Neville segir að um augnabliks brjálæði hafi verið að ræða hjá Núñez Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 07:31 Eftir að koma inn á gegn Fulham og skora þá byrjaði Darwin Núñez gegn Crystal Palace og sá rautt. EPA-EFE/ANDREW YATES Liverpool og Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik annarrar umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Darwin Núñez, framherji Liverpool, fékk rautt spjald í leiknum fyrir að skalla leikmann Palace. Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins starfar í dag sem sparkspekingur, og hann var í settinu ásamt Jaime Carragher er leikurinn fór fram. Félagarnir eru áfram með hina gríðarlega vinsælu þætti Monday Night Football á Sky Sports ásamt Dave Jones. Carragher tjáði sig um leikinn og rauða spjaldið í setti í gær og nú hefur Neville gert slíkt hið sama. Á meðan Carragher talaði um „martröð“ þá talar Neville um „augnabliks brjálæði.“ Neville segir að Núñez geti ekki á neinn hátt kvartað yfir rauða spjaldinu þó hann finni til með leikmanninum þar sem hann missti hausinn algjörlega í örfáar sekúndur. „Þetta var augnabliks brjálæði. Þetta er alvöru skalli, Andersen mun finna fyrir þessu. Við vitum ekki af hverju hann gerir þetta. Ég gerði svona hluti tvisvar eða þrisvar á mínum ferli, við vitum ekki af hverju við bregðumst svona við, höfum í raun enga hugmynd um það.“ „Ég sparkaði bolta í aðdáanda hjá Everton og gerði svo svipaðan hlut og Núñez við Steve McManaman. Það kemur einhver rauð þoka yfir mann.“ „Þegar þú ert rekinn af velli eftir svona atvik þá er það einmanalegasti staður í heimi, það er skelfilegt. Þú ert inn í búningsklefanum á meðan liðsfélagarnir eru út á vellinum. Þú hefur brugðist þeim og þér líður svo illa.“ „Ég er viss um að hann hefur beðist alla afsökunar inn í klefa eftir leik og að sama skapi er ég viss um að liðsfélagar hans munu hjálpa honum að ná áttum, þetta er góður búningsklefi,“ sagði Neville að endingu. Liverpool hefur nú gert jafntefli í báðum fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr sem stendur í 12. sæti deildarinnar. Liverpool mætir botnliði Manchester United á mánudaginn kemur. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Díaz bjargaði stigi eftir rautt spjald Núñez Liverpool og Crystal Palace skildu jöfn, 1-1, í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Liverpool spilaði síðasta hálftíma leiksins manni færri eftir að nýji maðurinn Darwin Núñez fékk beint rautt spjald. 15. ágúst 2022 20:55 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins starfar í dag sem sparkspekingur, og hann var í settinu ásamt Jaime Carragher er leikurinn fór fram. Félagarnir eru áfram með hina gríðarlega vinsælu þætti Monday Night Football á Sky Sports ásamt Dave Jones. Carragher tjáði sig um leikinn og rauða spjaldið í setti í gær og nú hefur Neville gert slíkt hið sama. Á meðan Carragher talaði um „martröð“ þá talar Neville um „augnabliks brjálæði.“ Neville segir að Núñez geti ekki á neinn hátt kvartað yfir rauða spjaldinu þó hann finni til með leikmanninum þar sem hann missti hausinn algjörlega í örfáar sekúndur. „Þetta var augnabliks brjálæði. Þetta er alvöru skalli, Andersen mun finna fyrir þessu. Við vitum ekki af hverju hann gerir þetta. Ég gerði svona hluti tvisvar eða þrisvar á mínum ferli, við vitum ekki af hverju við bregðumst svona við, höfum í raun enga hugmynd um það.“ „Ég sparkaði bolta í aðdáanda hjá Everton og gerði svo svipaðan hlut og Núñez við Steve McManaman. Það kemur einhver rauð þoka yfir mann.“ „Þegar þú ert rekinn af velli eftir svona atvik þá er það einmanalegasti staður í heimi, það er skelfilegt. Þú ert inn í búningsklefanum á meðan liðsfélagarnir eru út á vellinum. Þú hefur brugðist þeim og þér líður svo illa.“ „Ég er viss um að hann hefur beðist alla afsökunar inn í klefa eftir leik og að sama skapi er ég viss um að liðsfélagar hans munu hjálpa honum að ná áttum, þetta er góður búningsklefi,“ sagði Neville að endingu. Liverpool hefur nú gert jafntefli í báðum fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr sem stendur í 12. sæti deildarinnar. Liverpool mætir botnliði Manchester United á mánudaginn kemur.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Díaz bjargaði stigi eftir rautt spjald Núñez Liverpool og Crystal Palace skildu jöfn, 1-1, í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Liverpool spilaði síðasta hálftíma leiksins manni færri eftir að nýji maðurinn Darwin Núñez fékk beint rautt spjald. 15. ágúst 2022 20:55 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Díaz bjargaði stigi eftir rautt spjald Núñez Liverpool og Crystal Palace skildu jöfn, 1-1, í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Liverpool spilaði síðasta hálftíma leiksins manni færri eftir að nýji maðurinn Darwin Núñez fékk beint rautt spjald. 15. ágúst 2022 20:55