Miller biðst afsökunar og segist munu leita sér hjálpar Árni Sæberg skrifar 16. ágúst 2022 07:04 Ezra Miller er á leið undir læknishendur. Roy Rochlin/Getty Images Leikarinn Ezra Miller hefur beðist afsökunar á hegðun sinni undanfarin misseri og segist vera á leið í meðferð við geðrænum vanda. „Hafandi gengið í gegnum alvarlega krísu undanfarið, skil ég núna að ég glími við fjölþættan geðrænan vanda og hef hafið meðferð við honum,“ segir Miller í fréttatilkynningu sem hán sendi Variety. Mikið hefur gustað um Miller undanfarið, ekki síst í tengslum við komur háns hingað til lands. Myndband sem tekið var árið 2020 sýnir hán taka unga konu hálstaki fyrir utan skemmtistaðinn Prikið í Reykjavík og nú síðast steig önnur ung kona fram og deildi reynslu sinni af martraðarkenndri dvöl með Miller á Hótel Laugarbakka. Þá hefur verið greint frá því að Miller hafi komist í kast við lögin á Hawaii og í Vermont í Bandaríkjunum. Biðst afsökunar á að hafa valdið áhyggjum Leikarinn hefur nú beðist afsökunar á hegðun sinni undanfarið án þess þó að gangast beint við ásökunum um ofbeldi. „Ég vil biðja alla afsökunar sem ég hef valdið áhyggjum eða komið í uppnám með hegðun minni í fortíðinni. Ég hef einsett mér að vinna nauðsynlega vinnu til að komast aftur á heilbrigðan, öruggan og afkastamikinn stað í lífinu,“ segir hán. Heimildarmaður Variety nálægt kvikmyndaframleiðandanum Warner Bros. Discovery segir að fyrirtækið styðji ákvörðun Millers að leita sér hjálpar. Hán leikur tvö stór hlutverk í kvikmyndum framleiðslufyrirtækisins, Flash í samnefndri kvikmynd um ofurhetjuna fótfráu og Creedence Barebone í myndaflokknum Fantastic Beasts, sem er forsaga að sögunum um Harry Potter. Undanfarið hefur mikið verið rætt um það að Miller verði skipt út úr hlutverkunum tveimur með tilheyrandi framleiðsluvanda. Bíó og sjónvarp Hollywood Mál Ezra Miller Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Sjá meira
„Hafandi gengið í gegnum alvarlega krísu undanfarið, skil ég núna að ég glími við fjölþættan geðrænan vanda og hef hafið meðferð við honum,“ segir Miller í fréttatilkynningu sem hán sendi Variety. Mikið hefur gustað um Miller undanfarið, ekki síst í tengslum við komur háns hingað til lands. Myndband sem tekið var árið 2020 sýnir hán taka unga konu hálstaki fyrir utan skemmtistaðinn Prikið í Reykjavík og nú síðast steig önnur ung kona fram og deildi reynslu sinni af martraðarkenndri dvöl með Miller á Hótel Laugarbakka. Þá hefur verið greint frá því að Miller hafi komist í kast við lögin á Hawaii og í Vermont í Bandaríkjunum. Biðst afsökunar á að hafa valdið áhyggjum Leikarinn hefur nú beðist afsökunar á hegðun sinni undanfarið án þess þó að gangast beint við ásökunum um ofbeldi. „Ég vil biðja alla afsökunar sem ég hef valdið áhyggjum eða komið í uppnám með hegðun minni í fortíðinni. Ég hef einsett mér að vinna nauðsynlega vinnu til að komast aftur á heilbrigðan, öruggan og afkastamikinn stað í lífinu,“ segir hán. Heimildarmaður Variety nálægt kvikmyndaframleiðandanum Warner Bros. Discovery segir að fyrirtækið styðji ákvörðun Millers að leita sér hjálpar. Hán leikur tvö stór hlutverk í kvikmyndum framleiðslufyrirtækisins, Flash í samnefndri kvikmynd um ofurhetjuna fótfráu og Creedence Barebone í myndaflokknum Fantastic Beasts, sem er forsaga að sögunum um Harry Potter. Undanfarið hefur mikið verið rætt um það að Miller verði skipt út úr hlutverkunum tveimur með tilheyrandi framleiðsluvanda.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mál Ezra Miller Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Sjá meira