Mbl.is greinir frá þessu en samkvæmt þeim sýndi maðurinn, sem er um fimmtugt, einkennilega tilburði er hann gekk um með öxina. Þegar lögregla nálgaðist manninn hljóp hann í burtu og hóf lögregla að elta manninn.
Maðurinn var að lokum handtekinn fyrir aftan húsgagnaverslunina Bústóð við Tjarnargötu. Í samtali við mbl.is sagði Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, að lögregla hafi náð að tryggja ástandið áður en sérsveitin mætti á svæðið.
Lögreglan á Suðurnesjum gat ekki veitt fréttastofu frekari upplýsingar um málið.