Segja Ronaldo vera til sölu | Aubameyang gæti leyst hann af hólmi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 11:00 Cristiano Ronaldo er ekki enn komið á blað á leiktíðinni. EPA-EFE/Peter Powell Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er Man United að íhuga það að láta Ronaldo fara fyrr heldur en síðar eftir dapra byrjun á tímabilinu. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hins 37 ára gamla framherja en dagar hans á Old Trafford virðast taldir. Þó Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, hafi sagt að leikamaðurinn sé ekki til sölu þá keppast fjölmiðlar ytra við að orða hann frá félaginu. Heimildir BBC herma að ekki sé hægt að lagfæra vandamál Man Utd fyrr en Ronaldo hafi yfirgefið félagið og að það gæti gerst áður en 1. september gengur í garð. Nú hefur Talksport, stærsta íþróttaútvarpsstöð heims, sagt að Man United sé tilbúið að hlusta á tilboð í framherjann. It s the right decision, just too late. Could he go back to Sporting? Man Utd are now listening to offers for Ronaldo, according to our sources.Laura Woods and Ally McCoist discuss where Ronaldo could end up next. pic.twitter.com/ZdL921Ts3w— talkSPORT (@talkSPORT) August 16, 2022 Man United hefur byrjað skelfilega í deildinni og tapað fyrstu tveimur leikjum sínum með markatölunni 1-6. Liverpool kemur í heimsókn á Old Trafford næsta mánudag og gæti Ten Hag farið úr öskunni í eldinn fari svo að sá leikur tapist. Á vef Sky Sports er farið yfir helsta leikmannaslúður dagsins og þar er áhugavert nafn nefnt til sögunnar sem mögulegur arftaki Ronaldo. Um er að ræða hinn 33 ára gamla Pierre-Emerick Aubameyang sem er í dag leikmaður Barcelona en hann var fyrirliði Arsenal þar á undan. Talið var að Chelsea væri á höttunum á eftir Aubameyang en nú ku Man United vera að íhuga að reyna fá leikmanninn í sínar raðir. Barcelona þarf að losa leikmenn og er líklegt að framherjinn fáist ódýrt eða jafnvel frítt. Where next for Auba? — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 16, 2022 Ten Hag ku einnig vera að íhuga tilboð í Matheus Cunha, framherja Atlético Madríd. Sá að baki sjö A-landsleiki fyrir Brasilíu án þess þó að skora mark. Hann gekk í raðir Atlético á síðasta ári en virðist ekki vera í plönum Diego Simeone, þjálfara liðsins. Cunha er falur fyrir í kringum 50 milljónir punda. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. 16. ágúst 2022 09:01 Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31 Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sjá meira
Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er Man United að íhuga það að láta Ronaldo fara fyrr heldur en síðar eftir dapra byrjun á tímabilinu. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hins 37 ára gamla framherja en dagar hans á Old Trafford virðast taldir. Þó Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, hafi sagt að leikamaðurinn sé ekki til sölu þá keppast fjölmiðlar ytra við að orða hann frá félaginu. Heimildir BBC herma að ekki sé hægt að lagfæra vandamál Man Utd fyrr en Ronaldo hafi yfirgefið félagið og að það gæti gerst áður en 1. september gengur í garð. Nú hefur Talksport, stærsta íþróttaútvarpsstöð heims, sagt að Man United sé tilbúið að hlusta á tilboð í framherjann. It s the right decision, just too late. Could he go back to Sporting? Man Utd are now listening to offers for Ronaldo, according to our sources.Laura Woods and Ally McCoist discuss where Ronaldo could end up next. pic.twitter.com/ZdL921Ts3w— talkSPORT (@talkSPORT) August 16, 2022 Man United hefur byrjað skelfilega í deildinni og tapað fyrstu tveimur leikjum sínum með markatölunni 1-6. Liverpool kemur í heimsókn á Old Trafford næsta mánudag og gæti Ten Hag farið úr öskunni í eldinn fari svo að sá leikur tapist. Á vef Sky Sports er farið yfir helsta leikmannaslúður dagsins og þar er áhugavert nafn nefnt til sögunnar sem mögulegur arftaki Ronaldo. Um er að ræða hinn 33 ára gamla Pierre-Emerick Aubameyang sem er í dag leikmaður Barcelona en hann var fyrirliði Arsenal þar á undan. Talið var að Chelsea væri á höttunum á eftir Aubameyang en nú ku Man United vera að íhuga að reyna fá leikmanninn í sínar raðir. Barcelona þarf að losa leikmenn og er líklegt að framherjinn fáist ódýrt eða jafnvel frítt. Where next for Auba? — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 16, 2022 Ten Hag ku einnig vera að íhuga tilboð í Matheus Cunha, framherja Atlético Madríd. Sá að baki sjö A-landsleiki fyrir Brasilíu án þess þó að skora mark. Hann gekk í raðir Atlético á síðasta ári en virðist ekki vera í plönum Diego Simeone, þjálfara liðsins. Cunha er falur fyrir í kringum 50 milljónir punda.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. 16. ágúst 2022 09:01 Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31 Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sjá meira
Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. 16. ágúst 2022 09:01
Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31
Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30