Lamaðist eftir bílslys og missti manninn sinn á sama ári Árni Sæberg skrifar 17. ágúst 2022 11:05 Elínborg verður í hjólastól það sem eftir er. Bylgjan Elínborg Steinunnardóttir lamaðist á vinstri hlið líkamans eftir alvarlegt bílslys árið 2020. Í maí sama ár greindist eiginmaður hennar, Þröstur Ingimarsson, með heilaæxli. Hann lést aðeins hálfu ári síðar, á meðan Elínborg lá enn inni á sjúkrahúsi. Elínborg var á leið til vinnu ásamt vinkonu sinni í janúar árið 2020 þegar ekið var framan á bíl þeirra á Sandgerðisvegi á Reykjanesi. Ökumaður bílsins sem ók framan á þær var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og var lögreglan að veita honum eftirför þegar slysið varð. Elínborg ræddi raunasögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun en henni var hvergi nærri lokið eftir bílslysið. Eftir slysið fékk hún heilablóðfall sem olli því að hún lamaðist algjörlega á vinstri hlið líkamans. Hún lá inni á sjúkrahúsi í 58 vikur. Á þeim 58 vikum sem Elínborg lá inni varð hún fyrir öðru áfalli. Eiginmaður hennar greindist með heilaæxli í maí 2020 og var látinn í nóvember sama ár. „Þetta er náttúrulega búið að vera alveg skelfilegt síðan,“ segir Elínborg og bætir við að líf hennar hafi verið hryllingur miðað við það sem áður var. Fyrir slysið og krabbameinið höfðu þau Þröstur komið sér vel fyrir í Höfnum á Reykjanesi. „Allt lék í lyndi,“ segir Elínborg. Nú sé hún enn þá að átta sig á nýjum raunveruleika. Slapp betur en vinkonan Vinkona Elínborgar sem ók bílnum slapp frá slysinu án lífshættulegra meiðsla. Elínborg telur sig þó hafa sloppið betur frá slysinu en vinkonan. „Hún var ekki alveg jafnheppin og ég, hún fékk þetta á sálina af því hún var að keyra. Það er alltaf verra að fá eitthvað á sálina heldur en einhver beinbrot,“ segir Elínborg. Þær vinkonur höfðu lagt það í vana sinn að hjóla saman til vinnu, heila 42 kílómetra á dag. „En þennan dag ákváðum við að taka bílinn en ekki hjólin,“ segir hún. Stefnir á HM í pílukasti Fyrir slysið var Elínborg öflug pílukastskona. Hún hafði verið í landsliðinu í pílu og unnið fjölmarga titla í greininni. Nú hefur hún byrjað að kasta pílum á ný og stefnir á heimsmeistaramót fatlaðra í pílu sem haldið verður á Krít í október. Hún hefur æft sig mikið heima og er spennt fyrir þátttöku í mótinu. „Ég hef náttúrulega forskot af því ég hafði spilað pílu svo lengi,“ segir Elínborg. Hún segist þó ekkert geta sagt til um það hvernig væntingar hún hafi til árangurs á mótinu enda hafi hún aldrei keppt í flokki fatlaðra áður. „Ég átta mig ekki á því hvernig hinir keppendurnir eru,“ segir hún. Hún segir að það kosti vænan skilding að keppa í mótinu eða um tvær milljónir króna. Hún hefur staðið fyrir söfnun til að komast á mótið auk þess að Skötumessan, sem Ásmundur Friðriksson stendur fyrir, hefur lofað henni stuðningi. Heimir Karlsson, þáttastjórnandi Bítisins, náði tali af Ásmundi í morgun og gat fært Elínborgu þau gleðitíðindi að Skötumessan myndi ná að styrkja hana um nærri tvær milljónir. Þeim sem vilja styrkja Elínborgu til ferðarinnar er bent á eftirfarandi reikningsupplýsingar. Reikningsnúmer: 0142-05-70506 Kennitala: 580711-0650 Hlusta má á viðtalið við Elínborgu í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Bítið Pílukast Málefni fatlaðs fólks Reykjanesbær Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Elínborg var á leið til vinnu ásamt vinkonu sinni í janúar árið 2020 þegar ekið var framan á bíl þeirra á Sandgerðisvegi á Reykjanesi. Ökumaður bílsins sem ók framan á þær var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og var lögreglan að veita honum eftirför þegar slysið varð. Elínborg ræddi raunasögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun en henni var hvergi nærri lokið eftir bílslysið. Eftir slysið fékk hún heilablóðfall sem olli því að hún lamaðist algjörlega á vinstri hlið líkamans. Hún lá inni á sjúkrahúsi í 58 vikur. Á þeim 58 vikum sem Elínborg lá inni varð hún fyrir öðru áfalli. Eiginmaður hennar greindist með heilaæxli í maí 2020 og var látinn í nóvember sama ár. „Þetta er náttúrulega búið að vera alveg skelfilegt síðan,“ segir Elínborg og bætir við að líf hennar hafi verið hryllingur miðað við það sem áður var. Fyrir slysið og krabbameinið höfðu þau Þröstur komið sér vel fyrir í Höfnum á Reykjanesi. „Allt lék í lyndi,“ segir Elínborg. Nú sé hún enn þá að átta sig á nýjum raunveruleika. Slapp betur en vinkonan Vinkona Elínborgar sem ók bílnum slapp frá slysinu án lífshættulegra meiðsla. Elínborg telur sig þó hafa sloppið betur frá slysinu en vinkonan. „Hún var ekki alveg jafnheppin og ég, hún fékk þetta á sálina af því hún var að keyra. Það er alltaf verra að fá eitthvað á sálina heldur en einhver beinbrot,“ segir Elínborg. Þær vinkonur höfðu lagt það í vana sinn að hjóla saman til vinnu, heila 42 kílómetra á dag. „En þennan dag ákváðum við að taka bílinn en ekki hjólin,“ segir hún. Stefnir á HM í pílukasti Fyrir slysið var Elínborg öflug pílukastskona. Hún hafði verið í landsliðinu í pílu og unnið fjölmarga titla í greininni. Nú hefur hún byrjað að kasta pílum á ný og stefnir á heimsmeistaramót fatlaðra í pílu sem haldið verður á Krít í október. Hún hefur æft sig mikið heima og er spennt fyrir þátttöku í mótinu. „Ég hef náttúrulega forskot af því ég hafði spilað pílu svo lengi,“ segir Elínborg. Hún segist þó ekkert geta sagt til um það hvernig væntingar hún hafi til árangurs á mótinu enda hafi hún aldrei keppt í flokki fatlaðra áður. „Ég átta mig ekki á því hvernig hinir keppendurnir eru,“ segir hún. Hún segir að það kosti vænan skilding að keppa í mótinu eða um tvær milljónir króna. Hún hefur staðið fyrir söfnun til að komast á mótið auk þess að Skötumessan, sem Ásmundur Friðriksson stendur fyrir, hefur lofað henni stuðningi. Heimir Karlsson, þáttastjórnandi Bítisins, náði tali af Ásmundi í morgun og gat fært Elínborgu þau gleðitíðindi að Skötumessan myndi ná að styrkja hana um nærri tvær milljónir. Þeim sem vilja styrkja Elínborgu til ferðarinnar er bent á eftirfarandi reikningsupplýsingar. Reikningsnúmer: 0142-05-70506 Kennitala: 580711-0650 Hlusta má á viðtalið við Elínborgu í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Bítið Pílukast Málefni fatlaðs fólks Reykjanesbær Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira