Nú fer Alþýðusambandið ekki með samningsumboð fyrir sín aðildarfélög í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins að þessu sinni. Hins vegar eru þau mikilvæg,“ segir Halldór og nefnir þar sérstaklega aðkomu ASÍ að þríhliða samtali við stjórnvöld sem hann telji að muni fara fram við lok samningsgerðar.
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. 14. ágúst 2022 22:14 Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39 Auglýsingaherferðir og stórar hugmyndir fyrir kjaraviðræður Bæði atvinnurekendur og leiðtogar stéttarfélaga eru svartsýnir fyrir komandi kjaraviðræður í haust. Á meðan smá stéttarfélög íhuga að ganga ekki sameinuð að samningaborðinu hefur Félag atvinnurekenda stungið upp á því að forstjórar stórfyrirtækja lækki laun sín. 12. ágúst 2022 19:01 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. 14. ágúst 2022 22:14
Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39
Auglýsingaherferðir og stórar hugmyndir fyrir kjaraviðræður Bæði atvinnurekendur og leiðtogar stéttarfélaga eru svartsýnir fyrir komandi kjaraviðræður í haust. Á meðan smá stéttarfélög íhuga að ganga ekki sameinuð að samningaborðinu hefur Félag atvinnurekenda stungið upp á því að forstjórar stórfyrirtækja lækki laun sín. 12. ágúst 2022 19:01