Ef íslenskur ríkisborgari er myrtur erlendis hefur utanríkisráðherra ekki pólitísk afskipti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2022 12:17 Utanríkisráðherra hefur almennt ekki pólitísk afskipti af einstaka málum. vísir/samsett Ef íslenskur ríkisborgari er myrtur erlendis hefur utanríkisráðherra almennt ekki pólitísk afskipti af málinu. Þetta segir upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins sem segir ráðuneytinu ekki heimilt að hafa afskipti af lögreglurannsókn í öðrum löndum. Fréttastofa hefur ítarlega fjallað um mál Hrafnhildar Lilju Georgsdóttir sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum síðan. Móðir Hrafnhildar steig fram í viðtali og sagði íslensk stjórnvöld hafa brugðist í málinu með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn þess. Í gær greindi embætti ríkislögreglustjóra frá því að í tilefni af umfjöllun um málið ætli lögreglan á Íslandi að fara aftur yfir morðmál Hrafnhildar Lilju og óska eftir gögnum og svörum frá lögreglunni í Dóminíska lýðveldinu. Utanríkisráðuneytinu ekki heimilt að hafa afskipti Upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins segir að við þær aðstæður þegar grunur er um að eitthvað saknæmt hafi komið fyrir íslenskan ríkisborgara í útlöndum þá sé rannsókn og meðferð yfir slíkum málum á forræði lögregluyfirvalda í viðkomandi landi. „En utanríkisráðuneytinu er ekki heimilt að hafa afskipti af meðferð slíkra lögreglumála. Það sem utanríkisþjónustan kannski fyrst og fremst gerir í slíkum tilvikum er að leiðbeina aðstandendum og aðstoða þá eins og kostur er við að afla upplýsinga um framgang málanna hjá erlendum lögregluyfirvöldum,“ sagði Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi. Ráðuneyti getur veitt almennar upplýsingar, vísað á lögmenn og sérfræðinga ef tilefni er til, en almennt geti utanríkisráðuneytið ekki haft nein bein afskipti. Utanríkisráðherra hefur ekki afskipti En utanríkisráðherra, getur ráðherra ekki pólitískt beitt sér í svona máli? „Almennt séð hefur utanríkisráðherra ekki pólitísk afskipti af einstaka málum, sérstaklega ekki ef þau eru til meðferðar hjá lögregluyfirvöldum í viðkomandi ríki. Sakamálarannsóknir hafa sinn gang og samskipti verða að vera fyrst og fremst að vera á milli lögregluyfirvalda í viðkomandi ríki og hér heima.“ Nú sjáum við varðandi stríðið í Úkraínu, þar beitir utanríkisráðherra sér. Hvar er línan? Afhverju beitir ráðherra sér þegar kemur að stríðinu í Úkraínu en getur ekki ger það í svona máli? „Þetta tvennt er gjörólíkt. Annað er pólitískt mál. Stríð og stríðsrekstur eru hápólitísk og lausnir á þeim eru pólitískar og þess vegna tekur Ísland þátt í ríkjasamstarfi og beitir sér fyrir pólitískum lausnum á ófriði en í einstaka sakamálum er allt öðru til að dreifa.“ Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Ferðalög Lögreglan Lögreglumál Utanríkismál Tengdar fréttir „Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30 Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma 16. ágúst 2022 12:23 Fengu ekki fullnægjandi svör á sínum tíma: „Við gerum aðra atlögu“ Lögreglan á Íslandi hefur ákveðið að gera aðra tilraun til þess að fá skýringar í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Ríkislögreglustjóri segir að óskað verði eftir frekari gögnum og svörum sem ekki bárust á sínum tíma. 16. ágúst 2022 18:30 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Fréttastofa hefur ítarlega fjallað um mál Hrafnhildar Lilju Georgsdóttir sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum síðan. Móðir Hrafnhildar steig fram í viðtali og sagði íslensk stjórnvöld hafa brugðist í málinu með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn þess. Í gær greindi embætti ríkislögreglustjóra frá því að í tilefni af umfjöllun um málið ætli lögreglan á Íslandi að fara aftur yfir morðmál Hrafnhildar Lilju og óska eftir gögnum og svörum frá lögreglunni í Dóminíska lýðveldinu. Utanríkisráðuneytinu ekki heimilt að hafa afskipti Upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins segir að við þær aðstæður þegar grunur er um að eitthvað saknæmt hafi komið fyrir íslenskan ríkisborgara í útlöndum þá sé rannsókn og meðferð yfir slíkum málum á forræði lögregluyfirvalda í viðkomandi landi. „En utanríkisráðuneytinu er ekki heimilt að hafa afskipti af meðferð slíkra lögreglumála. Það sem utanríkisþjónustan kannski fyrst og fremst gerir í slíkum tilvikum er að leiðbeina aðstandendum og aðstoða þá eins og kostur er við að afla upplýsinga um framgang málanna hjá erlendum lögregluyfirvöldum,“ sagði Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi. Ráðuneyti getur veitt almennar upplýsingar, vísað á lögmenn og sérfræðinga ef tilefni er til, en almennt geti utanríkisráðuneytið ekki haft nein bein afskipti. Utanríkisráðherra hefur ekki afskipti En utanríkisráðherra, getur ráðherra ekki pólitískt beitt sér í svona máli? „Almennt séð hefur utanríkisráðherra ekki pólitísk afskipti af einstaka málum, sérstaklega ekki ef þau eru til meðferðar hjá lögregluyfirvöldum í viðkomandi ríki. Sakamálarannsóknir hafa sinn gang og samskipti verða að vera fyrst og fremst að vera á milli lögregluyfirvalda í viðkomandi ríki og hér heima.“ Nú sjáum við varðandi stríðið í Úkraínu, þar beitir utanríkisráðherra sér. Hvar er línan? Afhverju beitir ráðherra sér þegar kemur að stríðinu í Úkraínu en getur ekki ger það í svona máli? „Þetta tvennt er gjörólíkt. Annað er pólitískt mál. Stríð og stríðsrekstur eru hápólitísk og lausnir á þeim eru pólitískar og þess vegna tekur Ísland þátt í ríkjasamstarfi og beitir sér fyrir pólitískum lausnum á ófriði en í einstaka sakamálum er allt öðru til að dreifa.“
Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Ferðalög Lögreglan Lögreglumál Utanríkismál Tengdar fréttir „Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30 Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma 16. ágúst 2022 12:23 Fengu ekki fullnægjandi svör á sínum tíma: „Við gerum aðra atlögu“ Lögreglan á Íslandi hefur ákveðið að gera aðra tilraun til þess að fá skýringar í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Ríkislögreglustjóri segir að óskað verði eftir frekari gögnum og svörum sem ekki bárust á sínum tíma. 16. ágúst 2022 18:30 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
„Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30
Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma 16. ágúst 2022 12:23
Fengu ekki fullnægjandi svör á sínum tíma: „Við gerum aðra atlögu“ Lögreglan á Íslandi hefur ákveðið að gera aðra tilraun til þess að fá skýringar í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Ríkislögreglustjóri segir að óskað verði eftir frekari gögnum og svörum sem ekki bárust á sínum tíma. 16. ágúst 2022 18:30