Korpubikarinn er lokamót ársins á stigamótaröð GSÍ. Jóhannes lék holurnar 18 á 65 höggum, eða sjö höggum undir pari vallarins. Guðrún Brá lék best í kvennaflokki á 69 höggum, þrem höggum undir pari.
Þeir Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili og Hákon Örn Magnússon úr Golfklúbbi Reykjavíkur deila öðru sætinu í karlaflokki, en báðir léku þeir á sex höggum undir pari.
Í kvennaflokki deila þær Perla Sól Sigurbrandsdóttir og Berglind Björnsdóttir, báðar úr Golfklúbbi Reykjavíkur, öðru sætinu, en þær léku á einu höggi undir pari.