Hvað er planið? Sara Dögg Svanhildardóttir og Unnur Helga Óttarsdóttir skrifa 18. ágúst 2022 07:01 Á hverju ári útskrifast 65-90 fötluð ungmenni af starfsbrautum framhaldsskólanna. Þessi ungmenni hafa farið í gegnum skólakerfið frá leikskóla yfir í grunnskóla og standa á sömu tímamótum og ófatlaðir jafnaldrar við útskrift úr framhaldsskóla. Eftirvænting og tilhlökkun ætti að vera þeim efst í huga líkt og annarra ungmenna en fyrir flesta er það því miður ekki staðan. Menntakerfið okkar skapar ekki rými fyrir alla, bara suma. Hvað er planið? Er yfirskrift herferðar sem hefst í dag. Þar varpa Landssamtökin Þroskahjálp ljósi á stöðu fatlaðra ungmenna þegar kemur að námstækifærum að loknu námi af starfsbrautum framhaldsskólanna. Ungmennin sem koma að herferðinni eiga öll sína drauma og þrár og deila þeim með okkur næstu daga á samfélagsmiðlum sem og á strætóskiltum vítt og breytt um höfuðborgina. Tækifæri fyrir öll líka fötluð ungmenni. Rödd þeirra er sterk og skýr. Fötluð ungmenni gera þá kröfu að hafa sömu tækifæri og önnur ungmenni, og draga fram þann fáránleika sem samfélagið hefur viðhaldið allt of lengi. Skilaboðin eru einföld og skýr: það er kominn tími til þess að breyta þessu. En eins og eitt ungmennið orðar svo vel og nær að fanga kjarna málsins: „Ég vonast til að allir fái tækifæri til að verða það sem þau langar til í framtíðinni og skora á stjórnvöld að breyta kerfinu eins og það er í dag. Þaðþarf að vera með nám sem stendur til boða fyrir fatlaða og bjóða upp á þá hluti sem hægt er að bjóða upp á til að ýta fólki lengra í því sem það vill verða. Láta eins marga hluti verða mögulegir og fræðilegt er.“ Tíminn til þess að breyta er núna! Fötluð ungmenni hafa mjög takmörkuð námstækifæri og fáar, afmarkaðar leiðir til að mennta sig. Það er sorglegt að sjá hvernig kerfið okkar mætir þessum dýrmæta og kraftmikla hópi og við því þarf að bregðast. Enginn mælir þessu bót, enginn telur það sanngjarnt eða réttlætanlegt að fatlað fólk njóti ekki sömu réttinda og annað fólk. Samt halda hlutirnir áfrm að malla í sama farinu ár eftir ár. Kerfið er mannanna verk og því er ekki eftir neinu að bíða. Á sama tíma verður atvinnulífið og hið opinbera að taka höndum saman og vera tilbúin til að taka á móti fötluðu fólki á vinnumarkaðinn. Mikilvægt er að tryggja fötluðu fólki góð og spennandi störf, og viðeigandi stuðning til þess að sinna þeim. Tökum höndum saman og sköpum náms- og atvinnutækifæri fyrir öll. Líka fötluð ungmenni! Þú getur lagt fötluðum ungmennum lið með því að skrifa undir á askorun.throskahjalp.is. Undirskriftirnar verða afhentar ríkisstjórn Íslands og Samtökunum atvinnulífsins. Sara Dögg Svanhildardóttir, – verkefnastjóri náms- og atvinnutækifæra hjá ÞroskahjálpUnnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Málefni fatlaðs fólks Vinnumarkaður Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Á hverju ári útskrifast 65-90 fötluð ungmenni af starfsbrautum framhaldsskólanna. Þessi ungmenni hafa farið í gegnum skólakerfið frá leikskóla yfir í grunnskóla og standa á sömu tímamótum og ófatlaðir jafnaldrar við útskrift úr framhaldsskóla. Eftirvænting og tilhlökkun ætti að vera þeim efst í huga líkt og annarra ungmenna en fyrir flesta er það því miður ekki staðan. Menntakerfið okkar skapar ekki rými fyrir alla, bara suma. Hvað er planið? Er yfirskrift herferðar sem hefst í dag. Þar varpa Landssamtökin Þroskahjálp ljósi á stöðu fatlaðra ungmenna þegar kemur að námstækifærum að loknu námi af starfsbrautum framhaldsskólanna. Ungmennin sem koma að herferðinni eiga öll sína drauma og þrár og deila þeim með okkur næstu daga á samfélagsmiðlum sem og á strætóskiltum vítt og breytt um höfuðborgina. Tækifæri fyrir öll líka fötluð ungmenni. Rödd þeirra er sterk og skýr. Fötluð ungmenni gera þá kröfu að hafa sömu tækifæri og önnur ungmenni, og draga fram þann fáránleika sem samfélagið hefur viðhaldið allt of lengi. Skilaboðin eru einföld og skýr: það er kominn tími til þess að breyta þessu. En eins og eitt ungmennið orðar svo vel og nær að fanga kjarna málsins: „Ég vonast til að allir fái tækifæri til að verða það sem þau langar til í framtíðinni og skora á stjórnvöld að breyta kerfinu eins og það er í dag. Þaðþarf að vera með nám sem stendur til boða fyrir fatlaða og bjóða upp á þá hluti sem hægt er að bjóða upp á til að ýta fólki lengra í því sem það vill verða. Láta eins marga hluti verða mögulegir og fræðilegt er.“ Tíminn til þess að breyta er núna! Fötluð ungmenni hafa mjög takmörkuð námstækifæri og fáar, afmarkaðar leiðir til að mennta sig. Það er sorglegt að sjá hvernig kerfið okkar mætir þessum dýrmæta og kraftmikla hópi og við því þarf að bregðast. Enginn mælir þessu bót, enginn telur það sanngjarnt eða réttlætanlegt að fatlað fólk njóti ekki sömu réttinda og annað fólk. Samt halda hlutirnir áfrm að malla í sama farinu ár eftir ár. Kerfið er mannanna verk og því er ekki eftir neinu að bíða. Á sama tíma verður atvinnulífið og hið opinbera að taka höndum saman og vera tilbúin til að taka á móti fötluðu fólki á vinnumarkaðinn. Mikilvægt er að tryggja fötluðu fólki góð og spennandi störf, og viðeigandi stuðning til þess að sinna þeim. Tökum höndum saman og sköpum náms- og atvinnutækifæri fyrir öll. Líka fötluð ungmenni! Þú getur lagt fötluðum ungmennum lið með því að skrifa undir á askorun.throskahjalp.is. Undirskriftirnar verða afhentar ríkisstjórn Íslands og Samtökunum atvinnulífsins. Sara Dögg Svanhildardóttir, – verkefnastjóri náms- og atvinnutækifæra hjá ÞroskahjálpUnnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun