Fótbolti

Alfons og félagar töpuðu stigum á lokamínútunum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alfons Sampsted og félagar hans í Bodö/Glimt þurftu að sætta sig við jafntefli í dag.
Alfons Sampsted og félagar hans í Bodö/Glimt þurftu að sætta sig við jafntefli í dag. Giuseppe Maffia/NurPhoto via Getty Images

Alfons Sampsted og félagar hans í norska meistaraliðinu Bodö/Glimt þurftu að sætta sig við eitt stig er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn fallbaráttuliði Ham-Kam í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Amahl Pellegrino kom heimamönnum í Bodö/Glimt stuttu fyrir hálfleik og staðan var því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja.

Gestirnir jöfnuðu þó metin snemma í síðari hálfleik áður en Pellegrino kom heimamönnum yfir á nýjan leik með marki af vítapunktinum á 72. mínútu.

Það stefndi því allt í sigur heimamanna í Bodö/Glimt þangað til gestirnir jöfnuðu metin í annað sinn í leiknum með marki á 86. mínútu og niðurstaðan því 2-2 jafntefli.

Alfons og félagar misttu því af mikilvægum stigum í toppbaráttunni, en liðið er nú með 38 stig í öðru sæti eftir 19 leiki, fjórum stigum minna en topplið Molde sem á einn leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×