Ryan Giggs brotnaði niður og grét er hann bar vitni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2022 12:01 Áttundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs fór fram í gær. Hér er hann ásamt verjendum sínum. EPA-EFE/PAUL CURRIE Áttundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. Annan daginn í röð bar Giggs vitni og að þessu sinni brotnaði hann niður í réttarsalnum og grét. Gerðist það í kjölfar þess er hann var beðinn að rifja upp kvöldið þegar hann var handtekinn, kvöldið sem hann er ásakaður um að skalla Kate og gefa Emmu olnbogaskot. Þegar Giggs var beðinn um að rifja upp hvernig það var að eyða nóttinni á Pendleton lögreglustöðinni þá brotnaði leikmaðurinn fyrrverandi niður. „Sú nótt var versta upplifun ævi minnar,“ sagði Giggs eftir að hafa fengið augnablik til að jafna sig. Worst experience of my life - Giggs breaks down in tears as he recalls his night in a police cell.Day 8: the cross-examination.Giggs admits his messages to Kate Greville - evil, horrible c*** - could look threatening and bullying. Full report https://t.co/3vbxKpwHgl— Daniel Taylor (@DTathletic) August 17, 2022 Í kjölfarið var hann spurður spjörunum úr af Peter Wright, saksóknara málsins. Giggs var spurður hvort hann væri skapvargur, sjálfselskur og svikull maður með stuttan kveikiþráð ásamt því að vera öfundsjúkur og gaslýsa maka sinn er hann væri spurður út í hegðun sína. Giggs viðurkenndi að hann gæti verið með stuttan þráð en neitaði öðrum ásökunum. „Þú hélst, hvað einkalíf þitt varðar, að þú gætir gert það sem þér sýndist og komist upp með það? Alveg þangað til lögreglan kom. Það er sannleikurinn, ekki satt? Þú trúðir því alveg þangað til konan sem þú hafðir stjórnað og kúgað í fleiri ár steig upp gegn þér,“ spurði Wright einnig. Giggs neitar því að hafa skallað Kate Chris Daw, lögmaður Giggs, spurði hann beint út hvort hann hefði viljandi skallað Kate í andlitið. Leikmaðurinn fyrrverandi neitaði. Giggs sagði að þau hafi verið að rífast og hann hafi verið símann hennar Kate, hún hafði áður tekið símann hans svo þetta var ekkert nýtt. Þau runnu og það endaði þannig að hann lá ofan á henni. Kate hafi þá tekið upp á því að reyna sparka í höfuð hans sex eða sjö sinnum. „Ég var bara að verja höfuð mitt,“ sagði Giggs. Áfram héldu stimpingarnar og samkvæmt Giggs rákust höfuð þeirra saman eftir að Kate hafði gripið í úlnlið hans. Giggs sá í kjölfarið að hún var slösuð en hún féll aftur á bak sagði hann. Það var þá sem Emma hringdi á lögregluna. „Ég sá að andrúmsloftið hafði breyst og þær (systurnar tvær) voru að saka mig um eitthvað sem ég hafði ekki gert. Ég var ringlaður og hræddur þar sem þetta leit nú út fyrir að vera allt öðruvísi en það sem í raun og veru gerðist. Ég var hræddur,“ sagði Giggs um atvikið. Viðurkennir að hafa leikið sér að tilfinningum Kate Giggs viðurkenndi að hann hefði sent smáskilaboð á þáverandi kærustu hennar til að leika sér að tilfinningum hennar. „Ég mun ofsækja þig (e. stalk) eins og óður maður, þú veist hversu góður ég er í því,“ stóð í einum smáskilaboðunum. Giggs viðurkenndi einnig að hann hefði mætt óboðinn í íbúð Kate og fyrir utan líkamsræktarstöðina hennar. Aðspurður hvort hann væri að ofsækja hana á samfélagsmiðlum þá sagðist hann ekki vita hvort hann væri að því eður ei. Aðspurður út í tölvupósta sem hann hafði sent Kate þá viðurkenndi Giggs að þeir litu út eins og hótanir. Einnig viðurkenndi leikmaðurinn fyrrverandi tölvupóstarnir létu hann líta út eins og fant sem væri afbrýðisamur. Greville hafði ásakað Giggs um að henda fartölvutösku í höfuð sitt og að höggið hefði skilið eftir sig stóra kúlu. Er hann bar vitni sagði Giggs að umrætt atvik hefði aldrei átt sér stað. Varðandi þvottavélina Kate hafði áður sagt að Giggs hefði notað uppþvottavél heimilisins til að gera lítið úr henni með því að segja að hún gæti ekki eldhúsáhöld rétt í hana. Giggs þvertók fyrir það en sagði að hann hefði á endanum kallað til „liðsfundar.“ Ástæðan var sú að á meðan Covid-19 stóð sem hæst bjó Kate honum sem og dóttir hans og kærasti hennar. Vélin var reglulega fyllt og að mati Giggs voru ekki alltaf allir hlutirnir á réttum stað í vélinni. Hann sagði því hlæjandi að á endanum hefði hann hugsað „jæja þetta er nóg“ og kallað til „liðsfundar“ eins og hann kallaði það. Þar fór hann yfir hvernig væri best að setja í vélina. Réttarhöldin halda áfram í dag. Fótbolti Heimilisofbeldi Mál Ryan Giggs Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira
Annan daginn í röð bar Giggs vitni og að þessu sinni brotnaði hann niður í réttarsalnum og grét. Gerðist það í kjölfar þess er hann var beðinn að rifja upp kvöldið þegar hann var handtekinn, kvöldið sem hann er ásakaður um að skalla Kate og gefa Emmu olnbogaskot. Þegar Giggs var beðinn um að rifja upp hvernig það var að eyða nóttinni á Pendleton lögreglustöðinni þá brotnaði leikmaðurinn fyrrverandi niður. „Sú nótt var versta upplifun ævi minnar,“ sagði Giggs eftir að hafa fengið augnablik til að jafna sig. Worst experience of my life - Giggs breaks down in tears as he recalls his night in a police cell.Day 8: the cross-examination.Giggs admits his messages to Kate Greville - evil, horrible c*** - could look threatening and bullying. Full report https://t.co/3vbxKpwHgl— Daniel Taylor (@DTathletic) August 17, 2022 Í kjölfarið var hann spurður spjörunum úr af Peter Wright, saksóknara málsins. Giggs var spurður hvort hann væri skapvargur, sjálfselskur og svikull maður með stuttan kveikiþráð ásamt því að vera öfundsjúkur og gaslýsa maka sinn er hann væri spurður út í hegðun sína. Giggs viðurkenndi að hann gæti verið með stuttan þráð en neitaði öðrum ásökunum. „Þú hélst, hvað einkalíf þitt varðar, að þú gætir gert það sem þér sýndist og komist upp með það? Alveg þangað til lögreglan kom. Það er sannleikurinn, ekki satt? Þú trúðir því alveg þangað til konan sem þú hafðir stjórnað og kúgað í fleiri ár steig upp gegn þér,“ spurði Wright einnig. Giggs neitar því að hafa skallað Kate Chris Daw, lögmaður Giggs, spurði hann beint út hvort hann hefði viljandi skallað Kate í andlitið. Leikmaðurinn fyrrverandi neitaði. Giggs sagði að þau hafi verið að rífast og hann hafi verið símann hennar Kate, hún hafði áður tekið símann hans svo þetta var ekkert nýtt. Þau runnu og það endaði þannig að hann lá ofan á henni. Kate hafi þá tekið upp á því að reyna sparka í höfuð hans sex eða sjö sinnum. „Ég var bara að verja höfuð mitt,“ sagði Giggs. Áfram héldu stimpingarnar og samkvæmt Giggs rákust höfuð þeirra saman eftir að Kate hafði gripið í úlnlið hans. Giggs sá í kjölfarið að hún var slösuð en hún féll aftur á bak sagði hann. Það var þá sem Emma hringdi á lögregluna. „Ég sá að andrúmsloftið hafði breyst og þær (systurnar tvær) voru að saka mig um eitthvað sem ég hafði ekki gert. Ég var ringlaður og hræddur þar sem þetta leit nú út fyrir að vera allt öðruvísi en það sem í raun og veru gerðist. Ég var hræddur,“ sagði Giggs um atvikið. Viðurkennir að hafa leikið sér að tilfinningum Kate Giggs viðurkenndi að hann hefði sent smáskilaboð á þáverandi kærustu hennar til að leika sér að tilfinningum hennar. „Ég mun ofsækja þig (e. stalk) eins og óður maður, þú veist hversu góður ég er í því,“ stóð í einum smáskilaboðunum. Giggs viðurkenndi einnig að hann hefði mætt óboðinn í íbúð Kate og fyrir utan líkamsræktarstöðina hennar. Aðspurður hvort hann væri að ofsækja hana á samfélagsmiðlum þá sagðist hann ekki vita hvort hann væri að því eður ei. Aðspurður út í tölvupósta sem hann hafði sent Kate þá viðurkenndi Giggs að þeir litu út eins og hótanir. Einnig viðurkenndi leikmaðurinn fyrrverandi tölvupóstarnir létu hann líta út eins og fant sem væri afbrýðisamur. Greville hafði ásakað Giggs um að henda fartölvutösku í höfuð sitt og að höggið hefði skilið eftir sig stóra kúlu. Er hann bar vitni sagði Giggs að umrætt atvik hefði aldrei átt sér stað. Varðandi þvottavélina Kate hafði áður sagt að Giggs hefði notað uppþvottavél heimilisins til að gera lítið úr henni með því að segja að hún gæti ekki eldhúsáhöld rétt í hana. Giggs þvertók fyrir það en sagði að hann hefði á endanum kallað til „liðsfundar.“ Ástæðan var sú að á meðan Covid-19 stóð sem hæst bjó Kate honum sem og dóttir hans og kærasti hennar. Vélin var reglulega fyllt og að mati Giggs voru ekki alltaf allir hlutirnir á réttum stað í vélinni. Hann sagði því hlæjandi að á endanum hefði hann hugsað „jæja þetta er nóg“ og kallað til „liðsfundar“ eins og hann kallaði það. Þar fór hann yfir hvernig væri best að setja í vélina. Réttarhöldin halda áfram í dag.
Fótbolti Heimilisofbeldi Mál Ryan Giggs Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira