Ronaldo segir sannleikann koma í ljós eftir tvær vikur: Fær að heyra það frá Neville Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2022 11:01 Cristiano Ronaldo heldur áfram að koma sér í fréttirnar. John Walton/Getty Images Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum samherji Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er allt annað en sáttur með ummæli Ronaldo á Instagram. Þar sagði Portúgalinn að eftir tvær vikur kæmi í ljós að fjölmiðlar hefðu verið að ljúga. Framtíð Ronaldo hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur. Fyrst vildi hann fara frá Man United þar sem félagið var ekki að standa sig á leikmannamarkaðnum, og hann vildi spila í Meistaradeild Evrópu í vetur. Þá vildi Erik ten Hag, þjálfari liðsins, halda í stærsta nafnið í leikmannahópnum en eftir skelfilega byrjun á leiktíðinni og ítrekuð frekjuköst Ronaldo hefur Ten Hag að því virðist hafa skipt um skoðun. Á Instagram í gærkvöldi skrifaði Ronaldo svo tvö ummæli við mynd af sér sem hefur báðum verið eytt er þessi frétt er skrifuð. „Þau munu vita sannleikann þegar þau ræða við mig eftir tvær vikur. Fjölmiðlar ljúga. Ég er með glósubók og undanfarna mánuði hafa yfir 100 fréttir verið skrifaðar, aðeins fimm eru réttar,“ segir í síðari ummælum Ronaldo. Þau hafa verið þýdd yfir á ensku en voru upprunalega á portúgölsku. Skjáskot af þeim má sjá hér að neðan. Skjáskot af ummælum Ronaldo.Instagram Neville, sem lék með Ronaldo um árabil, er allt annað en sáttur með þessi ummæli Ronaldo. Hann tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni. „Af hverju þarf besti leikmaður í heimi (að mínu mati) að bíða í tvær vikur með að segja stuðningsfólki Manchester United sannleikann? Stígðu upp og segðu hann núna. Félagið er í krísu og það þarfnast leiðtoga. Hann er sá eini sem getur tæklað þessa umræðu.“ Why does the greatest player of all time (in my opinion) have to wait two weeks to tell Manchester United fans the truth? Stand up now and speak. The club is in crisis and it needs leaders to lead. He s the only one who can grab this situation by the scruff of the neck!— Gary Neville (@GNev2) August 17, 2022 Man United er á botni ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur og Ronaldo er ekki enn kominn á blað. Hann er talinn vera á förum frá félaginu og miðað við ummæli hans á Instagram þá ætlar hann að tjá sig um leið og félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segja Ronaldo vera til sölu | Aubameyang gæti leyst hann af hólmi Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi. 16. ágúst 2022 11:00 Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31 Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Framtíð Ronaldo hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur. Fyrst vildi hann fara frá Man United þar sem félagið var ekki að standa sig á leikmannamarkaðnum, og hann vildi spila í Meistaradeild Evrópu í vetur. Þá vildi Erik ten Hag, þjálfari liðsins, halda í stærsta nafnið í leikmannahópnum en eftir skelfilega byrjun á leiktíðinni og ítrekuð frekjuköst Ronaldo hefur Ten Hag að því virðist hafa skipt um skoðun. Á Instagram í gærkvöldi skrifaði Ronaldo svo tvö ummæli við mynd af sér sem hefur báðum verið eytt er þessi frétt er skrifuð. „Þau munu vita sannleikann þegar þau ræða við mig eftir tvær vikur. Fjölmiðlar ljúga. Ég er með glósubók og undanfarna mánuði hafa yfir 100 fréttir verið skrifaðar, aðeins fimm eru réttar,“ segir í síðari ummælum Ronaldo. Þau hafa verið þýdd yfir á ensku en voru upprunalega á portúgölsku. Skjáskot af þeim má sjá hér að neðan. Skjáskot af ummælum Ronaldo.Instagram Neville, sem lék með Ronaldo um árabil, er allt annað en sáttur með þessi ummæli Ronaldo. Hann tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni. „Af hverju þarf besti leikmaður í heimi (að mínu mati) að bíða í tvær vikur með að segja stuðningsfólki Manchester United sannleikann? Stígðu upp og segðu hann núna. Félagið er í krísu og það þarfnast leiðtoga. Hann er sá eini sem getur tæklað þessa umræðu.“ Why does the greatest player of all time (in my opinion) have to wait two weeks to tell Manchester United fans the truth? Stand up now and speak. The club is in crisis and it needs leaders to lead. He s the only one who can grab this situation by the scruff of the neck!— Gary Neville (@GNev2) August 17, 2022 Man United er á botni ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur og Ronaldo er ekki enn kominn á blað. Hann er talinn vera á förum frá félaginu og miðað við ummæli hans á Instagram þá ætlar hann að tjá sig um leið og félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segja Ronaldo vera til sölu | Aubameyang gæti leyst hann af hólmi Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi. 16. ágúst 2022 11:00 Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31 Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Segja Ronaldo vera til sölu | Aubameyang gæti leyst hann af hólmi Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi. 16. ágúst 2022 11:00
Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31
Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30