Fékk heilblóðfall á heimsleikunum í CrossFit en vill keppa á næstu leikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2022 08:30 Dave Rempel annars vegar á sjúkrahúsinu og svo nokkrum dögum fyrr í myndatöku fyrir heimsleikana í CrossFit. Instagram/@rem_fitdave Morning Chalk Up vefurinn fjallar um örlög eins keppandans á heimsleikunum CrossFit í ár en sem betur fer lítur út fyrir það að sagan ætli að enda mun betur en á horfðist. Kanadamaðurinn Dave Rempel var að keppa á sínum fyrstu heimsleikum á dögunum þar sem hann tók þátt í einum öldungaflokknum. Hann var hins vegar hætt kominn á fyrsta degi. Rempel, sem er 51 árs gamall, keppti í flokki 50 til 54 ára. Hann gerði mjög vel í annarri grein keppninnar þar sem hann varð annar. Næst á dagskrá var opnunarhátíðin en svo var komið að þriðju grein. Rempel sagði að hann hafi byrjað að hita upp fyrir næstu grein en að honum hafi liðið eitthvað undarlega. „Ég hugsaði að kannski hefði hádegismaturinn eitthvað farið illa í mig. Ég tók því rólega, fékk mér nokkra endurheimtardrykki, reyndi að drekka vatn og koma næringarefnum í mig,“ sagði Dave Rempel í viðtalinu við Morning Chalk Up. „Hlaupin og kaðlarnir reyndu mikið á mig. Ég tók sippubandið mitt til að byrja upphitun af því að það var sippað í næstu grein. Á leiðinni þangað þá datt bandið úr hendi minni. Ég hugsaði: Hvernig missti ég bandið? Svo gerðist það aftur,“ sagði Rempel. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Þegar við vorum á leiðinni á staðinn þá sá ég að annar helmingur líkama hans var alveg máttlaus. Ég man eftir því að ég horfði á hina strákana og það var eins og við vissum allir hvað væri að gerast. Mér datt ekkert annað í hug en að hann væri að fá heilablóðfall,“ sagði Ernie Stewart, þjálfari Rempel. Þjálfarinn kallaði á sjúkraliða og lækna á mótsvæðinu sem voru fljótir að aðstoða og nokkrum mínútum síðar var Rempel á leiðinni á sjúkrahús. Læknum tókst að losa blóðtappann með skurðaðgerð og bjarga honum frá alvarlegum afleiðingum. Það skipti miklu máli í hversu góðu formi Rempel var sem og að það liðu aðeins sautján mínútur frá atvikinu þar til að hann var komin á skurðarborðið. Stewart segir að það sé engin uppgjafartónn í sínum manni þegar kemur að CrossFit. „Ég ætla að ná mér hundrað prósent, koma aftur og vinna heimsleikana,“ sagði Ernie Stewart að Rempel hefði sagt við sig. Það á þó eftir að koma í ljós hvernig líkaminn hans kemur út úr þessu áfalli. Rempel varð eftir í Madison á meðan hann var jafna sig en snéri síðan svo til baka til Kanada. Hann ætlar að taka næstu skref á CrossFit ferlinum í samráði við lækna og í góðum bandi við þjálfara sinn. View this post on Instagram A post shared by Dave Rempel (@rem_fitdave) View this post on Instagram A post shared by Dave Rempel (@rem_fitdave) CrossFit Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Sjá meira
Kanadamaðurinn Dave Rempel var að keppa á sínum fyrstu heimsleikum á dögunum þar sem hann tók þátt í einum öldungaflokknum. Hann var hins vegar hætt kominn á fyrsta degi. Rempel, sem er 51 árs gamall, keppti í flokki 50 til 54 ára. Hann gerði mjög vel í annarri grein keppninnar þar sem hann varð annar. Næst á dagskrá var opnunarhátíðin en svo var komið að þriðju grein. Rempel sagði að hann hafi byrjað að hita upp fyrir næstu grein en að honum hafi liðið eitthvað undarlega. „Ég hugsaði að kannski hefði hádegismaturinn eitthvað farið illa í mig. Ég tók því rólega, fékk mér nokkra endurheimtardrykki, reyndi að drekka vatn og koma næringarefnum í mig,“ sagði Dave Rempel í viðtalinu við Morning Chalk Up. „Hlaupin og kaðlarnir reyndu mikið á mig. Ég tók sippubandið mitt til að byrja upphitun af því að það var sippað í næstu grein. Á leiðinni þangað þá datt bandið úr hendi minni. Ég hugsaði: Hvernig missti ég bandið? Svo gerðist það aftur,“ sagði Rempel. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Þegar við vorum á leiðinni á staðinn þá sá ég að annar helmingur líkama hans var alveg máttlaus. Ég man eftir því að ég horfði á hina strákana og það var eins og við vissum allir hvað væri að gerast. Mér datt ekkert annað í hug en að hann væri að fá heilablóðfall,“ sagði Ernie Stewart, þjálfari Rempel. Þjálfarinn kallaði á sjúkraliða og lækna á mótsvæðinu sem voru fljótir að aðstoða og nokkrum mínútum síðar var Rempel á leiðinni á sjúkrahús. Læknum tókst að losa blóðtappann með skurðaðgerð og bjarga honum frá alvarlegum afleiðingum. Það skipti miklu máli í hversu góðu formi Rempel var sem og að það liðu aðeins sautján mínútur frá atvikinu þar til að hann var komin á skurðarborðið. Stewart segir að það sé engin uppgjafartónn í sínum manni þegar kemur að CrossFit. „Ég ætla að ná mér hundrað prósent, koma aftur og vinna heimsleikana,“ sagði Ernie Stewart að Rempel hefði sagt við sig. Það á þó eftir að koma í ljós hvernig líkaminn hans kemur út úr þessu áfalli. Rempel varð eftir í Madison á meðan hann var jafna sig en snéri síðan svo til baka til Kanada. Hann ætlar að taka næstu skref á CrossFit ferlinum í samráði við lækna og í góðum bandi við þjálfara sinn. View this post on Instagram A post shared by Dave Rempel (@rem_fitdave) View this post on Instagram A post shared by Dave Rempel (@rem_fitdave)
CrossFit Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Sjá meira