Evrópusambandið ætlar að hefta aukin áhrif Kína og Rússlands í S-Ameríku Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. ágúst 2022 07:00 Getty Images Evrópusambandið ætlar að ráðast í herferð til að bæta stöðu sína á meðal ríkja Suður-Ameríku. Sambandið þykir hafa vanrækt ríki álfunnar á sama tíma og Rússland og Kína hafa styrkt stöðu sína. Spænska dagblaðið El País hefur komist yfir minnisblað framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem sent hefur verið til utanríkiráðherra aðildarríkjanna, þar sem lýst er áhyggjum af því að ríki Evrópu séu að missa ítök sín í Suður-Ameríku. Það geti ógnað pólitísku og efnahagslegu jafnvægi og dregið úr möguleikum ríkjanna á hagstæðum viðskiptum á alls kyns hrávörum, til að mynda jarðefnaeldsneyti. ESB hefur vanrækt samband sitt við S-Ameríku Í skýrslunni er lýst miklum áhyggjum af auknum áhrifum Kína og Rússlands í álfunni, jafnt pólitískum sem efnahagslegum. Því hefur verið sett upp áætlun til að bæta ímynd sambandsins verulega á næsta ári, með fundum og umtalsverðri innspýtingu fjár í margskonar fjárfestingar. Alls er ráðgert að verja 8 milljörðum evra til verksins. Evrópusambandið viðurkennir að hafa vanrækt skyldur sínar og samband við Rómönsku Ameríku í hartnær áratug, til að mynda hefur enginn leiðtogafundur álfanna verið haldinn síðan 2015. Augu manna í Evrópu hafi í meira mæli beinst að málefnum Líbýu, Sýrlands og nú síðast Úkraínu. Nú er búið að setja leiðtogafund á dagskrá síðla næsta árs til að reyna að bæta úr vanrækslu síðustu ára. Kína hefur 26-faldað fjárfestingar sínar Á meðan hafi Kína dælt peningum inn í ríki Suður-Ameríku og 26-faldað fjárfestingar sínar síðan um aldamótin. Kína er í dag ýmist stærsti eða næststærsti viðskiptafélagi ríkja Suður-Ameríku, ásamt Bandaríkjunum. Þann sess hefur Evrópusambandið haft um áratuga skeið. En nú er Snorrabúð stekkur og til að bæta gráu ofan á svart, hafa leiðtogaskipti í nokkrum ríkjum álfunnar, haldið aukinni vöku fyrir ráðamönnum í Brussel. Það hefur glögglega komið í ljós í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, en stjórnvöld margra ríkja Suður-Ameríku hafa verið treg til að ljá afstöðu Evrópuríkja til stríðsins stuðning sinn, og þykja jafnvel í meira lagi vilhöll undir málstað Rússlands. Á sameiginlegri þingmannaráðstefnu evrópskra og suður-amerískra þingmanna í Buenos Aires í vor tókst til að mynda ekki að fá samþykkta ályktun þar sem innrás Rússa var fordæmd. Zelenski biðlar til leiðtoga í S-Ameríku Zelenski Úkraínuforseti virðist gera sér grein fyrir þessari vandasömu stöðu, hann hefur verið í beinu sambandi við leiðtoga nokkurra Suður-Ameríkuríkja og sl. miðvikudag ávarpaði hann stjórnmálaleiðtoga og almenna borgara í álfunni í gegnum fjarfundabúnað, þar sem hann reyndi að biðla til þeirra. Hann þykir hafa fengið heldur kaldar móttökur, sérstaklega í Brasilíu og Argentínu. Í skjalinu er hamrað á mikilvægi þess að bæta samskiptin við ríki Suður-Ameríku þó ekki væri nema vegna þess að Venesúela, Argentína og Brasilía ráða yfir gríðarlega miklum olíu- og gasbirgðum sem gætu komið sér í góðar þarfir, ef aðalbirgir Evrópu, Rússland, ákveður á næstunni að skrúfa fyrir þessa tvo krana. Evrópusambandið Kína Rússland Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Spænska dagblaðið El País hefur komist yfir minnisblað framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem sent hefur verið til utanríkiráðherra aðildarríkjanna, þar sem lýst er áhyggjum af því að ríki Evrópu séu að missa ítök sín í Suður-Ameríku. Það geti ógnað pólitísku og efnahagslegu jafnvægi og dregið úr möguleikum ríkjanna á hagstæðum viðskiptum á alls kyns hrávörum, til að mynda jarðefnaeldsneyti. ESB hefur vanrækt samband sitt við S-Ameríku Í skýrslunni er lýst miklum áhyggjum af auknum áhrifum Kína og Rússlands í álfunni, jafnt pólitískum sem efnahagslegum. Því hefur verið sett upp áætlun til að bæta ímynd sambandsins verulega á næsta ári, með fundum og umtalsverðri innspýtingu fjár í margskonar fjárfestingar. Alls er ráðgert að verja 8 milljörðum evra til verksins. Evrópusambandið viðurkennir að hafa vanrækt skyldur sínar og samband við Rómönsku Ameríku í hartnær áratug, til að mynda hefur enginn leiðtogafundur álfanna verið haldinn síðan 2015. Augu manna í Evrópu hafi í meira mæli beinst að málefnum Líbýu, Sýrlands og nú síðast Úkraínu. Nú er búið að setja leiðtogafund á dagskrá síðla næsta árs til að reyna að bæta úr vanrækslu síðustu ára. Kína hefur 26-faldað fjárfestingar sínar Á meðan hafi Kína dælt peningum inn í ríki Suður-Ameríku og 26-faldað fjárfestingar sínar síðan um aldamótin. Kína er í dag ýmist stærsti eða næststærsti viðskiptafélagi ríkja Suður-Ameríku, ásamt Bandaríkjunum. Þann sess hefur Evrópusambandið haft um áratuga skeið. En nú er Snorrabúð stekkur og til að bæta gráu ofan á svart, hafa leiðtogaskipti í nokkrum ríkjum álfunnar, haldið aukinni vöku fyrir ráðamönnum í Brussel. Það hefur glögglega komið í ljós í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, en stjórnvöld margra ríkja Suður-Ameríku hafa verið treg til að ljá afstöðu Evrópuríkja til stríðsins stuðning sinn, og þykja jafnvel í meira lagi vilhöll undir málstað Rússlands. Á sameiginlegri þingmannaráðstefnu evrópskra og suður-amerískra þingmanna í Buenos Aires í vor tókst til að mynda ekki að fá samþykkta ályktun þar sem innrás Rússa var fordæmd. Zelenski biðlar til leiðtoga í S-Ameríku Zelenski Úkraínuforseti virðist gera sér grein fyrir þessari vandasömu stöðu, hann hefur verið í beinu sambandi við leiðtoga nokkurra Suður-Ameríkuríkja og sl. miðvikudag ávarpaði hann stjórnmálaleiðtoga og almenna borgara í álfunni í gegnum fjarfundabúnað, þar sem hann reyndi að biðla til þeirra. Hann þykir hafa fengið heldur kaldar móttökur, sérstaklega í Brasilíu og Argentínu. Í skjalinu er hamrað á mikilvægi þess að bæta samskiptin við ríki Suður-Ameríku þó ekki væri nema vegna þess að Venesúela, Argentína og Brasilía ráða yfir gríðarlega miklum olíu- og gasbirgðum sem gætu komið sér í góðar þarfir, ef aðalbirgir Evrópu, Rússland, ákveður á næstunni að skrúfa fyrir þessa tvo krana.
Evrópusambandið Kína Rússland Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira