Í vanda staddar vegna „Bridgerton“ tónleika Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 18. ágúst 2022 21:44 Abigail Barlow og Emily Bear þegar þær unnu Grammy-verðlaun í ár fyrir bestu söngleikjaplötuna. Getty/David Becker Höfundar óopinbera Bridgerton söngleiksins, Abigail Barlow og Emily Bear hafa nú verið lögsóttar af Netflix fyrir brot á hugverkarétti. Margir kannast eflaust við Netflix þættina „Bridgerton“ sem byggðir eru á samnefndum bókum eftir rithöfundinn Julia Quinn en Barlow og Bear sömdu söngleikjalög byggð á fyrstu seríu þáttanna. Lögin gáfu þær út árið 2021 en þær sýndu frá sköpunarferlinu á samfélagsmiðlinum Tiktok og hlutu Grammy-verðlaun fyrir plötuna. Nú eru þær stöllur í vanda staddar vegna tónleika sem þær skipulögðu í kringum plötuna. @abigailbarlowww LONDON! Barlow & Bear are so excited to announce The Unofficial Musical LIVE in Concert at Royal Albert Hall this September! Get your tickets at www.royalalberthall.com #bridgertonmusical original sound - Abigail Barlow Netflix hefur nú kært Barlow og Bear fyrir brot á hugverkarétti en samkvæmt fréttamiðlinum NPR segir Netflix höfundana „vera komna langt fyrir utan mörk þess hefðundna efnis sem skapað sé gjarnan af aðdáendum.“ Barlow og Bear hafi sagt að Netflix hafi stutt útgáfu plötunnar en Netflix segir í kærunni að „þeim hafi aldrei verið veitt leyfi til þess að skapa verk byggð á Bridgerton.“ Ástæða þess að Netlix sé að lögsækja Barlow og Bear núna en ekki um leið og platan kom út árið 2021 séu tónleikar sem þær héldu, vegna plötunnar 26. júlí síðastliðinn og fyrirhugaðir tónleikar í London. Netflix segist hafa boðist til þess að veita þeim ákveðna heimild til þess að halda áfram með tónleikahald ásamt öðru tengdu plötunni en Barlow og Bear hafi hafnað tilboðinu. Líf verksins, tónleikarnir og möguleikinn á því að það komist einhverntímann á Broadway séu vegna þessa í lausu lofti. Sérfræðingar á þessum sviðum segi mál sem þessi oft vera leyst utan réttarhalda en röksemdarfærsla Netflix sé sterk og Barlow og Bear vilji ef til vill sleppa við réttarhöld. „Bridgerton“ plötu Barlow og Bear má hlusta á hér að ofan. Grammy-verðlaunin Bandaríkin Netflix Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Margir kannast eflaust við Netflix þættina „Bridgerton“ sem byggðir eru á samnefndum bókum eftir rithöfundinn Julia Quinn en Barlow og Bear sömdu söngleikjalög byggð á fyrstu seríu þáttanna. Lögin gáfu þær út árið 2021 en þær sýndu frá sköpunarferlinu á samfélagsmiðlinum Tiktok og hlutu Grammy-verðlaun fyrir plötuna. Nú eru þær stöllur í vanda staddar vegna tónleika sem þær skipulögðu í kringum plötuna. @abigailbarlowww LONDON! Barlow & Bear are so excited to announce The Unofficial Musical LIVE in Concert at Royal Albert Hall this September! Get your tickets at www.royalalberthall.com #bridgertonmusical original sound - Abigail Barlow Netflix hefur nú kært Barlow og Bear fyrir brot á hugverkarétti en samkvæmt fréttamiðlinum NPR segir Netflix höfundana „vera komna langt fyrir utan mörk þess hefðundna efnis sem skapað sé gjarnan af aðdáendum.“ Barlow og Bear hafi sagt að Netflix hafi stutt útgáfu plötunnar en Netflix segir í kærunni að „þeim hafi aldrei verið veitt leyfi til þess að skapa verk byggð á Bridgerton.“ Ástæða þess að Netlix sé að lögsækja Barlow og Bear núna en ekki um leið og platan kom út árið 2021 séu tónleikar sem þær héldu, vegna plötunnar 26. júlí síðastliðinn og fyrirhugaðir tónleikar í London. Netflix segist hafa boðist til þess að veita þeim ákveðna heimild til þess að halda áfram með tónleikahald ásamt öðru tengdu plötunni en Barlow og Bear hafi hafnað tilboðinu. Líf verksins, tónleikarnir og möguleikinn á því að það komist einhverntímann á Broadway séu vegna þessa í lausu lofti. Sérfræðingar á þessum sviðum segi mál sem þessi oft vera leyst utan réttarhalda en röksemdarfærsla Netflix sé sterk og Barlow og Bear vilji ef til vill sleppa við réttarhöld. „Bridgerton“ plötu Barlow og Bear má hlusta á hér að ofan.
Grammy-verðlaunin Bandaríkin Netflix Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira