Mánuður síðan farbann Gylfa Þórs rann út: Lögregla svarar ekki fyrirspurnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 10:01 Gylfi Þór Sigurðsson á landsleik Íslands og Frakklands á EM kvenna í fótbolta sem fram fór í Rotherham í Englandi eftir að farbanni hans lauk. Vísir/Vilhelm Í dag er sléttur mánuður síðan farbann knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar rann út í Bretlandi. Hann hafði verið í farbanni í Englandi síðan hann var handtekinn þann 16. júlí 2021 vegna gruns um kynferðisbrot gegn ungmenni. Síðasta sumar handtók lögreglan í Manchester leikmann ensku úrvalsdeildarinnar vegna gruns um að hafa brotið kynferðislega á ungmenni. Fjölmiðlar í Englandi hafa ekki mátt nefna leikmanninn á nafn en skömmu síðar gátu íslenskir fjölmiðlar staðfest að um væri að ræða Gylfa Þór, hann hefur ávallt neitað sök. Hann var látinn laus gegn tryggingu en var látinn sæta farbanni sem þýddi að hann gat ekki yfirgefið Bretlandseyjar. Gylfi Þór var leikmaður Everton á þeim tíma er hann var handtekinn. Hann var þó settur til hliðar af félaginu og lék ekkert með því á síðustu leiktíð. Samningur hans rann út þann 1. júlí síðastliðinn og þó fjölmiðlar ytra hafi orðað hann við lið í tyrknesku úrvalsdeildinni þá virtist sá orðrómur úr lausu lofti gripinn. Alls var farbann Gylfa Þórs framlengt fimm sinnum, um nokkra mánuði í senn. Þann þann 16. júlí síðastliðinn rann það út og var ljóst að það yrði ekki framlengt. Lögreglan í Manchester er hins vegar þögul sem gröfin hvað varðar framhaldið. Síðast þegar hún svaraði fyrirspurnum Vísis, þann 18. júlí, gaf lögreglan út að hún myndi ekki tjá sig um málið fyrr en Gylfi Þór yrði ákærður eða laus allra mála. Sem stendur er ekki vitað hvað Gylfi Þór heldur sig, hvort lögreglan ætli yfir höfuð að kæra eða hver staða mála almennt er. Eftir að hafa ekki sést opinberlega í rúmt ár þá skaut Gylfi Þór upp kollinum eftir að farbannið rann út gildi. Hann mætti á leiki íslenska kvennalandsliðsins gegn Ítalíu og Frakklandi á Evrópumótinu sem fram fór í Englandi. Fyrri leikurinn fór fram í Manchester en sá síðari í Rotherham, ekki langt frá Manchester-borg. Var hann þar til að styðja við bakið á frænku sinni, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Engar fréttir borist síðan 9. júní Þann 9. júní fjallaði Daniel Taylor, blaðamaður á The Athletic, um mál Gylfa Þórs án þess þó að nefna hann á nafn, þar sem fjölmiðlar í Bretlandi mega það ekki. Er það gert vegna breskra laga sem ætlað er að vernda þolendur og koma í veg fyrir að dómsmál spillist. Þar var stiklað á stóru í málinu, nefnt að fartölva leikmannsins hefði verið tekin af lögreglu og minnst á sögusagnir þess efnis að límt hefði verið fyrir þakglugga á húsinu þar sem Gylfi Þór áað hafa dvalist undanfarna mánuði. Síðan fréttin birtist þann 9. júní hefur ekki verið fjallað um málið í breskum fjölmiðlum og engar nýjar fregnir borist af stöðu mála. Gylfi Þór Sigurðsson er 32 ára gamall. Hann á að baki atvinnumannaferil í Englandi og Þýskalandi ásamt því að hafa spilað 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Fótbolti Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Kynferðisofbeldi Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Síðasta sumar handtók lögreglan í Manchester leikmann ensku úrvalsdeildarinnar vegna gruns um að hafa brotið kynferðislega á ungmenni. Fjölmiðlar í Englandi hafa ekki mátt nefna leikmanninn á nafn en skömmu síðar gátu íslenskir fjölmiðlar staðfest að um væri að ræða Gylfa Þór, hann hefur ávallt neitað sök. Hann var látinn laus gegn tryggingu en var látinn sæta farbanni sem þýddi að hann gat ekki yfirgefið Bretlandseyjar. Gylfi Þór var leikmaður Everton á þeim tíma er hann var handtekinn. Hann var þó settur til hliðar af félaginu og lék ekkert með því á síðustu leiktíð. Samningur hans rann út þann 1. júlí síðastliðinn og þó fjölmiðlar ytra hafi orðað hann við lið í tyrknesku úrvalsdeildinni þá virtist sá orðrómur úr lausu lofti gripinn. Alls var farbann Gylfa Þórs framlengt fimm sinnum, um nokkra mánuði í senn. Þann þann 16. júlí síðastliðinn rann það út og var ljóst að það yrði ekki framlengt. Lögreglan í Manchester er hins vegar þögul sem gröfin hvað varðar framhaldið. Síðast þegar hún svaraði fyrirspurnum Vísis, þann 18. júlí, gaf lögreglan út að hún myndi ekki tjá sig um málið fyrr en Gylfi Þór yrði ákærður eða laus allra mála. Sem stendur er ekki vitað hvað Gylfi Þór heldur sig, hvort lögreglan ætli yfir höfuð að kæra eða hver staða mála almennt er. Eftir að hafa ekki sést opinberlega í rúmt ár þá skaut Gylfi Þór upp kollinum eftir að farbannið rann út gildi. Hann mætti á leiki íslenska kvennalandsliðsins gegn Ítalíu og Frakklandi á Evrópumótinu sem fram fór í Englandi. Fyrri leikurinn fór fram í Manchester en sá síðari í Rotherham, ekki langt frá Manchester-borg. Var hann þar til að styðja við bakið á frænku sinni, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Engar fréttir borist síðan 9. júní Þann 9. júní fjallaði Daniel Taylor, blaðamaður á The Athletic, um mál Gylfa Þórs án þess þó að nefna hann á nafn, þar sem fjölmiðlar í Bretlandi mega það ekki. Er það gert vegna breskra laga sem ætlað er að vernda þolendur og koma í veg fyrir að dómsmál spillist. Þar var stiklað á stóru í málinu, nefnt að fartölva leikmannsins hefði verið tekin af lögreglu og minnst á sögusagnir þess efnis að límt hefði verið fyrir þakglugga á húsinu þar sem Gylfi Þór áað hafa dvalist undanfarna mánuði. Síðan fréttin birtist þann 9. júní hefur ekki verið fjallað um málið í breskum fjölmiðlum og engar nýjar fregnir borist af stöðu mála. Gylfi Þór Sigurðsson er 32 ára gamall. Hann á að baki atvinnumannaferil í Englandi og Þýskalandi ásamt því að hafa spilað 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Fótbolti Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Kynferðisofbeldi Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira