Umfjöllun: Keflavík-KR 0-0 | Bæði lið ósátt með jafntefli Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 15. ágúst 2022 19:50 KR-ingar náðu ekki að setja mark sitt á leik kvöldsins, ekki frekar en heimamenn. Vísir/Hulda Margrét Strax á 10. mínútu fengu KR-ingar algert dauðafæri. Kennie Chopart og Atli Sigurjónsson léku þá vel saman á hægri kantinum þar til Atli kom boltanum fyrir á Stefán Árna Geirsson sem var einn gegn Sindra Kristni í marki Keflavíkur en Sindri varði frábærlega. Sannkallað dauðafæri hjá Stefáni sem kom aftur inn í liðið eftir að hafa verið utan hóps í síðasta leik vegna agabrots. KR var áfram sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en Keflvíkingar minntu á sig í nokkur skipti og vildu til að mynda fá vítaspyrnu þegar að Dagur Ingi var nálægt því að komast í boltann á undan Beiti í marki KR en endursýningar sýndu að Beitir var á undan í boltann. Réttur dómur og staðan í hálfleik 0-0. Síðari hálfleikurinn byrjaði svipað og sá fyrri endaði og KR átti mjög gott færi þegar Þorsteinn Már Ragnarsson fór illa með Sindra Þór í hægri bakverðinum hjá Keflavík og sendi fyrir á Hall Hansson sem var galopinn á markteignum en aftur varði Sindri Kristinn vel. Eftir þetta þá tóku Keflvíkingar völdin. Sindri Snær fékk ákjósanlegt skotfæri en kingsaði boltann og Sindri Þór fékk algert dauðafæri eftir að hafa leikið á varnarmenn KR í teignum en setti boltann á ótrúlegan hjátt í andlitið á Beiti í markinu. Keflvíkingar lágu svo á gestunum til loka leiks án þess að ná að skora og niðurstaðan 0-0. Ótrúlegar tölur miðað við gang leiksins og færin sem sköpuðust en jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða sem bæði liðin eru sennilega svekkt með. Hvað gekk vel? Bæði liðin náðu að skapa sér nokkuð mörg marktækifæri en inn vildi boltinn ekki. Vængmenn KR voru að leita talsvert inn á völlinn sem skapaði mikið pláss fyrir bakverðina og hjá Keflavík var Rúnar Þór líflegur á miðjunni og kom vörn KR í alls kyns vandræði sem og hæð Joey Gibbs í framlínunni. Maður leiksins Markmenn liðanna, þeir Beitir Ólafsson og Sindri Kristinn Ólafsson voru bestu menn vallarins í dag. Báðir gripu þeir vel inn í fyrirgjafir, gerðu fá mistök og vörðu nokkur dauðafæri á mann. Sýning hjá markvörðunum í dag. Hvað næst?Bæði liðin eiga leiki á útivelli gegn liðum af botni deildarinnar næstkomandi mánudagskvöld. KR skellir sér í Breiðholtið og spilar við Leikni klukkan 18:00 og Keflavík fer í Kaplakrika að spila við lánlausa FH inga. Sá leikur er einnig klukkan 18:00. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF KR
Strax á 10. mínútu fengu KR-ingar algert dauðafæri. Kennie Chopart og Atli Sigurjónsson léku þá vel saman á hægri kantinum þar til Atli kom boltanum fyrir á Stefán Árna Geirsson sem var einn gegn Sindra Kristni í marki Keflavíkur en Sindri varði frábærlega. Sannkallað dauðafæri hjá Stefáni sem kom aftur inn í liðið eftir að hafa verið utan hóps í síðasta leik vegna agabrots. KR var áfram sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en Keflvíkingar minntu á sig í nokkur skipti og vildu til að mynda fá vítaspyrnu þegar að Dagur Ingi var nálægt því að komast í boltann á undan Beiti í marki KR en endursýningar sýndu að Beitir var á undan í boltann. Réttur dómur og staðan í hálfleik 0-0. Síðari hálfleikurinn byrjaði svipað og sá fyrri endaði og KR átti mjög gott færi þegar Þorsteinn Már Ragnarsson fór illa með Sindra Þór í hægri bakverðinum hjá Keflavík og sendi fyrir á Hall Hansson sem var galopinn á markteignum en aftur varði Sindri Kristinn vel. Eftir þetta þá tóku Keflvíkingar völdin. Sindri Snær fékk ákjósanlegt skotfæri en kingsaði boltann og Sindri Þór fékk algert dauðafæri eftir að hafa leikið á varnarmenn KR í teignum en setti boltann á ótrúlegan hjátt í andlitið á Beiti í markinu. Keflvíkingar lágu svo á gestunum til loka leiks án þess að ná að skora og niðurstaðan 0-0. Ótrúlegar tölur miðað við gang leiksins og færin sem sköpuðust en jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða sem bæði liðin eru sennilega svekkt með. Hvað gekk vel? Bæði liðin náðu að skapa sér nokkuð mörg marktækifæri en inn vildi boltinn ekki. Vængmenn KR voru að leita talsvert inn á völlinn sem skapaði mikið pláss fyrir bakverðina og hjá Keflavík var Rúnar Þór líflegur á miðjunni og kom vörn KR í alls kyns vandræði sem og hæð Joey Gibbs í framlínunni. Maður leiksins Markmenn liðanna, þeir Beitir Ólafsson og Sindri Kristinn Ólafsson voru bestu menn vallarins í dag. Báðir gripu þeir vel inn í fyrirgjafir, gerðu fá mistök og vörðu nokkur dauðafæri á mann. Sýning hjá markvörðunum í dag. Hvað næst?Bæði liðin eiga leiki á útivelli gegn liðum af botni deildarinnar næstkomandi mánudagskvöld. KR skellir sér í Breiðholtið og spilar við Leikni klukkan 18:00 og Keflavík fer í Kaplakrika að spila við lánlausa FH inga. Sá leikur er einnig klukkan 18:00. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti