Auglýst í starf Arnars mjög fljótlega: „Fengið mjög mikla og góða hjálp“ Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2022 11:00 Arnar Þór Viðarsson hefur haft í nógu að snúast síðustu misseri sem yfirmaður knattspyrnumála og þjálfari A-landsliðs karla á miklum umbrotatímum. vísir/vilhelm Arnar Þór Viðarsson segir það „að sjálfsögðu ekki ákjósanlegt“ að hann skuli í svo langan tíma hafa gegnt tveimur stórum störfum hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Það hafi gengið með góðri aðstoð. Þegar Arnar var ráðinn landsliðsþjálfari karla í desember 2020 kom fram að hann yrði jafnframt áfram yfirmaður knattspyrnumála „tímabundið“. Tuttugu mánuðir eru liðnir síðan þá og Arnar er enn yfirmaður knattspyrnumála, eða „sviðsstjóri knattspyrnusviðs“ eins og segir á vef KSÍ. Auglýst verður í starfið á næstu dögum eða vikum, að sögn Arnars. Gild rök séu fyrir því hve málið hafi dregist, vegna þess hve mikið gekk á í höfuðstöðvum KSÍ á síðasta ári sem endaði með sérstöku aukaþingi og stjórnarskiptum. „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, við Vísi í sumar þegar hún var spurð af hverju ekki hefði verið brugðist fyrr við, svo Arnar þyrfti ekki að sinna tveimur krefjandi störfum á sama tíma. Í kjölfarið á þessum ummælum tilkynnti KSÍ svo um að Jörundur Áki Sveinsson hefði tekið tímabundið við yfirumsjón þeirra verkefna Arnars sem sneru að yngri landsliðum karla og kvenna. Arnar segist raunar hafa „fengið mjög mikla og góða hjálp“ frá öllum landsliðsþjálfurunum sem starfi hjá KSÍ. „Ég er búinn að vera mjög heppinn með það og hef getað dreift ákveðnum verkefnum áfram á hina þjálfarana,“ segir Arnar. „Þetta hefur gengið því ég hef fengið hjálp. Það eru hlutir sem maður getur gert þó að maður sé þjálfari, samningamál við fyrirtæki og annað sem maður getur gert á milli tarna. En til að stunda þetta 100 prósent þá er þessi staða að sjálfsögðu ekki ákjósanleg, en það er eitthvað sem við vissum,“ segir Arnar. Hann segir það ekki óeðlilegt að þó að ný stjórn hafi verið kjörin í febrúar sé nú í ágúst ekki enn búið að auglýsa starfið. Gera þurfi þarfagreiningu og starfslýsingu, og til að mynda sé ýmislegt í nýrri handbók FIFA sem taka þurfi mið af. „En það var aldrei ætlunin í upphafi að þetta yrði svona lengi. Við höfum reynt að leysa þetta saman eftir okkar bestu getu, út frá þeirri stöðu sem við lentum í hérna innanhúss. Það er góður andi hérna og gott fólk sem hjálpast að. En til að það sé sem best virkni hjá knattspyrnusviðinu þurfum við að klára þetta mál og það er í ferli,“ segir Arnar. KSÍ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Samningur Arnars lengri en KSÍ tilkynnti: „Þetta eru einhver mistök“ Miðað við einu tilkynningu Knattspyrnusambands Íslands, um samning Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfari A-landsliðs karla, væru framundan í haust síðustu leikir samningstímans. Svo er þó aldeilis ekki og samningurinn gæti gilt vel fram á sumarið 2024. 19. ágúst 2022 08:01 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sjá meira
Þegar Arnar var ráðinn landsliðsþjálfari karla í desember 2020 kom fram að hann yrði jafnframt áfram yfirmaður knattspyrnumála „tímabundið“. Tuttugu mánuðir eru liðnir síðan þá og Arnar er enn yfirmaður knattspyrnumála, eða „sviðsstjóri knattspyrnusviðs“ eins og segir á vef KSÍ. Auglýst verður í starfið á næstu dögum eða vikum, að sögn Arnars. Gild rök séu fyrir því hve málið hafi dregist, vegna þess hve mikið gekk á í höfuðstöðvum KSÍ á síðasta ári sem endaði með sérstöku aukaþingi og stjórnarskiptum. „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, við Vísi í sumar þegar hún var spurð af hverju ekki hefði verið brugðist fyrr við, svo Arnar þyrfti ekki að sinna tveimur krefjandi störfum á sama tíma. Í kjölfarið á þessum ummælum tilkynnti KSÍ svo um að Jörundur Áki Sveinsson hefði tekið tímabundið við yfirumsjón þeirra verkefna Arnars sem sneru að yngri landsliðum karla og kvenna. Arnar segist raunar hafa „fengið mjög mikla og góða hjálp“ frá öllum landsliðsþjálfurunum sem starfi hjá KSÍ. „Ég er búinn að vera mjög heppinn með það og hef getað dreift ákveðnum verkefnum áfram á hina þjálfarana,“ segir Arnar. „Þetta hefur gengið því ég hef fengið hjálp. Það eru hlutir sem maður getur gert þó að maður sé þjálfari, samningamál við fyrirtæki og annað sem maður getur gert á milli tarna. En til að stunda þetta 100 prósent þá er þessi staða að sjálfsögðu ekki ákjósanleg, en það er eitthvað sem við vissum,“ segir Arnar. Hann segir það ekki óeðlilegt að þó að ný stjórn hafi verið kjörin í febrúar sé nú í ágúst ekki enn búið að auglýsa starfið. Gera þurfi þarfagreiningu og starfslýsingu, og til að mynda sé ýmislegt í nýrri handbók FIFA sem taka þurfi mið af. „En það var aldrei ætlunin í upphafi að þetta yrði svona lengi. Við höfum reynt að leysa þetta saman eftir okkar bestu getu, út frá þeirri stöðu sem við lentum í hérna innanhúss. Það er góður andi hérna og gott fólk sem hjálpast að. En til að það sé sem best virkni hjá knattspyrnusviðinu þurfum við að klára þetta mál og það er í ferli,“ segir Arnar.
KSÍ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Samningur Arnars lengri en KSÍ tilkynnti: „Þetta eru einhver mistök“ Miðað við einu tilkynningu Knattspyrnusambands Íslands, um samning Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfari A-landsliðs karla, væru framundan í haust síðustu leikir samningstímans. Svo er þó aldeilis ekki og samningurinn gæti gilt vel fram á sumarið 2024. 19. ágúst 2022 08:01 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sjá meira
Samningur Arnars lengri en KSÍ tilkynnti: „Þetta eru einhver mistök“ Miðað við einu tilkynningu Knattspyrnusambands Íslands, um samning Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfari A-landsliðs karla, væru framundan í haust síðustu leikir samningstímans. Svo er þó aldeilis ekki og samningurinn gæti gilt vel fram á sumarið 2024. 19. ágúst 2022 08:01