Ríkasti maður Bretlands vill kaupa Manchester United Atli Arason skrifar 17. ágúst 2022 20:00 Jim Ratcliffe hefur verið mikið í umræðunni í íslenskum fjölmiðlum undanfarin ár. Hér er hann í viðtali við Stöð 2 fyrir ekki svo löngu síðan. Vísir/sigurjón Sir Jim Ratcliffe hefur lýst yfir áhuga á því að kaupa Manchester United og losa félagið undir krísunni sem það er í undir Glazer fjölskyldunni. Er þetta haft eftir talsmanni Ratcliffe í breskum fjölmiðlum í dag en Ratcliffe er ríkasti maður Bretlands samkvæmt Mirror. „Ef félagið er til sölu þá er Jim einn af hugsanlegum kaupendum. Við myndum þá hafa langtíma eignarhald í huga“ sagði talsmaður Ratcliffe. Glazer fjölskyldan keypti Manchester United árið 2005 og eru stuðningsmenn liðsins orðnir þreyttir á eigendunum en félagið hefur nánast verið í frjálsu falli síðustu ár. Stuðningsmenn United hafa ítrekað mótmælt núverandi eigendum en næstu fjöldamótmæli eru boðuð mánudaginn næsta, fyrir leik liðsins gegn Liverpool. Er þessi yfirlýsing Ratcliffe olía á þann eld en mikill fjöldi hefur boðað komu sína á mótmælin eftir að Ratcliffe lýsti yfir þessum áhuga. Mun Ratcliffe fjárfesta í félaginu með það í huga að bæta aðstæður liðsins, völlinn og leikmannahóp. „Þetta snýst ekki um peninga sem hefur verið eða hefur ekki verið eytt. Jim er að horfa á hvað getur verið gert hér og nú en hann veit hvað félagið er mikilvægt fyrir borgina og stuðningsmennina. Það er kominn tími á að endurræsa félagið“ Ratcliffe hafði fyrr á þessu ári lýst yfir áhuga á því að kaupa Chelsea en þau kaup gegnu ekki í eftir. Ratcliffe er nú þegar tengdur inn í fótboltann en hann á franska félagið Nice. Ratcliffe er fæddur í Failsworth sem er hluti af Manchester svæðinu og hefur sjálfur verið stuðningsmaður Manchester United allt sitt líf. Sir Jim Ratcliffe wants to buy a stake in Manchester United, spokesman tells @DickinsonTimes: “If the club is for sale, Jim is definitely a potential buyer”, told The Times. 🚨 #MUFC“If was possible, we’d be interested in talking with a view to long-term ownership”, added. pic.twitter.com/CQCxfdUbJT— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 17, 2022 Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Stuðningsmenn Man Utd ætla að mótmæla fyrir leikinn gegn Liverpool Boðað hefur verið til mótmæla á meðal stuðningsmanna Manchester United fyrir stórleikinn næsta mánudag gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Mótmælin munu fara fram fyrir utan leikvang liðsins, Old Trafford. 17. ágúst 2022 19:31 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Er þetta haft eftir talsmanni Ratcliffe í breskum fjölmiðlum í dag en Ratcliffe er ríkasti maður Bretlands samkvæmt Mirror. „Ef félagið er til sölu þá er Jim einn af hugsanlegum kaupendum. Við myndum þá hafa langtíma eignarhald í huga“ sagði talsmaður Ratcliffe. Glazer fjölskyldan keypti Manchester United árið 2005 og eru stuðningsmenn liðsins orðnir þreyttir á eigendunum en félagið hefur nánast verið í frjálsu falli síðustu ár. Stuðningsmenn United hafa ítrekað mótmælt núverandi eigendum en næstu fjöldamótmæli eru boðuð mánudaginn næsta, fyrir leik liðsins gegn Liverpool. Er þessi yfirlýsing Ratcliffe olía á þann eld en mikill fjöldi hefur boðað komu sína á mótmælin eftir að Ratcliffe lýsti yfir þessum áhuga. Mun Ratcliffe fjárfesta í félaginu með það í huga að bæta aðstæður liðsins, völlinn og leikmannahóp. „Þetta snýst ekki um peninga sem hefur verið eða hefur ekki verið eytt. Jim er að horfa á hvað getur verið gert hér og nú en hann veit hvað félagið er mikilvægt fyrir borgina og stuðningsmennina. Það er kominn tími á að endurræsa félagið“ Ratcliffe hafði fyrr á þessu ári lýst yfir áhuga á því að kaupa Chelsea en þau kaup gegnu ekki í eftir. Ratcliffe er nú þegar tengdur inn í fótboltann en hann á franska félagið Nice. Ratcliffe er fæddur í Failsworth sem er hluti af Manchester svæðinu og hefur sjálfur verið stuðningsmaður Manchester United allt sitt líf. Sir Jim Ratcliffe wants to buy a stake in Manchester United, spokesman tells @DickinsonTimes: “If the club is for sale, Jim is definitely a potential buyer”, told The Times. 🚨 #MUFC“If was possible, we’d be interested in talking with a view to long-term ownership”, added. pic.twitter.com/CQCxfdUbJT— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 17, 2022
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Stuðningsmenn Man Utd ætla að mótmæla fyrir leikinn gegn Liverpool Boðað hefur verið til mótmæla á meðal stuðningsmanna Manchester United fyrir stórleikinn næsta mánudag gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Mótmælin munu fara fram fyrir utan leikvang liðsins, Old Trafford. 17. ágúst 2022 19:31 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Stuðningsmenn Man Utd ætla að mótmæla fyrir leikinn gegn Liverpool Boðað hefur verið til mótmæla á meðal stuðningsmanna Manchester United fyrir stórleikinn næsta mánudag gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Mótmælin munu fara fram fyrir utan leikvang liðsins, Old Trafford. 17. ágúst 2022 19:31