Giftu sig í undirgöngum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2022 13:01 Steinþór Helgi og Glódís giftu sig með pomp og prakt við fallega athöfn á Flateyri síðastliðinn laugardag. Kristín María Glódís Guðgeirsdóttir, jarðfræðingur og plötusnúður, og Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður og athafnamaður, giftust hvort öðru við fallega athöfn á Flateyri síðastliðna helgi þar sem vinir og fjölskylda fögnuðu ástinni með þeim fram á rauða nótt. Fyrst stóð til að athöfnin yrði haldin utan dyra í varnargarði við Flateyri en sökum hellidembu færðist hún í göng rétt hjá og segja brúðhjónin að það hafi jafnvel bara verið betur heppnað en hitt. Blaðamaður tók púlsinn á brúðinni, Glódísi, og ræddi við hana um stóra daginn, ástina og einstakan brúðarkjól hennar sem hún gerði virkilega góð kaup á. 4000 krónu brúðarkjóll Glódís segist hafa verið frekar róleg í leitinni að brúðarkjólnum og var ekki alveg viss um hvað hún vildi. Hin ástföngnu og nýgiftu Glódís og Steinþór.Kristín María „Ég var svo einn daginn að labba Garðastrætið að sækja drenginn minn í leikskólann og labba fram hjá Hertex, verslun Hjálpræðishersins. Þá var greinilega nýkomin sending frá einhverri hefðarfrú og það var verið að hengja upp nokkra síðkjóla. Ég rak augun í þennan og þurfti varla að máta hann,“ segir Glódís og bætir við að kjóllinn hafi kostað hana 4000 krónur. „Hann birtist bara nákvæmlega þarna og ég vissi líka að ég vildi ekki eyða einhverjum 100 þúsund köllum í hann.“ Elín, nágrannakona móður Glódísar, starfar sem klæðskeri og minnkaði kjólinn svo hann smell passaði á brúðina. „Þetta var allt mjög heimilislegt og fallegt.“ Brúðurin er með liðugri Íslendingum og átti auðvelt með að teygja fótinn upp í loft í kjólnum.Kristín María Yndislegur staður Brúðkaupið hafði staðið til í tvö ár en Covid hafði áhrif á að þau neyddust til að fresta því. Þau tóku þó forskot á sæluna síðastliðið sumar. „Við ætluðum að gifta okkur fyrir tveimur árum síðan en við giftum okkur í fyrra á Flateyri.“ Þau fengu mæður sínar til að vera með þeim í lítilli athöfn. „Steinþór og vinir hans Ásgeir Guðmundsson og Hlynur Helgi voru beðnir um að sjá um veitingastaðinn og barinn Vagninn yfir síðasta sumar.“ Eftir að hafa eytt öllu sumrinu á Flateyri átti staðurinn hjörtu brúðhjónanna. „Við höfðum áður komið á Flateyri og vissum hvað þetta var yndislegur staður þannig að við stukkum til og áttum eitt besta sumar í manna minnum.“ Ástin einkenndi andrúmsloftið á Flateyri síðastliðinn laugardag.Kristín María Síðasta sumar fóru þau svo að hugsa hvar stóra athöfnin ætti að vera. Hellidemba „Athöfnin átti fyrst að vera utan dyra inn í varnargarðinum hjá snjóflóðavörnunum en það kom hellidemba þannig að við færðum allt inn í göngin. Við létum það virka og það kom eiginlega bara betur út,“ segir Glódís. Allir samankomnir í undirgöngunum sem björguðu athöfninni.Kristín María Úrvals lið söngvara söng í athöfninni og má þar nefna hljómsveitina GÓSS, þau Sigríði Thorlacious, Sigurð Guðmundsson og Guðmund Óskar ásamt hluta úr hljómsveitinni Hjaltalín þar sem Högni söng ásamt Sigríði og Guðmundi. Glódís segir að tónlistin hafi hljómað virkilega vel í göngunum. Rigningin stöðvar sannarlega ekki ástina.Kristín María Allar hendur nýttar Dagurinn var draumi líkastur og byrjaði með sól og blíðu. „Við vöknuðum um 9 og fórum að týna blóm, það er allt í fallegum blómum á Flateyri,“ segir Glódís. Fyrri parti dags var eytt í huggulegheit þar sem hún fór meðal annars með son sinn í sund og svo kláruðu þau að græja salinn. „Þar voru allar hendur nýttar og vinir okkar hjálpuðu okkur að græja það á svona hálftíma.“ Atli Már stýrði athöfninni.Kristín María Athöfnin hófst klukkan fjögur og var það Atli Már Steinarsson sem sá um athöfnina. Allir hjálpuðust að við að hringja á milli svo það færi ekki fram hjá neinum að athöfnin hefði verið færð inn í göngin. Að henni lokinni hófust veisluhöld þar sem Ásgeir Guðmundsson var veislustjóri og fólk dansaði saman fram á rauða nótt. Gestir gengu á eftir brúðhjónunum í miklu stuði.Kristín María Hér má sjá fleiri myndir úr brúðkaupinu: Hjónin eru mikið stemnings fólk og áttu ekki erfitt með að grípa inn í DJ sett kvöldsins.Owen Fiene Listakonan Rakel Tómasdóttir er góð vinkona Glódísar.Kristín María Steinþór Helgi, Glódís og sonur þeirra Einar Glói í einlægu faðmlagi.Kristín María Glódís er fyrrum afrekskona í fimleikum og sýndi glæsilega takta á dansgólfinu,Owen Fiene Fjölskyldan Einar Glói, Steinþór Helgi og Glódís.Kristín María Nýgift.Kristín María Gestir lyftu glösum.Owen Fiene Hjónin ásamt mæðrum sínum.Owen Fiene Blómvöndurinn með nýtýndum blómum.Kristín María Gleðin var svo sannarlega við völd.Kristín María Brúðkaup Ástin og lífið Ísafjarðarbær Samkvæmislífið Tengdar fréttir Myndaveisla: Brúðkaup Þórhildar Sunnu og Rafaels Orpel Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata giftist Rafael Orpel við fallega athöfn undir stjórn Arnars Snæberg hjá Siðmennt síðastliðinn laugardag. Sunna skartaði bleikum og gylltum brúðarkjól sem hún var í skýjunum með og tengist náið ævagamalli ást hennar á fatnaði og sögum frá 18. öldinni. Blaðamaður tók púlsinn á Sunnu og fékk að heyra nánar frá draumadeginum. 11. ágúst 2022 17:01 Edda Hermanns og Ríkharður Daða héldu draumabrúðkaup á Ítalíu Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, og Ríkharður Daðason, fjárfestir og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu héldu draumabrúðkaup á Ítalíu. Birgitta Haukdal, Ragnhildur Gísladóttir og Andri Guðmundsson sáu um að skemmta gestum í veislunni. 12. ágúst 2022 16:06 Emmsjé Gauti og Jovana gengin í það heilaga Gauti Þeyr Másson og Jovana Schally giftu sig við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. Parið trúlofaði sig árið 2019. 6. ágúst 2022 17:52 Georg á Kalda bar og Anaïs Barthe: Brúðkaupsdraumur í Suður-Frakklandi George Leite eigandi Kalda bars giftist ástinni sinni Anaïs Barthe Leite í síðustu viku við fallega athöfn í Suður-Frakklandi. Lífið á Vísi tók púlsinn á honum og fékk að heyra meira um stóra daginn. 26. júlí 2022 15:31 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Fyrst stóð til að athöfnin yrði haldin utan dyra í varnargarði við Flateyri en sökum hellidembu færðist hún í göng rétt hjá og segja brúðhjónin að það hafi jafnvel bara verið betur heppnað en hitt. Blaðamaður tók púlsinn á brúðinni, Glódísi, og ræddi við hana um stóra daginn, ástina og einstakan brúðarkjól hennar sem hún gerði virkilega góð kaup á. 4000 krónu brúðarkjóll Glódís segist hafa verið frekar róleg í leitinni að brúðarkjólnum og var ekki alveg viss um hvað hún vildi. Hin ástföngnu og nýgiftu Glódís og Steinþór.Kristín María „Ég var svo einn daginn að labba Garðastrætið að sækja drenginn minn í leikskólann og labba fram hjá Hertex, verslun Hjálpræðishersins. Þá var greinilega nýkomin sending frá einhverri hefðarfrú og það var verið að hengja upp nokkra síðkjóla. Ég rak augun í þennan og þurfti varla að máta hann,“ segir Glódís og bætir við að kjóllinn hafi kostað hana 4000 krónur. „Hann birtist bara nákvæmlega þarna og ég vissi líka að ég vildi ekki eyða einhverjum 100 þúsund köllum í hann.“ Elín, nágrannakona móður Glódísar, starfar sem klæðskeri og minnkaði kjólinn svo hann smell passaði á brúðina. „Þetta var allt mjög heimilislegt og fallegt.“ Brúðurin er með liðugri Íslendingum og átti auðvelt með að teygja fótinn upp í loft í kjólnum.Kristín María Yndislegur staður Brúðkaupið hafði staðið til í tvö ár en Covid hafði áhrif á að þau neyddust til að fresta því. Þau tóku þó forskot á sæluna síðastliðið sumar. „Við ætluðum að gifta okkur fyrir tveimur árum síðan en við giftum okkur í fyrra á Flateyri.“ Þau fengu mæður sínar til að vera með þeim í lítilli athöfn. „Steinþór og vinir hans Ásgeir Guðmundsson og Hlynur Helgi voru beðnir um að sjá um veitingastaðinn og barinn Vagninn yfir síðasta sumar.“ Eftir að hafa eytt öllu sumrinu á Flateyri átti staðurinn hjörtu brúðhjónanna. „Við höfðum áður komið á Flateyri og vissum hvað þetta var yndislegur staður þannig að við stukkum til og áttum eitt besta sumar í manna minnum.“ Ástin einkenndi andrúmsloftið á Flateyri síðastliðinn laugardag.Kristín María Síðasta sumar fóru þau svo að hugsa hvar stóra athöfnin ætti að vera. Hellidemba „Athöfnin átti fyrst að vera utan dyra inn í varnargarðinum hjá snjóflóðavörnunum en það kom hellidemba þannig að við færðum allt inn í göngin. Við létum það virka og það kom eiginlega bara betur út,“ segir Glódís. Allir samankomnir í undirgöngunum sem björguðu athöfninni.Kristín María Úrvals lið söngvara söng í athöfninni og má þar nefna hljómsveitina GÓSS, þau Sigríði Thorlacious, Sigurð Guðmundsson og Guðmund Óskar ásamt hluta úr hljómsveitinni Hjaltalín þar sem Högni söng ásamt Sigríði og Guðmundi. Glódís segir að tónlistin hafi hljómað virkilega vel í göngunum. Rigningin stöðvar sannarlega ekki ástina.Kristín María Allar hendur nýttar Dagurinn var draumi líkastur og byrjaði með sól og blíðu. „Við vöknuðum um 9 og fórum að týna blóm, það er allt í fallegum blómum á Flateyri,“ segir Glódís. Fyrri parti dags var eytt í huggulegheit þar sem hún fór meðal annars með son sinn í sund og svo kláruðu þau að græja salinn. „Þar voru allar hendur nýttar og vinir okkar hjálpuðu okkur að græja það á svona hálftíma.“ Atli Már stýrði athöfninni.Kristín María Athöfnin hófst klukkan fjögur og var það Atli Már Steinarsson sem sá um athöfnina. Allir hjálpuðust að við að hringja á milli svo það færi ekki fram hjá neinum að athöfnin hefði verið færð inn í göngin. Að henni lokinni hófust veisluhöld þar sem Ásgeir Guðmundsson var veislustjóri og fólk dansaði saman fram á rauða nótt. Gestir gengu á eftir brúðhjónunum í miklu stuði.Kristín María Hér má sjá fleiri myndir úr brúðkaupinu: Hjónin eru mikið stemnings fólk og áttu ekki erfitt með að