Hótar að fylla liðsstjórn af vinum sínum til að hjóla í dómarana Atli Arason skrifar 17. ágúst 2022 22:50 Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar ásamt liðsstjórn. Vísir/Diego Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar var allt annað en sáttur við vítaspyrnu sem Keflavík fékk í 2-3 sigri liðsins í Mosfellsbæ í Bestu-deild kvenna í gær. „Maður verður bara að treysta dómaranum en það sást líka að dómarinn tekur 10 sekúndur að hugsa þetta og á meðan ráðast þeir [Keflvíkingar] á fjórða dómarann og það er óboðlegt. Ég sagði orðrétt við dómarann hvort ég ætti ekki að fylla liðsstjórn á skýrslu af vinum mínum og fara alltaf að hjóla í ykkur [dómarana],“ sagði Alexander í viðtali eftir leik. „Dómarinn beið og hann fékk eitthvað í eyrað, hvort það var aðstoðardómarinn eða fjórði dómarinn veit ég ekki,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna um atvikið. Vítaspyrnuna fékk Keflavík eftir að boltinn virtist fara í höndina á Mackenzie Cherry, leikmanni Aftureldingar. Aníta Lind Daníelsdóttir tók vítaspyrnuna og jafnaði leikinn í 2-2 áður en Dröfn Einarsdóttir skoraði svo sigurmark Keflavíkur stundarfjórðungi fyrir leikslok. Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðst í fréttinni en erfitt er að sjá nákvæmlega hvað gerðist frá því sjónarhorni. „Það er erfitt að greina þetta en við sjáum þetta eiginlega ómögulega,“ sagði þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir. „Ef höndinn er alveg upp við líkamann þá sveiflast hún ekki svona,“ svaraði Lilja Dögg Valþórsdóttir á móti. Bæði lið þurftu á sigri að halda í þessum sex stiga fallbaráttuslag og því eðlilegt að mönnum hafi verið svolítið heitt í hamsi. Eftir leikinn er Afturelding í fallsæti með 9 stig á meðan Keflavík er tveimur sætum ofar, í því sjöunda með 13 stig. Klippa: Hótar að fylla liðstjórn af vinum sínum til að hjóla í dómarann Besta deild kvenna Afturelding Keflavík ÍF Íslenski boltinn Tengdar fréttir Alexander Aron: Þetta er bara hundleiðinlegt og ég er brjálaður yfir þessu Afturelding tapaði í kvöld 2-3 gegn Keflavík í Bestu deild kvenna í Mosfellsbæ. Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, var ánægður með leik síns liðs en þó ósáttur með margt annað. 16. ágúst 2022 21:42 Umfjöllun og viðtal: Afturelding-Keflavík 2-3 | Keflvíkingar lyftu sér frá fallsvæðinu Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 16. ágúst 2022 21:49 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
„Maður verður bara að treysta dómaranum en það sást líka að dómarinn tekur 10 sekúndur að hugsa þetta og á meðan ráðast þeir [Keflvíkingar] á fjórða dómarann og það er óboðlegt. Ég sagði orðrétt við dómarann hvort ég ætti ekki að fylla liðsstjórn á skýrslu af vinum mínum og fara alltaf að hjóla í ykkur [dómarana],“ sagði Alexander í viðtali eftir leik. „Dómarinn beið og hann fékk eitthvað í eyrað, hvort það var aðstoðardómarinn eða fjórði dómarinn veit ég ekki,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna um atvikið. Vítaspyrnuna fékk Keflavík eftir að boltinn virtist fara í höndina á Mackenzie Cherry, leikmanni Aftureldingar. Aníta Lind Daníelsdóttir tók vítaspyrnuna og jafnaði leikinn í 2-2 áður en Dröfn Einarsdóttir skoraði svo sigurmark Keflavíkur stundarfjórðungi fyrir leikslok. Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðst í fréttinni en erfitt er að sjá nákvæmlega hvað gerðist frá því sjónarhorni. „Það er erfitt að greina þetta en við sjáum þetta eiginlega ómögulega,“ sagði þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir. „Ef höndinn er alveg upp við líkamann þá sveiflast hún ekki svona,“ svaraði Lilja Dögg Valþórsdóttir á móti. Bæði lið þurftu á sigri að halda í þessum sex stiga fallbaráttuslag og því eðlilegt að mönnum hafi verið svolítið heitt í hamsi. Eftir leikinn er Afturelding í fallsæti með 9 stig á meðan Keflavík er tveimur sætum ofar, í því sjöunda með 13 stig. Klippa: Hótar að fylla liðstjórn af vinum sínum til að hjóla í dómarann
Besta deild kvenna Afturelding Keflavík ÍF Íslenski boltinn Tengdar fréttir Alexander Aron: Þetta er bara hundleiðinlegt og ég er brjálaður yfir þessu Afturelding tapaði í kvöld 2-3 gegn Keflavík í Bestu deild kvenna í Mosfellsbæ. Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, var ánægður með leik síns liðs en þó ósáttur með margt annað. 16. ágúst 2022 21:42 Umfjöllun og viðtal: Afturelding-Keflavík 2-3 | Keflvíkingar lyftu sér frá fallsvæðinu Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 16. ágúst 2022 21:49 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Alexander Aron: Þetta er bara hundleiðinlegt og ég er brjálaður yfir þessu Afturelding tapaði í kvöld 2-3 gegn Keflavík í Bestu deild kvenna í Mosfellsbæ. Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, var ánægður með leik síns liðs en þó ósáttur með margt annað. 16. ágúst 2022 21:42
Umfjöllun og viðtal: Afturelding-Keflavík 2-3 | Keflvíkingar lyftu sér frá fallsvæðinu Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 16. ágúst 2022 21:49