Man United íhugar að fá Pulisic á láni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2022 13:00 Nýjasti leikmaðurinn til að vera orðaður við Man United. Matthew Ashton/Getty Images Forráðamenn Manchester United halda áfram að draga nöfn upp úr hatti og íhuga hvort félagið ætti að reyna sækja þann leikmann sem kemur upp hverju sinni. Eftir að hafa verið orðað við Casemiro, miðjumann Evrópumeistara Real Madríd, og Yann Sommer, markvörð Borussia Mönchengladbach, þá virðist sem Man Utd vilji fá Christian Pulisic á láni frá Chelsea. Pulisic er eftirsóttur en samkvæmt heimildum The Athletic hafa Newcastle United, Juventus og Atlético Madríd öll augastað á þessum 23 ára gamla vængmanni. Chelsea borgaði 58 milljón punda fyrir leikmanninn árið 2019 en hann hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar í Lundúnum. Exclusive: Manchester United are considering taking USMNT captain Christian Pulisic on loan from their Premier League rivals Chelsea, The Athletic can reveal. pic.twitter.com/PSqVqxV3Zs— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 17, 2022 Nú virðist Chelsea tilbúið að láta Pulisic fara og leikmaðurinn virðist tilbúinn líka. Hann er í leit að meiri spiltíma svo hann verði í sínu besta formi er HM í Katar hefst. Þar mun hann leiða þjóð sína út en Pulisic er fyrirliði liðsins. Hann hefur komið inn af bekknum í fyrstu tveimur leikjum Chelsea á leiktíðinni en vill vera í liði þar sem hann á meiri möguleika á að byrja leiki. Samkvæmt The Athletic væri Pulisic helst til í að fara til Manchester United þó svo að liðið sitji á botni ensku úrvalsdeildarinnar án stiga. Mögulega sér hann fram á að fá nóg að spila í liði sem sárlega vantar neista fram á við. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo segir sannleikann koma í ljós eftir tvær vikur: Fær að heyra það frá Neville Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum samherji Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er allt annað en sáttur með ummæli Ronaldo á Instagram. Þar sagði Portúgalinn að eftir tvær vikur kæmi í ljós að fjölmiðlar hefðu verið að ljúga. 17. ágúst 2022 11:01 United nær ekki að semja við Rabiot og íhugar nú miðjumann Real Madrid Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United virðist ekki ætla að ná að semja við franska miðjumanninn Adrien Rabiot og liðið skoðar nú aðra möguleika til að styrkja miðsvæðið. 17. ágúst 2022 07:00 Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. 16. ágúst 2022 09:01 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
Eftir að hafa verið orðað við Casemiro, miðjumann Evrópumeistara Real Madríd, og Yann Sommer, markvörð Borussia Mönchengladbach, þá virðist sem Man Utd vilji fá Christian Pulisic á láni frá Chelsea. Pulisic er eftirsóttur en samkvæmt heimildum The Athletic hafa Newcastle United, Juventus og Atlético Madríd öll augastað á þessum 23 ára gamla vængmanni. Chelsea borgaði 58 milljón punda fyrir leikmanninn árið 2019 en hann hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar í Lundúnum. Exclusive: Manchester United are considering taking USMNT captain Christian Pulisic on loan from their Premier League rivals Chelsea, The Athletic can reveal. pic.twitter.com/PSqVqxV3Zs— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 17, 2022 Nú virðist Chelsea tilbúið að láta Pulisic fara og leikmaðurinn virðist tilbúinn líka. Hann er í leit að meiri spiltíma svo hann verði í sínu besta formi er HM í Katar hefst. Þar mun hann leiða þjóð sína út en Pulisic er fyrirliði liðsins. Hann hefur komið inn af bekknum í fyrstu tveimur leikjum Chelsea á leiktíðinni en vill vera í liði þar sem hann á meiri möguleika á að byrja leiki. Samkvæmt The Athletic væri Pulisic helst til í að fara til Manchester United þó svo að liðið sitji á botni ensku úrvalsdeildarinnar án stiga. Mögulega sér hann fram á að fá nóg að spila í liði sem sárlega vantar neista fram á við.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo segir sannleikann koma í ljós eftir tvær vikur: Fær að heyra það frá Neville Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum samherji Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er allt annað en sáttur með ummæli Ronaldo á Instagram. Þar sagði Portúgalinn að eftir tvær vikur kæmi í ljós að fjölmiðlar hefðu verið að ljúga. 17. ágúst 2022 11:01 United nær ekki að semja við Rabiot og íhugar nú miðjumann Real Madrid Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United virðist ekki ætla að ná að semja við franska miðjumanninn Adrien Rabiot og liðið skoðar nú aðra möguleika til að styrkja miðsvæðið. 17. ágúst 2022 07:00 Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. 16. ágúst 2022 09:01 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
Ronaldo segir sannleikann koma í ljós eftir tvær vikur: Fær að heyra það frá Neville Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum samherji Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er allt annað en sáttur með ummæli Ronaldo á Instagram. Þar sagði Portúgalinn að eftir tvær vikur kæmi í ljós að fjölmiðlar hefðu verið að ljúga. 17. ágúst 2022 11:01
United nær ekki að semja við Rabiot og íhugar nú miðjumann Real Madrid Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United virðist ekki ætla að ná að semja við franska miðjumanninn Adrien Rabiot og liðið skoðar nú aðra möguleika til að styrkja miðsvæðið. 17. ágúst 2022 07:00
Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. 16. ágúst 2022 09:01