grípa inn í DJ sett kvöldsins.Owen Fiene Listakonan Rakel Tómasdóttir er góð vinkona Glódísar.Kristín María Steinþór Helgi, Glódís og sonur þeirra Einar Glói í einlægu faðmlagi.Kristín María Glódís er fyrrum afrekskona í fimleikum og sýndi glæsilega takta á dansgólfinu,Owen Fiene Fjölskyldan Einar Glói, Steinþór Helgi og Glódís.Kristín María Nýgift.Kristín María Gestir lyftu glösum.Owen Fiene Hjónin ásamt mæðrum sínum.Owen Fiene Blómvöndurinn með nýtýndum blómum.Kristín María Gleðin var svo sannarlega við völd.Kristín María
Brúðkaup Ástin og lífið Ísafjarðarbær Samkvæmislífið Tengdar fréttir Myndaveisla: Brúðkaup Þórhildar Sunnu og Rafaels Orpel Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata giftist Rafael Orpel við fallega athöfn undir stjórn Arnars Snæberg hjá Siðmennt síðastliðinn laugardag. Sunna skartaði bleikum og gylltum brúðarkjól sem hún var í skýjunum með og tengist náið ævagamalli ást hennar á fatnaði og sögum frá 18. öldinni. Blaðamaður tók púlsinn á Sunnu og fékk að heyra nánar frá draumadeginum. 11. ágúst 2022 17:01 Edda Hermanns og Ríkharður Daða héldu draumabrúðkaup á Ítalíu Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, og Ríkharður Daðason, fjárfestir og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu héldu draumabrúðkaup á Ítalíu. Birgitta Haukdal, Ragnhildur Gísladóttir og Andri Guðmundsson sáu um að skemmta gestum í veislunni. 12. ágúst 2022 16:06 Emmsjé Gauti og Jovana gengin í það heilaga Gauti Þeyr Másson og Jovana Schally giftu sig við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. Parið trúlofaði sig árið 2019. 6. ágúst 2022 17:52 Georg á Kalda bar og Anaïs Barthe: Brúðkaupsdraumur í Suður-Frakklandi George Leite eigandi Kalda bars giftist ástinni sinni Anaïs Barthe Leite í síðustu viku við fallega athöfn í Suður-Frakklandi. Lífið á Vísi tók púlsinn á honum og fékk að heyra meira um stóra daginn. 26. júlí 2022 15:31 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Myndaveisla: Brúðkaup Þórhildar Sunnu og Rafaels Orpel Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata giftist Rafael Orpel við fallega athöfn undir stjórn Arnars Snæberg hjá Siðmennt síðastliðinn laugardag. Sunna skartaði bleikum og gylltum brúðarkjól sem hún var í skýjunum með og tengist náið ævagamalli ást hennar á fatnaði og sögum frá 18. öldinni. Blaðamaður tók púlsinn á Sunnu og fékk að heyra nánar frá draumadeginum. 11. ágúst 2022 17:01
Edda Hermanns og Ríkharður Daða héldu draumabrúðkaup á Ítalíu Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, og Ríkharður Daðason, fjárfestir og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu héldu draumabrúðkaup á Ítalíu. Birgitta Haukdal, Ragnhildur Gísladóttir og Andri Guðmundsson sáu um að skemmta gestum í veislunni. 12. ágúst 2022 16:06
Emmsjé Gauti og Jovana gengin í það heilaga Gauti Þeyr Másson og Jovana Schally giftu sig við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. Parið trúlofaði sig árið 2019. 6. ágúst 2022 17:52
Georg á Kalda bar og Anaïs Barthe: Brúðkaupsdraumur í Suður-Frakklandi George Leite eigandi Kalda bars giftist ástinni sinni Anaïs Barthe Leite í síðustu viku við fallega athöfn í Suður-Frakklandi. Lífið á Vísi tók púlsinn á honum og fékk að heyra meira um stóra daginn. 26. júlí 2022 15:31